Fréttablaðið - 05.11.2009, Page 10
10 5. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR
Það er
800 4000 • siminn.is
VIST
Öryggi og
hagræðing
í rekstri
Með fyrirtækið í VIST getur þú dregið úr kostnaði um leið og þú
færð trausta þjónustu sem tryggir öryggi gagna og aðgengi að
nauðsynlegum upplýsingum. Í VIST er heimasvæði fyrirtækisins hýst
á netþjónum Símans sem eykur samnýtingu skjala og öryggi gagna.
Með reglulegri afritun og vírusvörnum er öryggi tryggt enn frekar.
Fyrirtækjapósturinn í VIST veitir starfsmönnum aðgang að póstinum
hvar sem er, auk þess sem hægt er að deila
dagbókum, tengiliðum og verkefnum.
Veldu hagkvæma og örugga VIST fyrir fyrirtækið þitt.
Villuboðin heyra sögunni til
– þú heldur bara áfram að vinna
VIST fyrir fyrirtækið þitt
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
9
7
13
EFNAHAGSMÁL „Þessi matsfyrirtæki hafa
lengi legið undir ámæli fyrir að hafa verið
of jákvæð gagnvart bönkunum í mestu upp-
sveiflunni. Því er skiljanlegt að þau vilji
fara í hina áttina nú. Matið má því skoða að
hluta sem tilraun Fitch til að verða sér úti um
trúverðugleika á kostnað íslenskra banka.
Þeir liggja vel við höggi,“ segir Þórólfur
Matthíasson, prófessor við hagfræðideild
Háskóla Íslands, um falleinkunn íslenska
bankakerfisins.
Það er alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch sem
gefur bankakerfinu þessa afleitu einkunn,
eða BSI E. Á botninum eru tólf lönd, þar á
meðal Víetnam. Ekki er útilokað að fleiri
lönd bætist á hann á næstu skýrslu, að mati
Fitch. Þar koma helst til greina Aserbaídsjan,
Hvíta-Rússland, Eistland og Litháen.
Í næsta flokki fyrir ofan Ísland eru Írland
og Belgía með einkunnina BSI D.
Meirihluti landa með þróað hagkerfi
lenda ýmist í flokki B eða C. Enginn vermir
efsta flokk. Ástralía, Hong Kong og Kanada
komast þó næst því.
Matsfyrirtækið segir í skýrslu sinni að þótt
engin breyting hafi orðið frá fyrra mati sé
of snemmt að segja til um hvort nú dragi úr
kerfisáhættu fjármálakerfisins. Sérstaklega
er bent á hægan útlánavöxt bankageirans.
Hann hefur að meðaltali dregist saman um
2,5 prósent á árinu frá í fyrra. Þetta er engu
að síður jákvætt frá í fyrra en þá drógust
útlán saman um fimmtán prósent milli ára.
Þetta segir Fitch vísbendingar um að stöðug-
leiki sé að færast yfir fjármálaheiminn og
séu fá alvarleg hættumerki í loftinu.
Þórólfur segir margt ógert í bankakerfinu.
„Það er ekki enn búið að hreinsa upp úr
bankakerfunum. Í sumum tilvikum er ekki
vitað hvað leynist í þeim. Enn kunna því erfið
mál að vera eftir,“ segir hann. - jab
Íslenska bankakerfið fær
falleinkunn hjá Fitch
Ekkert land fær hæstu einkunn í hálfsársmati Fitch á styrk fjármálageirans. Íslands skrapar botninn í mat-
inu. Fitch leitar að trúverðugleika eftir of góðar einkunnir í uppsveiflunni, segir háskólaprófessor.
Matsfyrirtækið Fitch gaf gömlu íslensku bönk-
unum þremur toppeinkunn í tvígang árið 2007.
Fyrsta einkunn skilaði sér í hús í febrúar en hin í
október.
Í seinni skýrslu matsfyrirtækisins um bankana
sagði meðal annars að þeir hefðu minnkað þörf
sína fyrir skuldabréfafjármögnun og náð tökum
á lausafjárstöðu sinni, svo sem með aukinni inn-
lánastarfsemi frá einstaklingum og fyrirtækjum.
Greint er frá nokkrum mun á innlánastarfsemi
bankanna en sérstaklega tekið fram að Lands-
bankinn hafi náð góðum árangri með Icesave-
innlánsreikningum sínum í Bretlandi.
Á sama tíma hafði undirmálslánakreppan látið
á sér kræla í Bandaríkjunum.
Fitch taldi bankana hafa nægt lausafé til að
standa af sér tólf mánaða tímabil án aðgangs að
fjármagnsmörkuðum. Í byrjun október, tæpu ári
eftir útgáfu matsins, hafði ríkið tekið bankana yfir.
FENGU TOPPEINKUNN 2007
LÍTIÐ AÐ GERA Í BANKANUM Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch segir of snemmt að segja til um hvort farið sé að
draga úr kerfisáhættu fjármálakerfisins. Áhersla er lögð á hægan útlánavöxt bankanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ALÞINGI Bergur Sigurðsson hefur
verið ráðinn framkvæmdastjóri
þingflokks Vinstrihreyfingar-
innar - græns
framboðs.
Hann hóf störf
um mánaða-
mótin.
Bergur er
umhverfisefna-
fræðingur frá
Háskólanum í
Osló og hefur
síðastliðin þrjú
ár starfað sem
framkvæmdastjóri Landverndar.
Þar áður starfaði hann við heil-
brigðiseftirlit á Suðurnesjum.
Bergur tekur við starfinu af
Drífu Snædal, framkvæmda-
stjóra flokksins, sem jafnframt
hefur haft umsjón með málefnum
þingflokksins. - sh
Bergur Sigurðsson:
Ráðinn til
þingflokks VG
BERGUR
SIGURÐSSON
KVEIKT Á KERTUM Síkhar á Indlandi
kveikja á kertum í gullna hofinu í
Amritsar þegar 540 ár voru liðin frá
fæðingu hins helga manns Sri Guru
Nanak Dev. NORDICPHOTOS/AFP