Fréttablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 58
38 5. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 5. nóvember 2009 ➜ Tónleikar 12.00 Antonía Hevesi píanóleikari og Guðrún María Finnbogadóttir sópran flytja aríur eftir meðal annars Händel á hádegistónleikum hjá Hafnarborg við Strandgötu í Hafnarfirði. 20.00 Tónleikar til styrktar Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilis- ofbeldi, verða haldnir í Akureyrarkirkju. Fram koma Karlakór Akureyrar og Geysis, Friðrik Ómar, Óskar Pétursson, Inga Eydal, Hundur í óskilum og Heimir Ingimarsson. 20.30 Edda Erlendsdóttir píanóleikari flytur verk eftir J. Haydn á tónleikum í tónlistarhúsinu Laugarborg í Eyjafjarðarsveit. 21.00 Óskar Guðjónsson og félagar flytja lög eftir Jón Múla og fleiri á tón- leikum sem fram fara í Jazzkjallaranum á Cafe Cultura við Hverfisgötu 18. 22.00 Hoffman heldur útgáfutónleika á Sódóma Reykjavík við Tryggvagötu. Einnig koma fram á tónleikunum Súr og Júníus Meyvant. ➜ Fundir 17.00 Opinn fundur verður um varð- veislu grásleppuskúranna og annarra minja í Grímsstaðavör. Fundurinn fer fram í Víkinni, Sjóminjasafni Reykjavíkur. Nánari upplýsingar á www.minjasafn- reykjavikur.is. ➜ Sjónlistahátíð Sjónlistahátíðin Sequ- ences 2009 stendur yfir til 7. nóv. Nánari upplýsingar og dagskrá á www.sequences.is. 17.00 Kvikmyndasýning í Regnboganum. Sýnd verða verk eftir Gjörn- ingaklúbbinn, Curver Thoroddsen, Bjarna massa ásamt verki eftir 16 íslenska og pólska listamenn. 20.00 Egill Sæbjörnsson flytur gjörn- inginn „The Mind“ ásamt listakonunni Marciu Moraes, í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. ➜ Pub Quiz 20.00 Fótbolta Pub Quiz verður haldið á Enska barnum við Austurstræti. Veg- leg verðlaun og enginn aðgangseyrir. Nánari upplýsingar á www.sammarinn. com. Leiklist ★★★ Sindri silfurfiskur Eftir Áslaugu Jónsdóttur Leikur: Elva Ósk Ólafsdóttir. Leikraddir: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Birgitta Baldurs- dóttir, Björn Thors, Edda Arnljótsdóttir, Friðrik Friðriksson, Kjartan Guðjónsson, Ólafur Egill Egilsson, Valur Freyr Einarsson, Vignir Rafn Valþórsson, Þórhallur Sigurðsson. Brúðugerð: Una Collins, Bjarni Stefánsson, Jón Benediktsson, Erna Gunnarsdóttir og Stefán Jörgen Ágústsson. Brúðustjórnun: Aude Maina Anna Busson, Karolina Boguslawa og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir. Hljóðmynd: Kristinn Gauti Einarsson. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Margir góðir fjörfiskar í Kúlunni Á laugardaginn var enn ein frumsýningin á vegum Þjóðleikhússins, nánar tiltekið í Kúlunni þar sem spriklandi gullfiskar í búri láta til sín taka og í sér heyra. Lagleg lítil sýning sem yngstu áhorfendunum svo sannarlega líkaði við enda góð samtöl og skýr, millum ýmissa fiska í hafinu. Mátulega mikið af því hryllilega og ekkert óskiljanlegt. Frásögnin um litla silfurfiskinn sem ferðaðist um öll heimsins höf til þess að freista gæfunnar og verða gull- fiskur minnir um margt á ýmsar aðrar sögur enda eru sögur líklega bestar þannig. Hann var minni máttar og vildi verða eitthvað annað en hann var og leið ekki vel fyrr en einhver gáfufiskurinn sagði honum að hann væri hreint frábær sem silfurfiskur, bæði fallegur og góður og þá varð hann glaður. Boðskapurinn sem sagt einfaldur og fallegur og upplýstar brúður á svörtum fleti, litglaðar persónur með blæbrigðaríkum röddum, voru góðar. Raddsetningin var vel heppnuð og sýnir að það er hægt að vanda sig í raddsetningum þó svo að ekki sé hefð fyrir því í teiknimyndabransanum. Hlutverk einnar albestu leikkonu Þjóðleikhússins, Elvu Óskar, í þessari sýningu var heldur rýrt enda úr litlu að moða í gervi Hafdísar í skrautfiska- búðinni. Þetta er sýning sem óhætt er að mæla með og fara með yngstu (3-4 ára) áhorfendurna og leyfa þeim að sitja á litlum stólum fremst, bara að enginn stór og frekur fullorðinn setjist fyrir framan þau. Í sýningunni er leikin tónlist eftir Mozart, Chopin, Ravel, Haydn, Fauré, Bizet, Debussy, Bach og fleiri sem stíffellur að brúðuhreyfingunum sem voru einkar lifandi og dularfullar þar sem börnin gátu engan veginn reiknað út hvernig þessum undraverum var stjórnað. Margir góðir fjörfiskar í Kúlunni. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Lagleg lítil sýning fyrir yngstu börnin. Bókmenntir ★ Óttar M. Norðfjörð Paradísarborgin Óspennandi allegoría Síðustu tvær bækur Óttars M. Norðfjörð hafa verið spennusögur í ætt við formúlubókmenntir í anda Dan Brown. Hliðarupplýsingum um ólíka menningarheima var fléttað inn í eltingarleik með tilheyrandi spennu. Í Paradísarborginni kveður við nýjan tón. Sögusviðið er Reykjavík nútímans. Tveir bræður koma niður á myglusvepp við framkvæmdir í kjallara á húsi móður þeirra. Áður en veit af hefur sveppurinn breiðst út um borgina og étur sig inn í veggi hvers hússins á fætur öðru. Borgarbúar skiptast í tvö horn, sumir, með borgarstjórann í fararbroddi, taka sveppnum fagnandi, hann sé heilnæmur og á honum megi græða. Aðrir telja hann heilsuspillandi og flýja í tjaldbúðir í Öskjuhlíðinni. Ljóst er að sveppurinn, sem étur sig austur eftir borginni þannig að húsin hrynja hvert á fætur öðru, er allegoría um spillingu og rotið samfélag. Hug- myndin er góðra gjalda verð, gallinn er að eftir fyrstu síður verður allegorían þreytandi og augljós. Hugmyndin hefði hentað vel í smásögu, ekki heila skáldsögu og eitthvað meira vantar til að gera söguna spennandi og hún verður fyrirsjáanleg. Þá er hugmyndin um að auðkenna persónur ekki með nöfnum furðuleg. Til lengdar verður þreytandi að lesa sífellt um „einhenta manninn“, „nágrannakonuna“, „líffræðinginn“ og „lífefnafræðinginn“. Kolbeinn Óttarsson Proppé Niðurstaða: Ágætis hugmynd en stendur ekki undir heilli skáldsögu. Sagan er fyrirsjáanleg. Stundum segja menn í ábyrgðar- leysi að flest skáld landsins komi úr Borgarfjarðarhéraði: ekki skal deilt um það, en þessa dagana sitja þrír Borgfirðingar í efstu sætum metsölulista Pennans Eymunds- sonar. Efst trónar Arnaldur Indriðason með nýja sögu sína af rannsóknar- lögreglunni í Reykjavík en í kjöl- far hans kemur Kristín Marja Baldursdóttir með nýja sögu. Í þriðja sæti er ævisaga Snorra Sturlusonar eftir Reykhyltinginn Óskar Guðmundsson, í fimmta sæti situr Böðvar Guðmunds- son með nýja skáldsögu sína og í sjöunda sæti eru endurminn- ingar Flosa Ólafssonar úr Kvos- inni. Þessi þrir Borgfirðingar eru sem sagt vinsælir meðal þeirra sem teknir eru að kaupa bækur. Fjórða sætið skipar Ástandsbarn Camillu Läckberg, en það sjötta ornar Stefán Máni með spennu- sögu sína, Hyldýpið. - pbb Borgfirðingar sækja á BÖÐVAR GUÐMUNDSSON ÓSKAR GUÐMUNDSSON Ásdís Valdimarsdóttir víóluleikari tekst í kvöld á við einn helsta víólukonsert liðinnar aldar eftir William Walton á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar Íslands. Ásdís er ein þeirra Íslendinga sem hafa náð hvað lengst í tónlist á alþjóð- legum vettvangi. Hún lærði við Juilliard-tónlistarskólann og var víóluleikari Chilingirian-kvart- ettsins um árabil, auk þess sem hún hefur komið fram með mörg- um helstu tónlistarmönnum heims, meðal annars Claudio Abbado, Maxim Vengerov og Gidon Krem- er, og hljóðritað fyrir Deutsche Grammophon og EMI. Á tónleikunum verður líka leik- in Corelli-fantasían eftir Tipp- ett, sem aldrei hefur verið flutt á Íslandi fyrr. Það var árið 1953 sem Edinborgarhátíðin pantaði verkið í tilefni þess að 300 ár voru liðin frá fæðingu barokkmeistarans Cor- ellis og útkoman er afar skemmti- legur bræðingur gamalla og nýrra tíma. Eftir hlé verður Eldfuglinn eftir Ígor Stravinskíj fluttur. Stravins- kíj var eitt merkasta og frægasta tónskáld 20. aldarinnar. Eldfuglinn var fyrsta stóra verkið sem hann samdi, en hann var þá 27 ára gam- all. Upphaflega var verkið ball- ett og þegar Eldfuglinn var frum- sýndur í París varð Stravinskíj heimsfrægur á einni nóttu. Síðan samdi hann marga balletta sem líka urðu frægir, meðal annars Vorblót sem þótti svo nútímalegt að uppþot urðu þegar það var flutt í fyrsta sinn. Frægð Stravinskíjs gerði það að verkum að allir vildu starfa með honum að því að skapa ný verk; málarinn Pablo Picasso hannaði sviðsmyndir og tísku- drottningin Coco Chanel gerði búninga við balletta hans. Í seinni heimsstyrjöldinni fluttist Stra- vinskíj til Bandaríkjanna ásamt konu sinni og síðustu áratugina átti hann heima í Beverly Hills þar sem hann samdi nútímatónlist sína umkringdur kvikmyndastjörnum. Meðal annarra frægra verka eftir Stravinskíj eru Petrúska, Pulcin- ella og Sálmasinfónían. Að heyra Eldfuglinn á tónleikum er upplifun sem lætur engan ósnortinn. Víólukonsertinn samdi Walton á árunum 1928–29. Sir Thomas Bee- cham, sá goðsagnakenndi stjórn- andi, hafði beðið hann um slíkt verk handa breska víólusnillingn- um Lionel Tertis, sem gerði öðrum mönnum meira til að koma lágfiðl- unni í flokk einleikshljóðfæra á 20. öld. En þegar til kom var Tert- is ósáttur við verkið – kannski af því hann var ekki hafður með í ráðum, hugsanlega fannst honum einnig lítið koma til þeirrar frægð- ar sem tónskáldið hafði notið und- anfarin ár – og sendi það aftur til höfundarins um hæl. Walton tók þetta afar nærri sér enda fram- úrskarandi lágfiðluleikarar ekki á hverju strái. Í raun kom aðeins einn annar til greina, tónskáldið Paul Hindemith sem var átta árum eldri en Walton og lék meðal annars í strengjatríói með Szym- on Goldberg og Emanuel Feuer- mann. Það var Hindemith sem lék einleiksrulluna við frumflutning- inn í Lundúnum 3. október 1929 – fyrir rétt rúmum átta áratugum. Svo öllu sé haldið til haga sá Tert- is að sér síðar, lærði konsertinn og flutti hann víða um heim með góðum árangri. Hann hefur einu sinni hljómað hér á landi, í flutn- ingi Ingvars Jónassonar í febrúar 1980. Vinafélag Sinfóníuhljómsveit- ar Íslands stendur fyrir kynningu á undan tónleikum hljómsveitar- innar annað kvöld. Kynningin fer fram í Safnaðarheimili Neskirkju og hefst kl. 18 með súpu og með- læti. Árni Heimir Ingólfsson, tón- listarstjóri SÍ, kynnir síðan Eld- fuglinn eftir Stravinskíj í tali og tónum og fjallar einnig lítillega um verk eftir Walton og Tippett sem einnig eru á efnisskránni. pbb@frettabladid.is Ásdís og Eldfuglinn TÓNLIST Ásdís Valdimarsdóttir víóluleikari. MYND SÍ 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Fjölskyldan - ágúst í Osagesýslu (Stóra sviðið) Fös 6.11. Kl. 19:00 4. kort U Sun 8.11. Kl. 19:00 5. kort U Fim 12.11. Kl. 19:00 6. kort U Fös 13.11. Kl. 19:00 7. kort U Sun 15.11. Kl. 19:00 8. kort U Mið 18.11. Kl. 19:00 Aukasýn. U Fös 20.11. Kl. 19:00 9. kort U Sun 22.11. Kl. 19:00 10. kort U Mið 25.11. Kl. 19:00 Aukasýn. Fim 26.11. Kl. 19:00 11. kort U Fös 27.11. Kl. 19:00 12. kort U Sun 29.11. Kl. 19:00 Aukasýn. Ö Lau 5.12. Kl. 19:00 13. kort U Sun 6.12. Kl. 19:00 Aukasýn. Ö Fim 10.12. Kl. 19:00 Aukasýn. U Fös 11.12. Kl. 19:00 14. kort U Sun 13.12. Kl. 19:00 Ö Fös 18.12. Kl. 19:00 Aukasýn. Lau 19.12. Kl. 19:00 Ö Þri 29.12. Kl. 19:00 Mið 30.12. Kl. 19:00 Ö Sýningin er þrír þættir, hver 1 klst að lengd. Hlé eftir 1. og 2. þátt. Fim 5.11. Kl. 20:00 Aukasýn. U Lau 7.11. Kl. 14:00 U Lau 14.11. Kl. 14:00 U Sun 15.11. Kl. 14:00 Aukasýn. U Söngvaseiður (Stóra sviðið) Lau 21.11. Kl. 19:00 Aukasýn. Ö Sun 22.11. Kl. 14:00 Aukasýn. U Lau 28.11. Kl. 14:00 Aukasýn. Ö Sun 29.11. Kl. 14:00 Aukasýn. Ö Lau 5.12. Kl. 14:00 Sun 13.12. Kl. 14:00 Sun 27.12. Kl. 14:00 Ö Sun 27.12. Kl. 19:00 Ö Nýjar aukasýningar í sölu. Tryggðu þér miða strax. Harry og Heimir (Litla sviðið) Fim 5.11. Kl. 20:00 31. kort U Lau 7.11. Kl. 19:00 32. kort U Lau 7.11. Kl. 22:00 33. kort U Sun 8.11. Kl. 20:30 34. kort U Fös 13.11. Kl. 19:00 35. kort U Fös 13.11. Kl. 22:00 36. kort U Lau 14.11. Kl. 19:00 37. kort U Lau 14.11. Kl. 22:00 38. kort U Sun 22.11. Kl. 20:30 39. kort U Fim 26.11. Kl. 20:00 40. kort U Fös 27.11. Kl. 19:00 41. kort U Fös 27.11. Kl. 22:00 42. kort U Þri 1.12. Kl. 20:00 43. kort U Fös 4.12. Kl. 19:00 44. kort U Fös 4.12. Kl. 22:00 45. kort U Lau 12.12. Kl. 19:00 46. kort U Lau 12.12. Kl. 22:00 47. kort U Sun 13.12. Kl. 20:00 48. kort U Fös 18.12. Kl. 19:00 49. kort U Fös 18.12. Kl. 22:00 50. kort U Lau 19.12. Kl. 16:00 U Sun 27.12. Kl. 22:00 U Mán 28.12. Kl. 19:00 U Fös 8.1. Kl. 19:00 U Fös 8.1. Kl. 22:00 Ö Fös 15.1. Kl.19:00 U Lau 16.1. Kl. 19:00 U Lau 16.1. Kl. 22:00 Ö Sun 17.1. Kl. 20:00 Ö Fim 21.1. Kl. 20:00 Ö Sala hafin á sýningar í janúar. Djúpið (Litla svið/Nýja svið) Fös 6.11. Kl. 20:00 Aukasýn. Ö Lau 7.11. Kl. 20:00 Aukasýn. Fös 13.11. Kl. 20:00 Aukasýn. Ö Lau 14.11. Kl. 20:00 Aukasýn. Sun 15.11. Kl. 20:00 U Þri 24.11. Kl. 20:00 Aukasýn. U Mið 25.11. Kl. 19:00 Aukasýn. Ö Mið 25.11. Kl. 21:00 Ö Síðustu sýningar! Sýningartími: 1 klst, ekkert hlé. Bláa gullið (Litla svið) Uppsetning Opið út í samstarfi við Borgarleikhúsið. Lau 7.11. Kl. 14:00 Sun 15.11. Kl. 14:00 Lau 21.11. Kl. 15:00 Lau 28.11. Kl. 15:00 Dauðasyndirnar (Litla sviðið) Fös 6.11. Kl. 20:00 U Sun 8.11. Kl. 14:00 Ö Fim 12.11. Kl. 20:00 U Síðustu sýningar. 20% afsláttur til Vísa kreditkorthafa. Lau 14.11. Kl. 15:00 U Sun 22.11. Kl. 14:00 U Mið 2.12. Kl. 20:00 U Fim 3.12. Kl. 20:00 síðasta sýn. U Lau 21.11. Kl. 22:30 Aukasýn. Fös 4.12. Kl. 22:30 Aukasýn. Sannleikurinn (Stóra sviðið) Lau 12.12. Kl. 19:00 Aukasýn. Lau 12.12. Kl. 22:00 Aukasýn. ATH! SÍÐUSTU SÝNINGAR Lau 7.11. Kl. 20:00 U Lau 14.11. Kl. 19:00 Ö Við borgum ekki (Stóra svið) Uppsetning Nýja Íslands. Lau 14.11. Kl. 22:00 Ö Fim 19.11. Kl. 20:00 Ö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.