Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.11.2009, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 05.11.2009, Qupperneq 42
 5. NÓVEMBER 2009 FIMMTUDAGUR8 ● neyðarkall „Unglingastarfið er mjög gef- andi, maður lærir alveg hell- ing og kynnist krökkum með sameiginleg áhugamál,“ segir Sölvi Logason, meðlimur í ungl- ingadeildinni Kletti, sem starf- ar undir björgunarsveitinni Suðurnes en hann hefur verið virkur í deildinni á þriðja ár. „Félagi minn dró mig á fund eftir kynningu í skólanum. Hann hætti reyndar fljótlega en þá var ég kominn með bakteríuna og er enn með hana. Það sem ég hef lært í þessu starfi mun nýt- ast mér alla ævi, hvort sem er á ferðalögum eða í hinu daglega lífi,“ segir Sölvi og nefnir meðal annars hvernig bregðast skuli við erfiðum aðstæðum í lífinu og þá ekki bara þegar slys eða óhöpp gerast . „Útivistarskólinn á Gufuskál- um er líka frábært fyrirbæri. Þar koma saman krakkar með áhuga á útivist og læra skyndi- hjálp, rötun og ferðamennsku svo fátt eitt sé nefnt. Mikið af náminu er verklegt, við fórum til dæmis í klifur, sig, þyrluflug og siglum á sjónum. Þekkinguna lærum við svo að nýta okkur, meðal annars í löngum göngu- ferðum.“ Nokkuð er um að meðlimir unglingadeilda björgunarsveita sæki Útivistarskólann en Sölvi segir að hann sé ekki síður fyrir aðra unglinga. „Allir sem hafa áhuga á útivist og vija læra meira ættu að mæta, þetta er bara snilld.“ Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í unglingadeild geta haft samband við skrifstofuna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og fengið allar upplýsingar um hvar unglingadeildirnar eru staðsettar og hvenær fundirnir eru. Og svo er bara að mæta. Þetta er bara snilld Sölvi Logason segir starf í unglinga- deild búa sig vel undir lífið. Íslenska alþjóðabjörgunar- sveitin á heimsmælikvarða Alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar vinnur eftir samkomulagi milli utanríkisráðuneytisins og Slysavarna- félagsins Landsbjargar og í umboði íslenska ríkisins er sveitin á viðbragðslista Sameinuðu þjóðanna. ● ENDURSKINSMERKI Slysavarnafélagið Landsbjörg og félagseiningar þess hafa í mörg ár stuðlað að aukinni notkun almennings á endur- skinsmerkjum, meðal annars með því að gefa endurskins- merki. Með notkun endur- skinsmerkja er hinn almenni vegfarandi að auka öryggi sitt til muna, hann sést fimm sinnum fyrr þegar hann lend- ir í ljósgeisla bíls miðað við þann sem er ekki með endur- skin. Best er að velja fatnað sem er með endurskini á. Ef endurskin er ekki til staðar á fatnaðinum þarf að hafa laus endurskinsmerki á sér. Endur- skinsmerkin þurfa að vera þannig staðsett að ljósgeisli frá bíl falli á þau hvort sem bíllinn kemur á móti eða aftan að vegfaranda. Allar nánari upplýsingar á heimasíðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar, það er að segja á www.landsbjorg.is. ● NEYÐARSKÝLI Saga neyðarskýla á Íslandi hófst ekki fyrr en á síðustu öld. Fyrsta skýlið var reist á Skeiðarársandi árið 1904, í kjölfar hörmulegs slyss árið áður þegar þýskur togari fórst. Fyrsta neyðarskýli félagsins var reist á Ingólfshöfða 1912 en umtalsverð uppbygging á þessu sviði varð ekki fyrr en um 1940 er félagið fór að reisa skýli á söndum Skaftafellssýslna. Upp úr 1950 byrjaði félag- ið að reisa skýli uppi á hálendinu og við vegi landsins og eru skýlin nú í dag 67 talsins, öll í eigu björgunarsveita eða slysavarnadeilda sem sjá alfarið um þau. Íslendingar þykja státa af einni fremstu rústabjörgunarsveit í heiminum. Alþjóðabjörgunarsveit Slysa- varnafélagsins Landsbjargar er ein fremsta rústabjörgunarsveit- in í heiminum. Í september síð- astliðnum var sveitin tekin út af Sameinuðu þjóðunum og fékk þar með gæðastimpil sem aðeins fjór- tán sveitir í heiminum hafa fengið hingað til. Það hefur alltaf verið ríkt í Ís- lendingum að vera tilbúnir að hjálpa fólki sem er í nauðum statt. Í hjartnær 100 ár hafa björgunar- sveitir sinnt þessu hlutverki vel hér á landi og hafa menn horft til þess að geta nýtt þá þekkingu er safnast hefur til að koma öðrum til hjálpar erlendis. Alþjóðabjörgunarsveit Slysa- varnafélagsins Landsbjargar var stofnuð árið 1999. Hún vinn- ur eftir samkomulagi milli ut- anríkisráðuneytisins og Slysa- varnafélagsins Landsbjargar og í umboði íslenska ríkisins er sveitin á viðbragðslista Samein- uðu þjóðanna. Sveitin fór í sitt fyrsta útkall árið 1999 þegar hún fór til Tyrk- lands í kjölfar jarðskjálftanna sem urðu þar en þá létust meira en 18 þúsund manns. Árið 2003 fór sveitin til Alsír í kjölfar jarð- skjálfta þar og í byrjun árs 2004 var farið til Marokkó. Auk þess fóru fjórir félagar úr ÍA í sjúkra- flug til Taílands í byrjun árs 2005 eftir flóðin í Indónesíu. Sveit- in var sett í viðbragðsstöðu eftir hryðjuverkaárásirnar í Banda- ríkjunum og fellibylinn Katr- ínu og einnig þegar jarðskjálft- ar urðu í Pakistan 2006 og í Kína 2008.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.