Fréttablaðið - 05.11.2009, Síða 52
32 5. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR
timamot@frettabladid.is
SAM SHEPARD ER 56 ÁRA Í DAG.
„Lýðræði er mjög viðkvæmt fyrir-
bæri. Maður verður að hlúa að því.
Um leið og við hættum að fara rétt
með það og leyfum því að breytast
í hræðsluáróður, er það ekki lengur
lýðræði, er það? Það er þá eitthvað
annað. Jafnvel mjög nálægt því að
geta kallast einræði.“
Sam Shepard er bandarískt
leikskáld og leikari.
Í Flóahreppi eru þrjú félagsheimili
starfrækt og tvö þeirra eiga afmæli nú
í ár; fimmtíu ár eru síðan félagsheim-
ilið Þjórsárver var tekið í notkun og
sextíu ár frá því að Félagslundur var
tekinn í notkun. Nú á laugardaginn, 7.
nóvember, verður sérstök afmælishá-
tíð í báðum félagsheimilum.
„Dagskráin verður tvískipt en um
daginn verða tónleikar í Þjórsárveri
sem hefjast klukkan 14. Um kvöld-
ið, klukkan 20.30, verður svo kaffi-
samsæti í Félagslundi,“ segir Anný
Ingimarsdóttir í undirbúningsnefnd
afmælisveislunnar.
„Um þrjátíu nemendur frá Tón-
listarskóla Árnessýslu sem búsett-
ir eru í Flóahreppi koma fram, allt
frá forskólanemendum upp í þá sem
lokið hafa efstu stigum. Um kvöldið
munu kvenfélög Gaulverjabæjar- og
Villingaholtshrepps svo bjóða upp á
bakkelsi eins og það var hér fyrir 50-
60 árum, ekta rjómakökur, kleinur og
pönnukökur.“
Um kvöldið munu þeir Jón M. Ívars-
son og Hafsteinn Þorvaldsson flytja
smá tölu um félagsheimilin þar sem
Jón segir frá Félagslundi og byggingar-
sögunni og Hafsteinn, sem kom mikið
að byggingu Þjórsársvers, segir frá
sögu þess. Orðið verður einnig laust.
„Það eru eigendur félagsheimil-
anna sem standa að þessari dagskrá
og vilja með þessu framtaki bjóða
íbúum sveitarfélagsins að heilsa upp
á félagsheimili sín og eiga góða stund
saman. Eigendur félagsheimilanna eru
ungmenna- og kvenfélög sem og Flóa-
hreppur, sem varð til 2006 við sam-
einingu sveitarfélaganna. Ákveðið var
að halda starfsemi allra félagsheimil-
anna við sameininguna og það er alltaf
nóg um að vera í í þeim“, segir Anný
og nefnir þar íþróttastarfsemi, ætt-
armót, veisluhöld og ýmislegt annað.
Einnig sé tjaldstæðið við Þjórsárver
mikið sótt og allar helgar yfir sumar-
tímann fullbókaðar. Félagsheimilið er
einnig notað fyrir mötuneyti Flóaskóla
sem og íþróttakennslu.
juliam@frettabladid.is
STÓRAFMÆLI TVEGGJA FÉLAGSHEIMILA Í FLÓAHREPPI: 50 OG 60 ÁRA GÖMUL
Félagsheimilin ávallt vel nýtt
af heimamönnum og gestum
FÉLAGSHEIMLIÐ FÉLAGSLUNDUR Sextíu ár eru liðin frá því að Félagslundur var tekinn í notkun. Boðið verður upp á „gamaldags“ veitingar um
kvöldið í félagsheimilinu. MYND/ÚR EINKASAFNI
AFMÆLISVEISLA Í FLÓAHREPPI Anný Ingi-
mundsdóttirsegir starfsemi félagsheimilanna
afar fjölbreytta í dag og margir sem komi þar
við á hverju ári. MYND/ÚR EINKASAFNI
Á þessum degi árið 1993 beið fjöldi fólks, um
fimm hundruð manns, við Snæfellsjökul eftir
geimverum sem lenda áttu þar klukkan 21.07
um kvöldið. Fólk sem sagðist vera í sambandi
við geimverurnar sagði þær hafa boðað komu
sína en ekki voru einungis Íslendingar sem biðu
þeirra heldur komu erlendir gestir líka til lands-
ins og fjölmiðlamenn. Geimverurnar létu ekki sjá
sig en mikið var haft við og hélst fólk í hendur og
umlaði í kór.
Margir þóttust finna sterka strauma frá jökl-
inum dagana á undan og Skúli Alexandersson,
fyrrverandi alþingismaður, sem bjó þá á
Hellissandi, sagði að fólk tæki komandi lendingu
geimskipa alvarlega.
Daginn áður hafði fjöldi manns, þar af um 300
útlendingar hist á alþjóðlegri UFO-ráðstefnu hér
á landi þar sem fjallað var um fljúgandi furðu-
hluti og önnur óútskýranleg fyrirbæri. Ráðstefnan
var haldin á Hótel Sögu og talsmaður hennar
var Bretinn Michael Dillon, lögregluforingi á
eftirlaunum, sem sagðist oft og mörgum sinnum
hafa orðið var við fljúgandi furðuhluti á starfs-
ferli sínum.
ÞETTA GERÐIST: 5 NÓVEMBER 1993
Beðið eftir geimverum
SNÆFELLSJÖKULL
MERKISATBURÐIR
1914 Bretar ná Kýpur af Tyrkj-
um.
1960 Ásgrímssafn er opnað við
Bergstaðastræti í Reykja-
vík.
1992 Alþingi fellir tillögu um
þjóðaratkvæðagreiðslu
vegna inngöngu Íslands í
Evrópska efnahagssvæð-
ið.
1994 Ronald Reagan, fyrrver-
andi forseti Bandaríkj-
anna, tilkynnir að hann
þjáist af Alzheimer.
1996 Jökulhlaup í Grímsvötn-
um sem stendur í tvo
daga.
2006 Saddam Hussein, fyrr-
verandi forseti Íraks, er
dæmdur til dauða fyrir
glæpi gegn mannkyni.
2007 Handritshöfundar í Holly-
wood efna til verkfalls.
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
Gunnar J. S. Flóvenz
fyrrverandi framkvæmdastjóri
Síldarútvegsnefndar, Kópavogsbraut 88,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 6. nóvember kl. 15.00.
Sigrún Ólafsdóttir Flóvenz
Ólafur G. Flóvenz Sigurrós Jónasdóttir
Brynhildur G. Flóvenz Daníel Friðriksson
Margret G. Flóvenz Tryggvi Stefánsson
Gunnar Gunnarsson Bera Pálsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær bróðir okkar mágur og frændi,
Ragnar Símon
Magnússon frá Söndum
Einigrund 4, Akranesi,
verður jarðsettur frá Akraneskirkju, þriðjudaginn
10. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast
afþakkaðir.
Ásta Magnúsdóttir Roberts
Aðalheiður Magnúsdótttir
Aldís Albertsdóttir
Guðmunda Stefánsdóttir
frændsystkin og fjölskyldur.
Ástkær sambýlismaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Óli Júlíus Björnsson
frá Siglufirði,
til heimilis að Urðarbraut 2, Blönduósi,
verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn
7. nóvember kl. 14.00.
Sigríður G. Pálsdóttir
Sverrir S. Ólason Björg V. Zophoníasdóttir
Birna Óladóttir Arnar E. Ólafsson
Helga Óladóttir Óskar B. Elefsen
Júlía Óladóttir Reynir Karlsson
afa- og langafabörn.
AFMÆLI
HELGA BRAGA
JÓNSDÓTTIR
leikkona er 45
ára.
BRYAN
ADAMS,
kanadískur
tónlistar-
maður, er
fimmtugur.
ÞORGERÐUR
INGÓLFSDÓTT-
IR kórstjóri er
66 ára.
ART GAR-
FUNKEL,
bandarískur
tónlistarmað-
ur, er 68 ára.
Samgöngumál, íþróttir og útivist
voru íbúum Grafarvogs efst í huga
þegar fundað var um framtíðarskipu-
lag hverfisins í Foldaskóla nýverið.
Um fimmtíu íbúar mættu og tóku
þátt í hugmyndasmiðju ungra arki-
tekta og í vinnuhópum.
Til umræðu í hugmyndasmiðjunni
voru samgöngur, kjarninn í hverf-
inu, skólamál og íþrótta- og útivist-
armál. Líflegar umræður sköpuðust
og áhugi á lífsgæðum íbúanna leyndi
sér ekki.
Samtímis var Myndlistaskólinn í
Reykjavík með smiðju fyrir börnin
í hverfinu þar sem þau gátu skapað
listaverk og leikið sér.
Þetta var í þriðja skipti af tíu sem
Skipulags- og byggingarsvið efnir
til opins húss í hverfum borgarinn-
ar í tengslum við endurskoðun aðal-
skipulags Reykjavíkur. Næst verður
opið hús í Árbæjarskóla í dag frá 17
til 18.30.
Áhugasamir um hverfið sitt
Í GRAFARVOGI Íbúarnir tóku
virkan þátt í hugmyndavinnunni.