Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.11.2009, Qupperneq 51

Fréttablaðið - 05.11.2009, Qupperneq 51
FIMMTUDAGUR 5. nóvember 2009 31 SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid. is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Jóna Ingibjörg Jónsdóttir skrif- ar um kynheilbrigðismál Heildstæð stefnumótun í málefn-um kynheilbrigðis hefur ekki verið mörkuð hér á landi. Vegna þessa eru enn meiri líkur á að við stöndum ekki vel að vígi til að tak- ast á við afleiðingar kreppunnar hvað varðar kynheilbrigði. Í ljósi núverandi ástands er vert að líta til reynslu Svía af áhrifum efna- hagskreppunnar þar í landi upp úr 1990 á kynfræðslu og kynheil- brigðisþjónustu. Á þeim tíma var dregið mjög úr framlögum til kyn- fræðslu í sænskum skólum. Ára- tug síðar voru Svíar að súpa seyð- ið af þessari aðgerð þegar ýmsum vandamálum sem tengjast kynlífi og frjósemisheilbrigði fór fjölg- andi. Skortur á stefnumótun og heildarsýn í kynfræðslu, forvörn- um og kynheilbrigðismálum bitnar óneitanlega á þeim sem síst skyldi, börnum og unglingum. Því væri það verðugt verkefni að kanna áhrif efnahagshrunsins 2008 hér á landi á kynheilbrigði, ekki síst meðal ungs fólks. Árið 2000 lögðu Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin (WHO) og Pan Am heilbrigðisstofnun- in (PAHO) áherslu á nauðsyn þess að þjóðir heims legðu sitt af mörkum til að skapa kynferðis- lega heilbrigð samfélög. Slík sam- félög grundvallast samkvæmt skýrslu þessara stofnana á átta máttarstólpum, en þeir eru pólit- ísk ábyrgð, skýr stefna, lög, rann- sóknir, menntun og þjálfun þeirra sem veita fræðslu og þjónustu, góð kynfræðsla, menning og eft- irlit. Saman mynda þessir mátt- arstólpar eða áhersluatriði grund- völlinn að kynferðislega heilbrigðu samfélagi. Þróun kynfræðslu og uppbygg- ing kynheilbrigðisþjónustu hér á landi ber þess nokkur merki að heildstæða stefnumótun skorti í báðum þessum málaflokkum. Tökum nokkur dæmi. Pólitísk ábyrgð og skýr stefna eru fyrstu máttarstólparnir. Kynheilbrigði eða kynheilsa er ótvírætt einn af málaflokkum lýðheilsu, en er þó hvergi að finna í núverandi skipuriti Lýðheilsustöðvar. Kyn- sjúkdómavarnir heyra undir sótt- varnasvið landlæknisembættis- ins, en þær eru aðeins einn þáttur af mörgum sem heyra til kynheil- brigðismála. Svo virðist sem hend- ur Lýðheilsustöðvar séu bundnar eigi hún að geta tekist á við mála- flokkinn kynheilbrigði nema laga- breytingar eða ný reglugerð um varnir gegn kynsjúkdómum komi til. Heilsuvísar kynheilbrigðis um árangur kynfræðslu, kynlífsráð- gjafar og forvarna hafa til dæmis ekki verið tilgreindir hér á landi. Kynheilbrigðismál er heldur ekki að finna sem sérstakan málaflokk í heilbrigðisáætlun stjórnvalda til ársins 2010. Þar eru sett fram markmið um að draga úr kyn- sjúkdómum, þungunum unglings- stúlkna og fóstureyðingum. Hins vegar fylgir henni engin ætlun um það hvern- ig framkvæma skuli áðurnefnd markmið. Þótt bæði heilbrigð- isyfirvöld og Heilsugæslan í Reykjavík hafi sett fram mark- mið í því skyni að byggja upp kynheilbrigðis- þjónustu fyrir unglinga hafa enn engar framkvæmdaáætlanir verið settar fram um það hvernig stað- ið skuli að málum. Lög eru þriðji máttarstólpinn. Árið 1975 voru sett lög til að efla kynfræðslu og ráð- gjöf um kynlíf í landinu og gáfu þau góð fyrirheit. Rúmum þrjá- tíu árum síðar er ljóst að minna hefur orðið um efndir en til stóð, til dæmis hvað varðar heildstæða kynfræðslu. Hvergi er að finna opinbera heildarsýn eða stefnu- mörkun í málefnum kynfræðslu fyrir kennara, stjórnendur skóla eða annað fagfólk, en slíkar leið- beiningar má finna víða erlendis. Fimmti máttarstólpinn er mennt- un og þjálfun þeirra sem veita kynfræðslu og ráðgjöf. Í fram- haldsskólum er kynfræðsla og ráð- gjöf í málefnum kynheilbrigðis af skornum skammti. Þar hefur skóla- hjúkrunarfræðingum og forvarna- fulltrúum í þeim skólum, þar sem slíka er að finna, ekki verið gefinn kostur á að sækja reglulega nám- skeið eða fá markvissa þjálfun til að sinna fræðslu og forvörnum í sambandi við málaflokkinn kyn- heilbrigði. Til dæmis er áberandi hvað kynfræðsla virðist brota- kennd þegar litið yfir markmið kynfræðslu í námskrám grunn- og framhaldsskóla. Af þessu má sjá að máttarstólpar kynheilbrigðis- mála á Íslandi standa á brauðfót- um. Hið opinbera á þó ekki ein- göngu að ábyrgjast fræðslu og forvarnir á sviði kynheilbrigðis. Samhliða opinberri stefnumótun í kynheilbrigðismálum er það kost- ur að margvísleg grasrótarsamtök starfi á þessum vettvangi og að gott samstarf sé á milli þeirra og opinberra aðila. Þetta atriði heyr- ir undir sjöunda máttarstólpann, menningu. Í því felst að samfé- lög og félagslegar hreyfingar geta meðal annars stuðlað að opinni umræðu um heilbrigði í kynlífi og lagt sitt af mörkum í að styrkja máttarstólpa kynheilbrigðis. Stjórn Kynfræðifélag Íslands (Kynís), að mínu frumkvæði sem þáverandi formanns, hefur til dæmis beitt sér fyrir því að sett yrði á laggirnar háskólanám í kynfræði. Höfundur er hjúkrunar- og kyn- fræðingur á sviði kynfræðslu og sérfræðingur í klínískri kynfræði (NACS). Hún rekur Kynstur ráð- gjafarstofu, sjá www.kynstur.is. Standa stólpar kynheilbrigðismála á brauðfótum? JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR LANCÔME GJAFADAGAR Í LYFJU LÁGMÚLA, SETBERGI OG LAUGAVEGI FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG Kaupaukinn* þinn þegar þú kaupir 2 Lancôme vörur: ~ Lancôme snyrtibudda ~ Primordiale krem 15 ml ~ Primordiale serum 10 ml ~ Lancôme maskari 2 ml ~ Color Fever varalitur ~ Svartur khol blýantur ~ Magnifique ilmur 5 ml Fyrsti maskarinn sem þéttir og gefur dramatískt útlit. Augnaráð sem dáleiðir. nýr HYPNÔSE DRAMA Verðmæti kaupaukans kr. 13.000 Einnig aðrar gerðir kaupauka Lágmúla 5 – sími 533-2309 Laugavegi 16 – sími 552-4045 Setbergi – sími 555-2306 * G ild ir m eð an b irg ði r e nd as t á k yn ni ng u. G ild ir ek ki m eð 2 B oc ag e eð a 2 bl ýö nt um . E in n ka up au ki á v ið sk ip ta vi n.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.