Fréttablaðið - 05.11.2009, Page 22

Fréttablaðið - 05.11.2009, Page 22
22 5. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna GÓÐ HÚSRÁÐ CAPPUCCINO ÁN FLÓUNARSTÚTS NEYTENDUR Ekki er útilokað að flugfélög í Noregi séu sek um að villa um fyrir neytendum við útreikninga á sköttum og öðrum gjöldum sem leggjast ofan á fargjöldin. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin er af evrópskum vinnuhópi sem stýrt er af umboðsmanni neytenda í Noregi og var kynnt í Ósló í fyrradag. Í skýrslunni segir að rannsóknir sýni að meira en helmingur þeirra gjalda sem flugfélög kalli skatta og aðrar greiðslur séu í raun rekstrarkostnaður. Það geti villt um fyrir neytendum, sem telji fargjöldin ódýr. Þá mun hafa komið í ljós að þau mörgu og mis- munandi hugtök sem notuð eru til að lýsa sköttum og öðrum greiðslum gera neytendum ákaflega erfitt að bera saman tilboð flugfélaga. Mælt er með því að heildarverð fyrir fargjald skuli ávallt koma fram og að gjaldið skuli sett saman úr þremur kostnaðarliðum, það er fargjaldi, flugvallarsköttum og ríkissköttum. Önnur óhjá- kvæmileg gjöld eins og eldsneytisálag, innrit- unargjöld og þess háttar eiga að vera innifalin í fargjaldinu. Í rannsókninni fyrir gerð skýrslunnar var upplýsingum safnað um 281 flug hjá 24 leiðandi flugfélögum á 34 stórum flugvöllum víðs vegar um Evrópu. Meðal þeirra voru Icelandair og Iceland Express en upplýsinga var aflað frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. - jab VÉL FRÁ ICELANDAIR Iceland Express og Icelandair tóku þátt í rannsókn á verðlagningu flugmiða. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Flugfélög hugsanlega sek um að villa vísvitandi um fyrir viðskiptavinum sínum: Erfitt að bera tilboðin saman Vatn er ekki bara vatn. Sumir vatnsdrykkir eru hættulegir tannheilsunni, en aðrir skaðlausir með öllu. Neytendur kunna ekki alltaf að greina þar á milli. Gosdrykkjaframleiðendurnir Vífil- fell og Ölgerðin hafa síðustu miss- eri sett á markað hverja nýjungina á fætur annarri til þess að svala þörf okkar fyrir svaladrykki. Neytendur átta sig ekki alltaf á því að sumir bragðbættu vatns- drykkirnir, svo sem Kristall plús og Eðaltoppur, eru með álíka mikið sýruinnihald og gosdrykkir og ávaxtasafar, sem þýðir að þeir geta valdið glerungseyðingu. Fjallað var um þessi mál á ráð- stefnunni Heilsan og innkaupa- karfan, sem heilbrigðisvísinda- svið Háskóla Íslands efndi til í síðustu viku. Þar voru meðal ann- ars kynntar nýjar rannsóknir á sýrustigi vatnsdrykkjanna. Samkvæmt þeim rannsóknum er sýrustig nýju bragðbættu vatns- drykkjanna yfirleitt á bilinu 2,5 til 3,5. Þetta er svipað og sýrustig- ið í öðrum gosdrykkjum, ávaxta- söfum, íþróttadrykkjum og orku- drykkjum. „Það er synd að þessu sé stillt upp sem hollustudrykkjum,“ segir Inga B. Árnadóttir, forseti tann- læknadeildar Háskóla Íslands, sem hefur sérstaklega áhyggjur af tannheilsu barna og unglinga. Gamla sódavatnið er hins vegar hættulaust, og sömu sögu er að segja um gamla Toppinn og Krist- alinn, jafnvel þótt til dæmis epla- eða sítrónu- bragði sé bætt út í. A nd r i Þ ór Guðmundsson, forstjóri Ölgerð- arinnar, segir að Kristall plús og hinir bragð- bættu vatns- drykk- irnir hafi verið sér- staklega þróaðir með holl- ustu í huga handa fólki sem vildi losa sig við sykurinn. „Við bjuggum til þennan drykk sem millistig fyrir fólk sem fannst stökkið í Kristal kannski of stórt af því að það vantaði fyll- ingu í bragðið. Þessi drykkur er hannaður til að vera hollur í alla staði.“ Frá sjónarhóli tannverndar er það hins vegar sítrónusýran sem er varhugaverð, því þótt sykur- inn vanti og viðbættu vítamínin séu holl veldur sýran glerungs- eyðingu. „Við viljum fyrst og fremst benda fólki á að kynna sér inni- haldið og gera sér grein fyrir því hvað efnin í þessum drykkjum geta gert,“ segir Hólmfríður Guð- mundsdóttir, tannlæknir hjá Lýð- heilsustöð. Hún bendir einnig á að í raun sé drykkju- mynstrið hættulegast, ekki endilega drykk- irnir sjálfir. „Þetta er mikið háð því hversu ört fólk er að drekka þetta. Það tekur munnvatn- ið 20-25 mínútur að hlutleysa sýru- stigið í munnin- um, þannig að hættulegast er ef fólk er að súpa á flösk- unum allan daginn á nokk- urra mínútna fresti.“ gudsteinn@ frettabladid.is Sýrurnar éta glerunginn VARHUGAVERÐIR HOLLUSTU- DRYKKIR Þótt Kristall sport og Eðaltoppur séu meinhollir drykkir stafar tönnunum hætta af. HÓLMFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Yfir- verkefnisstjóri hjá Lýðheilsustöð hvetur fólk til að kynna sér innihald bragð- bættu vatnsdrykkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Neysla á léttvíni miðað við sölu > Magn 1.000 lítrar ■ Jón Gestur Sörtveit „Ef menn vilja búa til cappuccino en eiga ekki espressovél með flóunarstút þá kann ég eitt ráð sem virk- ar,“ segir Jón Gestur Sörtveit, ráðgjafi hjá Atómstöðinni og áhugamaður um kaffi. „Það er að hella upp á bragð- mikið kaffi, svona 30 millilítra, og skella svo svona 30 til 40 millilítrum af fjörmjólk í tvær mínútur í örbylgju í plastíláti, þannig að hún brenni ekki. Svo er mjólkin stífþeytt með písk og hellt úr í kaffið, og þá ertu kominn með cappuccino.“ Jón Gestur segir fjörmjólkina virka betur en aðrar tegundir því hún þeytist best. Sími 551-7722 · www.indianmango.is Eldumindverskt með hjartanu Á horni Frakkastígs og Grettisgötu IndianMangoRestaurant Indian Mango í 2 sæti á Trip Advisor *An experience you won ’t want to miss!” *Absolutely delicious *Like nothing we have ta sted before, lovely. *Indian Mango is worth a trip to Iceland *One of the best in the w orld... *What a surprise to find such excellent Indian food in Iceland Gluten free food Blaðad ómar: Matur o g Vín, M orgunbla ðið, Steingrím ur Sigur geirsson : „Ný vídd í indver skri mat argerð á Íslandi“ „Magna ður Man gó“ Allt, Fré ttablaði ð, Edda Jóhanns dóttir „Að elda indversk t með hj artanu“ „Að vera í matar boði hjá George er eins o g að vera stad dur á fím m stjörn u veiting astað“ Sirrý skr ifar, Mo rgunblað ið, Sigríður Arnardó ttir „...á fráb ærum ve itingasta ð á heim smælikv arða á Frakka stíg.“ Sendiherra Indlands á Íslandi:„Wonderful food and service.. will definately recommend you...“ HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS. 1987 1997 2007 1.672,0 1.720,9 4.000,5 „Verstu kaupin voru þegar ég keypti amerískan bíl sem ég átti í hálft ár og var eiginlega bilaður alveg frá því ég keypti hann,“ segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skot- veiðifélags Íslands og matgæðingur með meiru. „Á endanum kostaði þessi bíll mig mun meira en ég nokkurn tíma borgaði fyrir hann á sínum tíma. Hann var ekki bara venjulega bilaður heldur var hann alltaf og stöðugt bilaður. Svo bara dó hann og var aldrei notaður framar. Ég man að maðurinn sem seldi mér bílinn var alveg óhemjulega glaður og vinkaði mér þegar ég ók burtu,“ minn- ist Sigmar þessa ómögulega bíls. „Bestu kaupin voru hins vegar gúmmístígvél sem ég keypti fyrir um tuttugu árum. Ég man ekki hvað þau kostuðu en þegar ég fór að borga kostuðu þau tífalt meira en ég hélt því ég hafði misreiknað mig um eitt núll. Ég kunni ekki að hætta við þarna í búðinni svo ég lét mig hafa það og keypti stígvélin,“ rifjar Sigmar upp. „Ég hafði miklar efasemdir um þetta og brá ónotalega þegar ég sá Vísareikn- inginn en þetta reyndust einhver bestu kaup sem ég hef gert því ég á þessi stígvél enn og það sér ekki á þeim. Ég er búinn að nota þau alveg gríðarlega mikið í stangveiði og skotveiði og gleðst jafnan þegar ég fer í þau.“ NEYTANDINN: SIGMAR B. HAUKSSON Stígvél á tíföldu verði og bilaður bíll

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.