Fréttablaðið - 05.11.2009, Síða 28
28 5. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR
UMRÆÐAN
Jóhanna Sigurðardóttir skrifar
um efnahagsmál
Nýtt skipurit forsætisráðu-neytisins öðlaðist gildi þann
1. október síðastliðinn. Við endur-
skipulagninguna var m.a. litið til
annarra Norðurlanda og þá eink-
um Danmerkur. Í forsætisráðu-
neytum í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi
og Danmörku eru ekki sérstakar
efnahagsskrifstofur og efnahags-
mál eru ekki skilgreind sérstaklega
á ábyrgðarsviði forsætisráðherra í
þessum löndum.
Finnski sérfræðingurinn Karlo
Jännäri gagnrýndi í ítarlegri
skýrslu sinni til íslenskra stjórn-
valda að efnahagsmál heyrðu undir
of marga aðila hér á landi. Hann
lagði til að efnahagsmál yrðu færð
undir eitt ráðuneyti. Niðurstað-
an varð að færa það hlutverk til
eflds viðskiptaráðuneytis sem ber
nú heitið efnahags- og viðskipta-
ráðuneyti. Með þeirri breytingu
gefst tækifæri til þess að endur-
skipuleggja starfsemi allra sem
áður fjölluðu um efnahags-
mál á vettvangi ríkisins. Í
fámennri og smárri stjórn-
sýslu er afar mikilvægt að
samræma þessi verkefni.
Efnahagsskrifstofa for-
sætisráðuneytisins og efna-
hagsskrifstofa fjármála-
ráðuneytisins hafa verið
sameinaðar í efnahags- og
viðskiptaráðuneytinu og
Seðlabankinn, Hagstof-
an og Fjármálaeftirlitið heyra nú
undir efnahags- og viðskiptaráð-
herrann. Áður var ábyrgð efna-
hagsmála dreifð á þrjá ráðherra og
það gafst því miður ekki vel.
Efnahagsmál forgangsmál
Forsætisráðuneytið mun fyrst
og fremst sinna forystu- og sam-
ræmingarhlutverki innan stjórn-
arráðsins í heild sinni samkvæmt
nýju skipulagi og verkstjórnarhlut-
verk þess verður eflt umtalsvert.
Umfjöllun um efnahagsmál, stöðu
mála og eftirfylgni verður meðal
forgangsmála innan forsætisráðu-
neytisins. Í samræmi við það er í
nýju skipulagi forsætisráðuneytis-
ins sett á fót ráðherranefnd
um efnahagsmál og sam-
skipti við Alþjóðagjaldeyr-
issjóðinn og gildandi efna-
hagsáætlun, undir forystu
forsætisráðherra. Nefnd-
in starfar samkvæmt sér-
stökum reglum og hittist
á vikulegum fundum og
fer yfir stöðu helstu verk-
efna á sviði efnahagsmála.
Í nefndinni eru forsæt-
isráðherra, fjármálaráðherra og
efnahags- og viðskiptaráðherra.
Nefndin kallar eftir atvikum á sinn
fund aðra ráðherra og hagsmunaað-
ila, s.s. Samband íslenskra sveitar-
félaga, aðila vinnumarkaðarins og
fulltrúa viðskiptalífsins.
Fjórar nýjar ráðherranefndir
Auk ráðherranefndar um efnahags-
mál hafa verið settar á fót í for-
sætisráðuneytinu ráðherranefnd-
ir um ríkisfjármál, Evrópumál og
jafnréttismál. Skipulag þessara
nefnda er aðgengilegt á heimasíðu
forsætisráðuneytisins http://www.
forsaetisraduneyti.is/raduneyti/
skipurit/ og munu þær starfa sam-
kvæmt formföstu skipulagi og á
föstum fundum á sama hátt og rík-
isstjórnin. Forsætisráðherra mun
þannig hafa glögga yfirsýn og áhrif
á þessum veigamiklu málefnasvið-
um og jafnframt nýta í hverju máli
fagþekkingu sem liggur í einstök-
um ráðuneytum og stofnunum
þeirra. Þannig eflist þekking og
starfsemi fyrst og fremst á hverju
fagsviði fyrir sig en ekki á sér-
stakri fámennri einingu innan for-
sætisráðuneytisins. Með þessu nýja
skipulagi er jafnframt m.a. mætt
gagnrýni í nýútkominni greinar-
gerð starfsmanna Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins þar sem smæð íslenskra
stofnana er gagnrýnd.
Bætt úr ágöllum
Ísland hefur allt frá um 1980 verið
í hópi hagsælustu þjóða heims og
efnisleg lífsgæði verið mikil. Efn-
islegum gæðum var þó misskipt
og fór misskiptingin ört vaxandi
í löngum aðdraganda banka- og
gjaldeyriskreppunnar haustið 2008
þegar hugmyndum nýfrjálshyggj-
unnar var sleppt lausum af helm-
ingaskiptastjórn Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks. Hluti hinna
efnislegu gæða var fjármagnaður
með lánsfé og viðskiptahalli þjóð-
arbúsins var svo mikill og langvar-
andi að harðri lendingu efnahags-
lífsins hafði verið spáð um árabil.
Það er því ekki að ófyrirsynju sem
„útrásartíminn“ svokallaði hefur
fremur verið kenndur við óráð-
síu en raunverulega hagsæld eins
og bent er á í Íslandi 2009, stöðu-
skýrslu Félagsvísindastofnunar
og Hagfræðistofnunar Háskóla
Íslands. Þjóðin geldur nú fyrir
þróun undanfarinna ára með viða-
miklum bakreikningum. Um það
verður ekki deilt að margt brást
hér í stjórn efnahagsmála á löng-
um tíma í aðdraganda hrunsins.
Ástæður þess má meðal annars
rekja til þess að of margir aðilar
voru að fást við stjórn þeirra án
þess að heildarábyrgð væri ljós. Nú
hefur verið bætt úr því og mótaður
grundvöllur til þess að ná heildar-
tökum á stjórn efnahagsmála innan
stjórnarráðsins og stjórnsýslunnar.
Almenningur á heimtingu á því.
Höfundur er forsætisráðherra.
Heildartök á stjórn efnahagsmála
UMRÆÐAN
Vilhjálmur Egilsson skrifar um atvinnu-
mál
Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa að undanförnu fengið á sig
mikla áróðursherferð. Gert er mikið úr því
að þessir aðilar vinnumarkaðarins séu ekki
kjörnir á Alþingi og eigi því ekki að skipta
sér af störfum ríkisstjórnarinnar og Alþing-
is. Þessi áróðursherferð tengist sérstaklega and-
stöðu Samtaka atvinnulífsins við áætlanir um nýja
séríslenska skatta, orku-, umhverfis- og auðlinda-
gjöld, sem hafa sett fjárfestingaráform í orkufrekri
atvinnustarfsemi í uppnám.
Nú hefur ríkisstjórnin sett fram fjárlagafrum-
varp og helstu forsendur þess eru m.a. að fjárfest-
ingar í álverunum í Straumsvík og Helguvík og til-
heyrandi virkjana- og línuframkvæmdir fari í fullan
gang. Ennfremur hangir uppbygging gagnavera og
annarrar orkufrekrar starfsemi, s.s. sólarkísilfram-
leiðslu, á því að uppbygging orkuframleiðslu og
orkudreifingar stöðvist ekki.
Verði ekkert af þessum stóru fjárfestingum í
atvinnulífinu verður ekki einungis mun meira
atvinnuleysi en nú er miðað við, þúsundir fá ekki
vinnu og mörg fyrirtæki lognast útaf, heldur dregst
landsframleiðslan aftur verulega saman og tekjuöfl-
un ríkisins sömuleiðis. Það er ávísun á ennþá meiri
skattahækkanir og frekari niðurskurð.
Samtök atvinnulífsins eru hvorki í ríkisstjórn né
á Alþingi heldur eru þau langstærstu samtök fyr-
irtækja í landinu, smárra sem stórra. Hlutverk SA
er að gera kjarasamninga við verkalýðsfélögin og
vinna að bættum starfsskilyrðum alls atvinnulífs-
ins. Við gerð kjarasamninga koma starfsskilyrði
atvinnulífsins óhjákvæmilega til umfjöllunar því
að þau marka þann grunn sem launahækkanir til
starfsfólks fyrirtækja hvíla á.
Hingað til hefur það verið talið jákvætt að ríkis-
stjórnir eigi gott samstarf við Samtök
atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og
aðra hlutaðeigandi vegna þeirra breytinga
sem eru á döfinni vegna starfsskilyrða fyr-
irtækja og hags fólksins í landinu. Venju-
lega hafa ríkisstjórnir talið sig hafa þau
sameiginlegu markmið með aðilum vinnu-
markaðarins að bæta starfsskilyrði fyrir-
tækja og möguleika þeirra til að skapa ný
störf og hækka laun.
Áróðursherferðin núna gegn bæði Sam-
tökum atvinnulífsins og Alþýðusambandi Íslands
gengur hins vegar út á að andstaða gegn óskynsam-
legum skattahækkunum sem koma í veg fyrir fjár-
festingar og aukna atvinnu sé ólýðræðisleg og sér-
stök tjónkun við tiltekin fyrirtæki. Samt er ljóst að
stóraukið atvinnuleysi, tekjumissir, fleiri gjaldþrot
fyrirtækja og frekari skattahækkanir munu bitna á
öllum almenningi og öllum fyrirtækjum.
Þau stórfyrirtæki sem hætta við að fjárfesta á
Íslandi hafa nóg tækifæri annars staðar í heiminum.
Reyndar er samkeppni um að fá þessi fyrirtæki til
annarra landa en Íslands. Þau þurfa ekkert á Íslandi
að halda vegna sinnar starfsemi eða vaxtar. Ef rík-
isstjórnin fælir þau frá með sköttum sem eru gegn
anda eða bókstaf þeirra fjárfestingarsamninga sem
gerðir hafa verið við þau verður framtíðaruppbygg-
ing þessara fyrirtækja í öðrum löndum og seglin
verða dregin saman hér á landi.
Samtök atvinnulífsins hafa þá skyldu gagnvart
öllum fyrirtækjum á Íslandi að benda á skaðsemi
þess að fæla burt erlenda fjárfesta og hafa atvinnu
af fólki og verkefni af fyrirtækjum.
Þess vegna andmæla Samtök atvinnulífsins
þeim áróðri að þau eigi að fara í skoðanabann og
tjáningarbann í þessu máli.
En ætlar ríkisstjórnin að fallast á að fara í
hlustunarbann vegna þessa máls?
Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins.
Skoðanabann, tjáningarbann
og hlustunarbann? UMRÆÐAN
Steingrímur J. Sigfússon
skrifar um nýsköpun
Efnahagshrunið hefur með heldur óþægi-
legum hætti kennt okkur
mikilvægi þess að marka
og framfylgja efnahags-
stefnu til lengri tíma. Auk
þess að sporna við óhóf-
legum lántökum, halda verðbólgu
í skefjum, viðhalda stöðugum
gjaldmiðli og lágum vöxtum þarf
slík stefna að stuðla að fjölbreyttu
atvinnulífi. Þannig eykst sveigjan-
leiki hagkerfisins og auðveldara
verður að bæta þann skaða sem
orðið hefur sem og að bregðast við
þeim áföllum sem kunna að skella
á okkur í framtíðinni.
Veturinn fram undan verður erf-
iður en þegar horft er lengra fram
veginn er ljóst að þar liggja mörg
tækifæri sem geta, ef þau eru nýtt
á réttan hátt, stuðlað að sterkara
og sjálfbæru hagkerfi. Þrátt fyrir
að mikil áhersla sé nú á stórfram-
kvæmdir í umræðu um efnahags-
og atvinnuuppbyggingu er ljóst
að til lengri tíma litið skipta aðrir
hlutir meira máli.
Það er almennt viðurkennt á
meðal hagfræðinga að nýsköpun
skiptir sköpum þegar kemur að
því að auka velferð almennings,
fjölga störfum og auka samkeppn-
ishæfni landa. Í samstarfsyfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar er lögð
áhersla á uppbyggingu fjölbreytts
atvinnulífs og þar er nýsköpun
lykilatriði. Þannig sýna kannanir
að vel helmingur af samanlagðri
þjóðarframleiðslu Evrópulanda
kemur frá litlum og með-
alstórum fyrirtækjum.
Allt að 70% nýrra starfa í
hinu almenna atvinnulífi
verða til í nýjum smáfyr-
irtækjum eða litlum eða
meðalstórum fyrirtækjum
í vexti.
Til þess að nýsköpun
geti þrifist og dafnað
þarf að skapa þeim sem
að henni starfa góð skil-
yrði. Í þeim tilgangi hafa nú verið
lögð fram frumvörp á Alþingi sem
ætlað er að bæta starfsumhverfi
sprota- og nýsköpunarfyrirtækja.
Frumvörpin fela í sér lagalega
umgjörð um nýsköpunarstarf-
semi og breytingu á skattalegum
atriðum til að skapa hvata fyrir
nýsköpun og þróun í bæði nýjum
og rótgrónum fyrirtækjum. Vonir
standa til að af leiði umtalsverð
fjölgun starfa við rannsóknir
og þróunarstarf innan íslenskra
fyrirtækja.
Allir þeir er þekkja til nýsköp-
unar og frumkvöðlastarfsemi vita
að ótal hindranir eru í vegi fyrir
því að árangur náist jafnvel þó að
sú hugmynd sem lagt er af stað
með líti vænlega út. Það er einlæg
von mín að með þessum aðgerðum
sé ríkisstjórn og Alþingi að koma
þannig til móts við frumkvöðla-
starfsemi að verulegur árangur
náist. Ef vel tekst til mun kraft-
mikil nýsköpun varða veginn við
endurreisn íslensks efnahagslífs
og leggja grunn að fjölgun starfa
og stöðugu og framsæknu hagkerfi
til langrar framtíðar. Oft var þörf
en nú er nauðsyn.
Höfundur er fjármálaráðherra.
Nýsköpun varðar veginn
STEINGRÍMUR J.
SIGFÚSSON
JÓHANNA SIGURÐ-
ARDÓTTIR
VILHJÁLMUR
EGILSSON
*
M
.v
. 1
5
0
þ
ú
su
n
d
k
r.
in
n
le
n
d
a
ve
rs
lu
n
á
m
án
u
ð
i,
þ
.a
. 1
/3
h
já
s
am
st
ar
fs
að
ilu
m
. /
S
já
n
án
ar
á
w
w
w
.a
u
ka
kr
on
u
r.i
s.
66 rósir á ári
fyrir Aukakrónur
Þú getur keypt ilmandi rauða rós á sex daga fresti hjá Blómaverkstæði Binna, Blómalist
eða Sjafnarblómum Selfossi fyrir Aukakrónurnar sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt
– eða eitthvað annað sem þig langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna.
*
AUKAKRÓNUR | landsbankinn.is | 410 4000
Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is
N
B
I h
f.
(L
an
d
sb
an
ki
n
n
),
k
t.
4
71
0
0
8
-2
0
8
0
.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
9
3
16