Fréttablaðið - 05.11.2009, Side 30

Fréttablaðið - 05.11.2009, Side 30
30 5. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Höskuldur Þórhallsson skrifar um stóriðju Í umræðunni að undanförnu hafa málefni stóriðjunnar komið mjög við sögu og þjóðhagsleg þýðing hennar fyrir samfélag- ið. Stóriðjufyrirtækin eru fjögur hér á landi, Alcan í Straumsvík, Elkem á Grundartanga, Fjarða- ál við Reyðarfjörð og Norðurál á Grundartanga. Ekki þarf að deila um það að stóriðjan er mikilvæg og varanleg kjölfesta í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar, hún skapar bæði fjölmörg og vel laun- uð störf og gríðarmiklar útflutn- ingstekjur. Fyrirtækin eru langstærstu og stöð- ugustu kaupendur raf- orku og kringum þau hefur byggst upp annar iðnaður um allt land. Í öllum tilvikum hefur stóriðjan glætt atvinnulíf í nærsamfélagi sínu og stækkað atvinnusvæðin. Samkvæmt skýrslu Hag- fræðistofnunar HÍ frá því í sumar og vistuð er á Net- inu, hefur t.d. íbúum á Vestur- landi fjölgað um 25 prósent frá árinu 1977 er uppbygging hófst með járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Síðan hefur álver bæst við. Samkvæmt sömu skýrslu voru íbúar á Aust- urlandi árið 2003 ríflega 12 þúsund. Þeim hefur fjölgað um rúmlega 1.300 vegna áhrifa af starfsemi Fjarðaáls. 40% útflutningstekna Á Íslandi eru framleidd um tvö prósent þess áls sem framleitt er í heim- inum. Hlutur áliðnaðar- ins af verðmæti vöruútflutnings frá landinu var um 40 prósent 2008 og um 29 prósent af heildar- útflutningstekjunum, sem er ívið meira en verðmæti sjávarafurða. Í nýrri skýrslu OECD um íslensk efnahagsmál er gert ráð fyrir að hagvöxtur taki smám saman við sér 2010, enda sé þá gert ráð fyrir að veruleg stóriðjuáform komist í gang, eins og segir í skýrslunni. Með öðrum orðum: stórfram- kvæmdirnar eru að mati Efna- hags- og framfarastofnunarinnar meðal forsenda þess að hér verði hagvöxtur á ný. Eftirsótt vel launuð störf Íslensku álverin hafa alla tíð greitt starfsfólki sínu almennt hærri laun en kveðið er á um í almennum kjarasamningum enda eru þau og hafa alltaf verið eftirsóttir vinnustaðir með litla starfsmannaveltu. Í skýrslu Hag- fræðistofnunar kemur fram að meðallaun á landinu öllu árið 2005 voru tæpar þrjár milljónir króna. Á sama tíma voru þau á bilinu fjórar til 4,5 milljónir króna, eða 33-50 prósentum hærri í áliðnaði. Meðallaunin eru samkvæmt Hag- fræðistofnun svipuð og að meðal- tali hjá þeim sem starfa við fisk- veiðar eða í veitustarfsemi. Aðeins fjármálaþjónustan greiddi hærri meðallaun en álverin árið 2005 eða 5,1 milljón króna og það var nota bene fyrir hrun. Laun í fjár- málaþjónustu hafa lækkað síðan. Að teknu tilliti til ýmissa áhrifa- þátta segir Hagfræðistofnun að gera megi ráð fyrir að starfsfólk álveranna hafi að jafnaði 20 til 40 prósent hærri laun en það gæti haft annars staðar. Þúsundir starfa Fram hefur komið að á álvers- lóðinni við Reyðarfjörð starfa um 700 manns, 450 hjá álverinu sjálfu og aðrir 250 í fullu starfi á vegum ýmissa verktaka, en alls starfa hjá stóriðjufyrirtækjun- um fjórum, beint og óbeint, um tvö þúsund manns. Þá eru ótalin störf þeirra aðila sem hafa fulla atvinnu beinlínis vegna starf- semi fyrirtækjanna. Hagfræði- stofnun segir að alls megi áætla að kaup álfyrirtækjanna þriggja á innlendri vöru og þjónustu árið 2008 hafi numið um 25 milljörðum króna, innlendar launagreiðslur um 10 milljörðum króna og opin- ber gjöld til ríkis og sveitarfélaga um 2,5 milljörðum króna. Álver á Bakka Mikill meirihluti íbúa í Þingeyj- arsýslum og á Norðurlandi áttar sig á þessum tölum og bláköld- um veruleikanum. Það er fyrst og fremst hans vegna sem vonir eru bundnir við álver á Bakka við Húsavík. Þar með nýttist líka sú umhverfisvæna orka sem er til staðar í héraðinu og nýta má til að skapa meira en eitt þúsund störf. Slíkt myndi glæða atvinnulífið á öllu Norðurlandi. Heimamenn hafa skoðað fjölda annarra kosta og velt við mörgum steinum. Álver var niðurstaðan og stjórnvöldum ber að aðstoða við þá atvinnuupp- byggingu sem hagkvæmust er fyrir héraðið í stað þess að leggja steina í götu heimamanna. Að sama skapi mættu aðilar vinnu- markaðarins ásamt samtökum atvinnulífs og iðnaðar aðstoða í baráttunni af meiri krafti. Stöndum vörð um grunnstoðirnar Íslenska þjóðin stendur frammi fyrir miklum vanda. Ekkert verð- ur henni til bjargar nema að hér fái þrifist öflug atvinnustarfsemi sem skapar tekjur til að standa straum af okkar dýrmæta velferð- arkerfi. Fyrirtækin í landinu eru því forsenda þess að kreppunni ljúki. Því sætir andúð þingmanna Samfylkingar og Vinstri grænna í garð atvinnulífsins, einkum stór- iðjunnar, mikilli furðu. Gamal- kunn slagorð frá byrjun síðustu aldar virðast hafa gengið í end- urnýjun lífdaga því nú eru þeir, sem vilja flýta fyrir lokum þjóð- arkreppunnar með því að treysta grunn atvinnulífsins, sakaðir um að gæta einungis hagsmuna stór- fyrirtækjanna, „fjármagnsins og auðvaldsins“ gegn hagsmun- um þjóðarinnar. Lenín hljómar í eyrum á ný. Okkur sem viljum standa vörð um hið norræna vel- ferðarkerfi sem hefur byggst upp á síðasta áratug er hins vegar fyrirmunað að skilja hvernig það á að geta þrifist verði grunnstoð- unum kippt undan því. Ef Lenín á að vísa ríkisstjórninni veginn út úr kreppunni – þá er þjóðin fyrst í vanda! Höfundur er alþingismaður. Vísar Lenín leiðina? HÖSKULDUR ÞÓRHALLSSON Fyrirtækin í landinu eru því forsenda þess að kreppunni ljúki. Því sætir andúð þing- manna Samfylkingar og Vinstri grænna í garð atvinnu- lífsins, einkum stóriðjunnar, mikilli furðu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.