Fréttablaðið - 05.11.2009, Page 33

Fréttablaðið - 05.11.2009, Page 33
FIMMTUDAGUR 5. nóvember 2009 3 Tískuvika í Kína Tískuvika stendur yfir í Peking í Kína frá 2. nóvember til 10. nóvember. Þar sýna nærri 70 tískuhönnuðir hvað ber hæst í tísku næsta sumars. Bæði innlendir og erlendir tísku- hönnuðir tóku þátt í tískuvikunni í Kína en markaðurinn fyrir fal- leg föt þar í landi fer ört vaxandi með aukinni efnishyggju. Hér gefur að líta nokkra af þeim kjólum sem sýndir voru á fyrsta degi tískuvikunnar og ljóst að fjölbreytnin ræður ríkj- um auk þess sem hönnuðir eru ekki hræddir við litadýrð. - sg Fallegt fiðrildi á kínverskum tískupalli. Fallega kóngablár kjóll með gylltu skrauti. Íburðar- miklir og fagrir kjólar sem minna á gamla tíma. Glæsilegt svart pífupils. Hugmynda- auðgi hönnuðanna er mikil. Í nýjasta tölublaði tímaritsins Out- side – Buyers Guide voru 293 vetr- arvörur prófaðar og eru buxurnar Glymur Shoftshell frá 66°Norður þar efstar á blaði. Þar segir að buxurnar séu töff og meðal annars upplagðar í skíðaferðina og úti- leguna. Enn fremur segir að þær séu vindheldar og haldi viðkom- andi þurrum og heitum við hvaða aðstæður sem er. „Við verðum alltaf jafn ánægð með umfjöllun sem þessa og erum þessu vitanlega sammála en efnið í buxunum er bæði teygjan- legt og slitsterkt ásamt því að vera vatnsfráhrindandi og 98 prósent vindhelt,“ segir Helga Viðarsdótt- ir, markaðs- stjóri 66°Norð- ur. „Merkið er nú fáan- legt í tut- tugu lönd- um og er allt- af að verða þekktara en það má í raun segja að það sé farið að lifa sjálfstæðu lífi,“ bætir hún við. Outside Magaz- ine er eitt stærsta útivistartímarit Bandaríkjanna en það er gefið út mánaðarlega í 687.916 eintök- um. - ve 66°Norður sífellt þekktara BUXUR FRÁ 66° NORÐUR ERU EFSTAR Á BLAÐI Í UMFJÖLLUN OUT- SIDE MAGAZINE UM VETRARVÖRUR. Buxurnar þykja töff og upplagð- ar í skíðaferð- ina. MYND/66°NORÐUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.