Fréttablaðið - 05.11.2009, Page 24

Fréttablaðið - 05.11.2009, Page 24
24 5. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 UMRÆÐAN Magnús Orri Schram skrifar um sprotafyrirtæki Nýlega var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp sem veitir ein- staklingum og fyrirtækjum skatta- frádrátt frá tekjum vegna kaupa á hlutabréfum í sprota- og nýsköpunar- fyrirtækjum. Til að uppfylla skilyrði um nýsköpun þurfa fyrirtækin að fá vottun hjá Rannís um nýnæmi starfsemi þeirra. Frumvarpið leysir vonandi úr læðingi eitthvað af því fjármagni sem nú liggur í bankakerfinu og styrkt gæti vaxtarbrodda atvinnulífsins. Hér er að einhverju leyti verið að endurvekja gamla skattaafsláttinn til hlutabréfakaupa en beina honum þó eingöngu til nýsköpunarfyrirtækja. Einn hængur er hins vegar á – aðeins lítill hluti almennings þekkir til sprotafyrirtækj- anna sem um ræðir og nauðsynlegt er að einhver ábyrgist fjárhagsupplýsingar þeirra. En þar leynast sóknarfæri fyrir Kaup- höllina. Mikilvægt er að Kauphöllin útbúi „hlutabréfamarkað“ ætlaðan fyrir minni nýsköpunarfyrirtæki. Þessi fyrirtæki eru lítil og geta ekki uppfyllt skilyrði til að ger- ast fullgildir meðlimir í Kauphöll. Með vott- un frá Rannís og aðstoð frá Kauphöll væri hins vegar unnt að búa til sérstakan mark- að – þar sem mótaður væri miðlægur vettvang- ur fyrir almenning til að fjárfesta í hlutabréfum á nýjan leik og það í helstu vaxtarbroddunum í íslensku atvinnulífi. Um leið yrði okkar helstu vaxtarsprotum veitt tækifæri til að sækja sér langþrátt fjármagn til uppbyggingar. Höfundur er alþingismaður. Hlutabréfamarkaður fyrir sprotafyrirtæki Þegar Nelson Mandela var kjör-inn forseti Suður-Afríku 1994, einsetti hann sér að stilla til friðar milli hvíta minni hlutans í landinu og svarta meiri hlutans. Að lokn- um sigri Afríska þjóðarráðsins (AÞR), flokks Mandela, í frjáls- um kosningum 1994 hefði AÞR með 63 prósent atkvæða á bak við sig getað myndað sterka meiri- hlutastjórn. Mandela og félagar hans kusu heldur að rétta fram sáttahönd og mynda stjórn með Þjóðarflokknum, sem fékk 20 pró- sent atkvæða. Þjóðarflokkurinn hafði náð völdum 1948 fyrir til- stilli lítils nasistaflokks og hafði æ síðan stjórnað landinu með harðri hendi og hafði meira að segja haldið úti dauðasveitum og sigað þeim á andstæðinga sína úr AÞR auk margvíslegra annarra glæpa og mannréttindabrota. Mandela gerði Willy de Klerk, for- mann Þjóðarflokksins, að vara- forseta sínum, en de Klerk hafði unnið sér það til ágætis að bola P. W. Botha, forhertum, óhefluðum og heilsulausum forseta landsins og flokksbróður sínum, frá völd- um og tekið við stjórn landsins af honum. De Klerk hafði ennfremur tekizt að telja flokksmenn sína og hvíta minni hlutann (tíu prósent af mannfjöldanum) á nauðsyn þess að afnema lögbannið gegn AÞR, leysa Mandela og aðra pólitíska fanga úr haldi og semja við AÞR um nýja stjórnarskrá. Þannig gátu kosningarnar 1994 farið fram í friði og spekt. Þjóðarflokkurinn hvarf úr stjórninni 1996 og lognaðist út af. Máttur fyrirgefningarinnar Fyrirgefningar- og sáttastefna Nelsons Mandela vakti deilur meðal samherja hans í AÞR. Þeim fannst sumum hann leggja meiri rækt við að halda hvítu illvirkj- unum í Þjóðarflokknum góðum en við að rétta hlut svarta minni hlutans, sem hafði farið alls á mis af völdum minni hlutans. Mandela var á öðru máli líkt og erkibiskup- inn í Höfðaborg, Desmond Tútú, sem hafði einnig háð harða bar- áttu gegn aðskilnaðarstefnunni. Þeir félagarnir litu svo á, að frið- ur, sátt og traust milli kynþátt- anna væru forsenda þess, að tak- ast mætti að bæta þann skaða, sem aðskilnaðarstjórnin hafði valdið svarta meiri hlutanum, og byggja upp framgangsríkt og friðsælt samfélag. Ellegar myndi hvíti minni hlutinn hefja borgara- styrjöld. Mandela og Tútú höfn- uðu kröfum um réttarhöld yfir meintum glæpamönnum líkt og í Nürnberg 1945-49, þar sem stríðs- glæpamenn nasista voru margir dæmdir til dauða eða fangavistar. Einhliða réttlæti sigurvegarans tryggir hvorki iðrun né fyrirgefn- ingu og ekki heldur uppgjör við liðna tíð. Mandela, Tútú og sam- herjar þeirra vildu heldur gera upp fortíðina með því að bjóða mönnum að játa sakir sínar fyrir sérstakri Sannleiks- og sáttanefnd gegn skilyrðislausri sakaruppgjöf. Síðan mætti höfða dómsmál gegn þeim, sem ekki þekktust boðið. Sannleikurinn væri engin trygg- ing fyrir sáttum, en fullar sættir væru óhugsandi nema sannleik- urinn væri leiddur í ljós. Án upp- gjörs myndu sárin aldrei gróa. Sannleiks- og sáttanefndin Þjóðarflokkurinn fordæmdi hug- myndina um sannleiks- og sátta- nefnd og varaði við „nornaveið- um“. De Klerk og flokkur hans töldu, að nefndin myndi ýfa upp gömul sár og horfa fram hjá hryðjuverkum AÞR. Þeir mæltu með alhliða sakaruppgjöf. Innan AÞR heyrðust raddir um skaða- bótakröfur á hendur hvíta minni hlutanum, sem hafði rakað saman auði í krafti aðskilnaðarstefnunn- ar. Mandela bauð málamiðlun: Sannleiks- og sáttnefndin myndi fjalla eingöngu um gróf mannrétt- indabrot, en ekki um rangsleitni aðskilnaðarstefnunnar að öðru leyti. Desmond Tútú var falið að stýra nefndinni. Í fyrstu virtist enginn ætla að gefa sig fram, og þá brast stíflan. Ein fimm manna dauðasveit ríkisstjórnar- innar steig fram og játaði á sig sextíu morð. Fleiri komu í kjöl- farið. Nefndinni tókst að svipta hulunni af því, sem allir vissu: Dauðasveitirnar voru ekki einn og einn lögreglumaður, sem sást ekki fyrir og gekk of langt líkt og Þjóðarflokkurinn hélt fram, held- ur voru þær meðvitaður og mark- viss hluti stjórnarstefnunnar eftir 1980. Þeir Þjóðarflokksmenn, sem þóttust ekki vita um ódæðisverkin eða vildu ekki vita um þau, urðu nú að horfast í augu við sannleik- ann. Það var kjarni málsins. Hlut- verk nefndarinnar var öðrum þræði að tryggja, að vitnisburð- irnir fyrir nefndinni rötuðu inn í kennslubækurnar og þjóðarsög- una. Það tókst. Skömmu áður en nefndin skilaði skýrslu sinni 1998, sýndi hún text- ann nokkrum þeirra, sem helzt komu við sögu. Willy de Klerk og Thabo Mbeki, þá varaforseti landsins og síðan forseti 1999- 2009, brugðust báðir ókvæða við og reyndu að fá Hæstarétt til að stöðva birtingu skýrslunnar. Hvað gerði Tútú? Frestaði hann útgáfu skýrslunnar? Nei, hann greindi blaðamönnum innan lands og utan frá viðbrögðum de Klerks og Mbekis og innsiglaði með því móti útgáfu skýrslunnar á tilskildum tíma. Saga frá Suður-Afríku MAGNÚS ORRI SCHRAM Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON Friður, sátt og sann- leikur Hin áttin Efnt hefur verið til „nýrrar“ Keflavíkur- göngu að undirlagi Einars Bárðarson- ar ofurumba. Tilgangurinn er sá að vekja athygli á bágu atvinnuástandi á Suðurnesjum. Þótt gangan beri sama nafn og Keflavíkurgöngur þær sem herstöðvaandstæðingar þrömmuðu á árum áður, er hún öllu styttri að þessu sinni – gengið verður frá Vogum og að Kúagerði. Í kynningu á uppátækinu hefur hins vegar verið lögð á það all nokkur áhersla að í hinni nýju Keflavíkurgöngu verði gengið í „hina áttina“ ekki þá sem herstöðvarandstæðingar fóru. Hér hefði einhver þurft að dusta rykið af sögubókunum, því herstöðvarandstæðingar gengu ávallt frá Vellinum og til Reykjavíkur. Maraþonmaðurinn Frumkvæði ofurumbans hefur þó þegar hvatt aðra til dáða, til dæmis hernaðarandstæðinginn Stefán Pálsson, sem hefur einsett sér að hlaupa maraþon. „Mér sýnist að skynsamleg lengd á þessu hlaupi mínu verði úr Norðurmýrinni meðfram Öskjuhlíð, niður í Nauthólsvík og til baka. Innblásturinn er fenginn frá fólkinu sem ætlar að ganga Keflavík- urgöngu um helgina – milli Voga- afleggj- arans og Kúagerðis!“ Ekkert einelti Fréttablaðið greindi frá því í vikunni í að Gestur Guðjónsson, formaður kjördæmasambands Framsóknar- flokksins í Reykjavík, hefði látið af trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, af ótta við baktal og róg af hálfu stuðningsmanna Óskars Bergssonar. Á fundi borgarráðs á þriðjudag var samþykkt tillaga um átak gegn einelti. Í hópi flutningsmanna var Óskar Bergs- son. bergsteinn@ frettabladid.isA lþjóðagjaldeyrissjóðurinn er vinsælt skotmark þessa dagana. Helst er að skilja að þessi alþjóðlega stofnun sé stór hluti af þeim vanda sem þjóðin glímir við. Gagnrýnin spannar allt sviðið, frá vinstri til hægri, enda liggur sjóðurinn vel við höggi. Saga hans hingað til er ekki beinlínis vörðuð glæsilegum sigrum og fáir eru til varnar. Þeir sem vilja hins vegar gera sjóðinn að blóraböggli við núverandi aðstæður eru á miklum villigötum. Efnahagsáætlunin sem var endurskoðuð og afgreidd í síð- ustu viku í Washington er höfundarverk þriggja stjórnmála- flokka. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar lagði grunn að áætluninni síðastliðið haust og undir hana skrifuðu, fyrir hönd ríkisins, þáverandi fjármálaráðherra og þáver- andi formaður bankastjórnar Seðlabankans, báðir meðlimir í Sjálfstæðisflokknum. Þessa áætlun gerði Vinstrihreyfingin - grænt framboð að sinni þegar hún settist í ríkisstjórn fyrr á þessu ári. Að auki bless- aði Framsóknarflokkurinn áætlunina með stuðningi sínum við minnihlutastjórn þeirra flokka sem náðu meirihluta í kosningum í vor. Efnahagsáætlunin er sem sagt íslensk í húð og hár. Engu að síður er enn verið að blaðra um að þetta sé áætlun Alþjóðagjald- eyrissjóðsins og hamast á honum fyrir verk sem aðrir bera ábyrgð á. Staðreyndir málsins eru þær að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er ein af þeim stoðum sem íslensk stjórnvöld hafa fengið til að styðja við efnahagsáætlun sína. Ef Ísland kýs svo er hægt að kveðja sjóðinn og afþakka aðstoð hans strax í dag. Hvaða úrræði væru þá í boði er á huldu. Fyrr- verandi og núverandi stjórnarandstæðingar töldu lausnina vera að finna í Noregi. Það reyndist mikill misskilningur. Norðmenn höfðu engan áhuga á að lána okkur nema í samfloti við aðrar þjóðir og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Skýringin á því áhugaleysi var ekki þrýstingur Breta og Hol- lendinga vegna Icesave, eins og hefur verið vinsæl söguskýring á drætti endurskoðunar efnahagsáætlunarinnar í Washington. Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, orðaði ástæðuna skorinort þegar hún sagði að Íslendingar yrðu að axla ábyrgð á þeirri frjálshyggjutilraun sem stjórnvöld hefðu ráðist í að gera. Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með því hversu margir hafa verið tilbúnir að hjóla í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Fulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins hafa í þeim málflutningi skákað í skjóli ábyrgðarleysisins sem felst í því að vera ekki lengur við völd. Innan ríkisstjórnarflokkanna reyndist sjóðurinn aftur á móti hentug fjarvistarsönnun fyrir stjórnleysinu sem ríkti í þeirra röðum vegna Icesave-málsins. Í báðum tilfellum er á ferðinni ákveðin tegund af afneitun á ábyrgð. Annars vegar á eigin gjörðum, hins vegar á því að stýra landinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er auðvelt skotmark. Skálkaskjólið JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.