Fréttablaðið - 05.11.2009, Side 60

Fréttablaðið - 05.11.2009, Side 60
40 5. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR Fyrsta plata Feldberg, Don‘t Be a Stranger, er komin út. Feldberg er samstarfsverkefni söngkon- unnar Rósu Birgittu Ísfeld, sem syngur að auki með hljómsveitinni Sometime, og Einars Tönsberg, sem hefur gert það gott sem ein- yrkinn Eberg. Allt byrjaði þetta með grípandi popplagi í auglýsingu. „Það var vegna Kringluauglýsingar (lagið „Running Around“) sem við hittumst fyrst. Upp úr því fórum við að hittast reglulega til að sjá svona hvað kæmi út úr því,“ segir Einar. „Það var svo sem ekkert markmið í fyrstu en fljótlega varð ljóst að það yrði plata úr þessu,“ segir Rósa. Vinnuhraðinn er mikill þegar verið er að búa til lög í auglýsing- ar – „Það þarf alltaf helst að klára á morgun,“ segir Einar – en band- ið gat leyft sér yfirlegu við plötu- gerðina: „Lögin fengu að malla. Að gera þessa plötu var dálítið eins og að keyra traktor eftir þjóðvegi.“ „Við vissum ekki alveg hvert þetta stefndi fyrr en tvö síðustu lögin urðu til. Þau eru lög númer eitt og tvö á plötunni. Þá límdist platan loksins saman og við urðum fullkomlega sátt,“ segir Rósa. Einar segir það miklu erfiðara að búa til popptónlist en svokallaða „erfiða tónlist“ – „Miklu erfiðara! Maður er berari. Allir geta gagnrýnt popptónlist réttilega því það skilja allir popp. Ef þú ert úti í einhverju horni með þína músík geturðu bara sagt að fólk skilji ekki tónlistina þína ef það fílar hana ekki. Annars ákváðum við nú bara að gera góð lög og pældum ekkert of mikið í því hvað við værum að gera.“ „Vinur minn sagði mér að það væri svipaður fílingur í okkur og í The Cardigans, en samt ekki endi- lega svipaðar lagasmíðar. Ég hef annars verið að hlusta ógeðslega mikið á Dylan upp á síðkastið og líka á nýju Emilíönuplötuna,“ segir Rósa. „Ég hef nú aldrei gefið út plötu nema einhver segi hana eins og Bítlana. Ætli maður sé ekki bara fastur í sínum gömlu áhrifavöldum,“ segir Einar. Feldberg-dúettinn segir að ýmis- legt sé „farið að rúlla“ í útrásar- brasi hljómsveitarinnar en að aug- lýsingalega sé platan „mett“ (tvö lög af henni eru notuð í auglýsing- um). Allt er í gangi: „Það er komið flott band í kringum þetta og öllum finnst bara ógeðslega gaman,“ segir Rósa. Útgáfutónleikarnir verða í Þjóðleikhúskjallaranum upp úr miðjum nóvember. drgunni@frettabladid.is tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Það eru alltaf að koma fram nýjar vefsíður sem gera tónlistarmönnum kleift að koma tónlist sinni á framfæri. Hér á Íslandi er Gogoyoko nýj- asta dæmið, en úti í hinum stóra heimi njóta vefirnir Bandcamp.com og Soundcloud.com vaxandi vinsælda. Báðir eru þeir töluvert notaðar af íslenskum tónlistarmönnum. Á Bandcamp setja tónlistarmenn inn plötur sem hægt er að hlusta á í heild sinni en svo ræður tónlistar- maðurinn hvort hann selur tón- listina og hvaða verð hann setur á hana. Algengt lágmarksgjald fyrir eitt lag er einn dollari, en tíu doll- arar fyrir plötu. Á meðal Íslend- inga á Bandcamp eru Ruxpin, Akranes-sveitin Worm Is Green (sem var að gefa út nýja plötu, Glow) og tónlistarkonan Unnur Arndísardóttir sem kallar sig Uni, en platan hennar Enchanted er fáanleg á Bandcamp. Á Soundcloud er ekki seld tónlist, en tónlistarmenn nota vefinn mikið til þess að kynna sig og setja inn nýtt efni. Þar finnast allar tegund- ir tónlistar, en vefurinn er samt sérstaklega vinsæll hjá raf- og danstónlistarmönnum, þar á meðal íslenskum. Þar má til dæmis hlusta á nýtt efni frá Biogen, Skurken, Hypno, Captain Fufanu, Asli og Ruxpin, en tónleikar þess síðarnefnda frá Réttum eru þar í heild sinni. Það er líka fullt af DJ-mixum, t.d. frá Thor, President Bongo, Jack Schidt og DJ Yamaho. Oft er eingöngu hægt að hlusta á tónlistina í þar til gerðum spilara, en stundum er líka hægt að hala henni niður. Tónlistarmaðurinn sjálfur stjórnar því. Eins og sést á þessum tveimur vefsvæðum er ekkert lát á flottri tón- list á Netinu. Spurningin er bara hvað maður hefur mikinn tíma til að hlusta. Hvað hefurðu mikinn tíma? UNI Tónlistarkonan Uni er með plötu á Bandcamp-vefnum sem eins og Soundcloud-vefurinn nýtur vaxandi vinsælda. > Plata vikunnar Þorvaldur Þór Þorvaldsson - Þorvaldur Þór Þorvaldsson ★★★ „Aðgengileg og vel spiluð blanda af djassi, poppi og rokki. Plata sem ætti að geta höfðað til margra.“ - TJ > Í SPILARANUM Mumford & Sons - Sigh no More Biffy Clyro – Only Revolutions Molina and Johnson - Molina and Johnson Weezer - Raditude Helgi Björns - Kampavín MUMFORD & SONSHELGI BJÖRNS Julian Casablancas, söngvari The Strokes, ætlar á næst- unni að gefa út sitt fyrsta jólalag. Lagið er hans útgáfa af I Wish It Was Christmas Today, sem heyrðist fyrst í bandaríska gamanþættinum Saturday Night Live. „Það var gaman að semja þetta lag. Allir virðast gera jóla- lög einhvern tímann á lífs- leiðinni og þess vegna lang- aði mig að prófa þetta,“ sagði Casablancas, sem gaf út sína fyrstu sólóplötu fyrr í vik- unni. „Núna get ég strikað þetta út af listanum mínum.“ Lagið kemur út til niðurhals og á sjö tommu smáskífu 21. desember. Casablancas með jólalag JULIAN CASABLANCAS Söngvari The Strokes gefur út jólalag í desem- ber. Bandaríska hljómsveitin The Flaming Lips hefur löngum verið talin með þeim skrítnari í tónlist- arbransanum. Sýrukenndur og til- raunakenndur poppbræðingurinn hefur oft á tíðum hitt í mark hjá gagnrýnendum, sérstaklega með plötunum The Soft Bulletin og Yoshimi Battles the Pink Robots, og hljómsveitin á sér dyggan aðdá- endahóp innan indí-geirans. Tólfta hljóðversplata The Flaming Lips, hin tvöfalda Embry- onic, kom út fyrir skömmu og hefur fengið góða dóma hjá gagn- rýnendum. Hún er sú fyrsta frá sveitinni í þrjú ár, síðan At War With the Mystics kom út við held- ur misjafnar undirtektir. Flest laganna á Embryonic urðu til þegar þeir félagar spiluðu af fingrum fram á þáverandi heim- ili trommarans Stevens Drozd. „Í byrjun voru þessi djammlög oft ekkert sérlega spennandi. En stundum komu upp augnablik sem voru stórskrítin og á þeim byggðum við þessa plötu,“ sagði söngvarinn Wayne Coyne. Hann bætir við að á plötunni sé vaðið úr einu í annað, líkt og á frægum tvöföldum plötum Bítlanna og Led Zeppelin. „Meðal uppáhaldsplatn- anna eru Hvíta albúmið, Physical Graffiti og meira að segja lengri plöturnar frá The Clash. Ástæðan er að hluta til sú að þar er enginn einn stíll og einn heildarsvipur var ekki aðalmálið. Það var ein- hvern veginn allt látið flakka,“ sagði Coyne. Á meðal þeirra sem aðstoða Coyne og félaga á nýju plötunni er hljómsveitin MGMT, sem spilar í laginu Worm Mountain, og Karen O, söngkona Yeah Yeah Yeahs, sem syngur í lögunum I Can Be a Frog og Watching the Planets. - fb Í fótspor Bítlanna og Zeppelin WAYNE COYNE Embryonic er fyrsta tvöfalda plata hljómsveitarinnar The Flaming Lips. Eins og traktor á þjóðvegi ÞAÐ SKILJA ALLIR POPPTÓNLIST Hljómsveitin Feldberg þreföld í roðinu. MYND/TÓMAS MAGNÚSSON Feldberg-umslagið. 10cc-umslagið. „KÓVER-KÓVER“ Það fer ekki á milli í hvað Feldberg vitnar með plötuumslagi plötunnar. Það er sláandi líkt How Dare You? sem hljómsveitin 10cc sendi frá sér árið 1976. Umslagið er eitt af mörgum sem listhönnunarhópurinn Hipgnosis hann- aði, en Birgir Ísleifur Gunnarsson – Biggi í Motion Boys – tók myndirnar á Feldberg-umslaginu. „Það er ekkert kóverlag á plötunni, en það er kóver- kóver!“ gantast Einar. „Þetta er uppáhaldsumslagið mitt og er búið að vera það lengi. Þegar ég var krakki dundaði ég mér við að skoða það,“ segir Rósa. „Ég rakst svo á það aftur í plötuumslaga-bók nýlega og fannst það vera fullkomið fyrir okkur.“ Yfirburðir Fréttablaðsins staðfestir! Fréttablaðið er með 106% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað, höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í maí 2009 – júlí 2009. Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á samkeppnisaðila sinn eins og síðasta könnun Capacent Gallup ótvírætt sýnir. Við erum auðvitað rífandi stolt af þessum góða árangri og bendum auglýsendum á að notfæra sér forskot okkar þegar þeir velja auglýsingamiðill. MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 72% 35% Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.