Fréttablaðið - 05.11.2009, Page 56

Fréttablaðið - 05.11.2009, Page 56
36 5. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is ath. kl. Á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans í kvöld i verður boðið upp á dag- skrá með þeim Óskari Guðjónssyni saxófónleikara, Davíð Þór Jónssyni píanóleikara, Þorgrími Jónssyni kontrabassaleikara og Matthíasi Má Davíðssyni Hemstock trommu- leikara. Á dagskrá þeirra verða innihaldsríkir Söngdansar Jóns Múla ásamt leynilögum annarra höfunda. Mætt er til landsins Guðrún María Finnbogadóttir sópran sem hefur dvalið lengi í Englandi við nám og störf. Hún heldur tónleika í Hafn- arborg í hádeginu við undirleik Antoníu Hevesi. Guðrún María Finnbogadóttir sópran flytur þar tilfinningaríkar aríur meðal annars eftir Händel. Hefjast tónleikarnir kl. 12.15. Guðrún María Finnbogadóttir stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi árið 1993. Sama ár sigraði hún í Tónvakakeppni Ríkisútvarpsins og kom af því tilefni fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói. Fyrir Íslands hönd fór hún í keppni ungra norrænna tónlistarmanna og varð í þriðja sæti. Hún fór til Ítalíu í nám, þaðan til London þar sem hún var við nám bæði við Guildhall School of Music And Drama og Royal Academy. Hún hefur sungið á ýmsum tónleikum, meðal annars undir handleiðslu Osma Venska og Sir Colin Davis og í óperuuppfærslum í Evrópu, meðal annars á samningi hjá European Opera Centre. Hádegistónleikar hafa verið fastur liður í starfi Hafnarborgar frá árinu 2003. Þeim hefur verið mjög vel tekið og komast stundum færri að en vilja. Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Antonía Hevesi píanóleikari hefur frá byrjun verið listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar en margir af fremstu söng- vurum þjóðarinnar hafa komið fram með henni á hádegistónleikum en fram að jólum verða tónleikarnir helgaðir söngvurum sem hafa markað sér starfsvettvang á erlendri grund. Guðrún María á tónleikum í dag TÓNLIST Guðrún María Finnbogadóttir sópran. > Ekki missa af Föstudagskvöld á Græna hattinum er undirlagt af Hundi í óskilum kl. 21.30. Forsala er í Eymundsson. Á laugardags- kvöld verður hagyrðingakvöld. Birgir Sveinbjörnsson reynir að hafa stjórn. Pétur Péturs- son, Reynir Hjartarson, Árni Jónsson, Einar Kolbeinsson og Hjálmar Freysteinsson kveðast á. Um söngatriði sér Karlakór Eyjafjarðar en gamanið hefst kl. 21. Í dag kl. 17 verður sýning í Regnboganum á kvik- myndum, vídeóverkum eftir Gjörningaklúbbinn, Cur- ver, Bjarna Massa og samstarfsmynd 16 íslenskra og pólskra listamanna í tengslum við Sequences-hátíð- ina. Sýndar verða myndirnar Vitaskuld, Auðvitað! eftir Gjörningaklúbbinn, vídeóverk frá gerningi þeirra 17. maí síðastliðinn er átti sér stað í Garðskaga- vita ásamt lúðrasveitinni Svaninum. Verkin Four New York Minutes og Ode to An Ode eftir Curver, en annað verkið er einnar mínútu gern- ingur í New York og hitt er vídeóverk tileinkað verki Finnboga Péturssonar Ode, unnið í samstarfi við Rafskinnu tímarit. Þá verður einnig sýnt verkið an Exquisite Corpse in Nikisialka, sem var tekin upp í Nikisialka í Pól- landi þar sem 16 íslenskir og pólskir listamenn dvöldu og störfuðu sumarið 2008. Allir listamennirn- ir unnu að gerð myndarinnar í samstarfi við kvik- myndagerðarmanninn Þorgeir Guðmundsson, en verklag myndarinnar byggist á hugmyndinni um teiknileikinn exquisite corpse, þar sem margir aðil- ar teikna eina teikningu en vita ekki hvert myndefni þess sem á undan teiknaði er. Kvikmyndin er þannig byggð upp; Þorgeir lék aðalhlutverkið og sagði mis- munandi leikstjórum síðasta ramma þess er á undan var. Hver listamanður eða leikstjóri fékk tvær mínútur. Að lokum verður sýnd 30 mínútna heimildarmynd um það þegar Sirkus bar var fluttur af Kling & Bang gallerí til London á Frieze-listamessuna haustið 2008. Þar gefur að líta brot af því sem þar fór fram og þeirri stemningu sem þar var. Aðgangur er ókeypis og verða þessar myndir ein- ungis sýndar á þessum tíma. Sýningarnar eru hluti af Sequences-listahátíðinni sem nú stendur yfir. - pbb Gerningar fara á kvikmynd Pelleas og Mélisande með Hrólf Sæmundson í titilhlutverkinu slær í gegn hjá gagnrýnendum í þýskalandi. Uppsetning óperunn- ar í Aachen á Pelléas og Mélisande eftir Claude Debussy hefur held- ur betur slegið í gegn hjá gagn- rýnendum í þýskalandi, en það er Hrólfur Sæmundsson sem fer með annað titilhlutverkið, hlutverk Pelléasar. Hrólfur hóf nýverið störf við óperuna í Aachen, og syngur þar í vetur, auk hlutverks Pelleasar, hlut- verk Papagenós í Töfraflautunni, og Fords í Falstaff eftir Verdi. Að auki var honum nýverið boðið titil- hlutverk óperunnar Évgení Onegin eftir Tsjaíkovskí sem sett verður upp á næsta ári. Hér að neðan eru brot úr umfjöll- unum fjölmiðla um sýninguna Pell- éas og Mélisande, en hún var frum- sýnd sunnudaginn 25. október og verður sýnd út leikárið. Grenzland tímaritið segir: „Síð- asti fundur elskendanna, áður en Golaud drepur bróður sinn, er raddlegur hápunktur sýningar- innar: Michaela Maria Mayer og Hrólfur Sæmundsson svífa milli fagurfræðilegs formleika og lýr- ískrar ákefðar. List söngvaranna og blæbrigðaríkur leikur hljóm- sveitarinnar heillaði áhorfendur.“ Gagnrýnandi WDR útvarps- stöðvarinnar segir í umsögn sinni: „Hljómsveitarstjórinn Marcus R. Bosch leiddi hljómsveitina gegnum þetta dularfulla og ótrúlega marg- ræða verk á þann hátt að hafið er yfir allan efa að Sinfóníuhljóm- sveit Aachen var vandanum vaxin og meira til; það var sko ekki að ástæðulausu að fullur salur hyllti hljómsveit og stjórnanda hennar. Söngvararnir höfðu greinilega allir unnið heimavinnu sína, þar var fremstur í flokki ungur söngv- ari sem steig þar í fyrsta sinn á óperusviðið í Þýskalandi, Hrólf- ur Sæmundsson. Rödd hans hafði fagran dökkan blæ þrátt fyrir hæð- ina sem hlutverkið krefst, nokkuð sem hentaði þessu dulúðlega verki ákaflega vel. … Áhorfendur voru stórhrifnir, og fagnaðarlætin voru óvenju mikil, ekki síst með tilliti til þess að oftast hrífur þessi ópera aðeins sérfræðingana, en ég hef það á tilfinningunni að í Aachen verði þetta ópera fólksins.“ - pbb Hrólfi hrósað TÓNLIST Hrólfur Sæmundsson lengst til hægri í hlutverki sínu í Achen. mynd Wil van Lersel. Hófst landnám Ísland tveimur öldum fyrr en ætlað hefur verið, það er árið 670? Þessari spurningu varpar Páll Theodórsson fram í hausthefti Skírnis. Þar andmælir hann þeim sagnfræðingum og fornleifafræðingum sem vefengt hafa niðurstöð- ur aldursgreininga með svonefndri kolefni-14 aðferð, og telur engin efni til þess að hafna þeim greiningum. Er óhætt að búast við fjörugri umræðu um grein Páls. Halla Gunnarsdóttir fjallar í athyglisverðri grein um kenningar um norrænt öryggissamstarf og byggir á ítarlegum viðtölum við málsmetandi aðila á öllum Norðurlöndum. Kemur meðal annars fram hjá henni að litlar sem engar líkur séu á að Svíar og Finnar taki þátt í loftrýmisgæslu að svo stöddu en hugmyndin var sett fram af Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkis- og varnar- málaráðherra Noregs, og er ein þrettán tillagna um nánara samstarf Norðurlandanna í örygg- is- og varnarmálum. Enn fremur er í Skírni fjallað um síðustu atburði hérlendis, bæði í grein Ólafs Páls Jónssonar um lýðræði og réttlæti á Íslandi í tengslum við haustið 2008, og í umsögn Benedikts Jóhannessonar um bækur sem birst hafa hérlendis um hrunið. Forvitnileg bókmenntaumfjöllun er í heftinu: Davíð Kristinsson skrifar um Ibsen, Brúðuheimilið og kvenfrelsiskenningar, Björn Þór Vilhjálmsson skrifar um Guðsgjafaþulu Laxness og Bergljót Soffía Kristjánsdóttir skrifar um bók Þorsteins Þorsteinssonar um Sigfús Daðason. Pétur Knútsson fjallar um til- viljun og orsakasamhengi í ljósi málsög- unnar, Helgi Skúli Kjartansson er með skemmtilega viðbót um söguskilning íslenskra sósíalista og Kristján Árnason minnist Helga Hálfdanarsonar. Í ritröðinni „skáld um skáld“ fjallar Gerður Kristný um Svövu Jakobsdóttur og þau Steinar Bragi og Kristín Eiríksdóttir birta frumsamdar smásögur í Skírni að þessu sinni. Þá eru í heftinu átta ættjarðarástarsöngvar eftir Þorvald Gylfason, en birting frumsaminna laga er nýnæmi. Myndlistarmaður Skírnis er Ragnar Kjartansson og bregður Halldór Björn Runólfsson óvæntri birtu á umdeilda sýningu hans í Feneyjum á þessi ári. Haust- hefti Skírnis er röskar 270 blaðsíður að stærð. Ritstjóri er Halldór Guðmundsson en útgefandi er Hið íslenska bókmenntafélag. NÝTT TÍMARIT MYNDLIST Gjörningaklúbburinn er kominn á ræmu með lúðra- sveit og vita. MYND FRETTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.