Fréttablaðið - 05.11.2009, Qupperneq 62
42 5. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR
bio@frettabladid.is
Spennumyndin Law Abiding Cit-
izen og körfuboltamyndin More
Than a Game verða frumsýndar
á morgun.
Töffararnir Gerard Butler og
Jamie Foxx fara með aðalhlutverk-
in í Law Abiding Citizen. Myndin
fjallar um Clyde Shelton (Butler)
sem verður fyrir hræðilegu áfalli
þegar kona hans og dóttir eru
myrtar á hrottafenginn hátt. Morð-
ingjarnir eru ákærðir fyrir verkn-
aðinn en sleppa við refsingu eftir
að saksóknarinn Nick Rice (Foxx)
semur við þá um lausn allra mála
gegn því að veita honum upplýs-
ingar um aðra glæpamenn.
Clyde leggst í mikið þung-
lyndi og í framhaldinu tekur
við óslökkvandi hefndar-
þorsti. Ákveður hann að
gera allt sem hann getur
til að hefna fyrir bæði
morðin og svik
saksóknarans í
sinn garð.
More Than a
Game er heim-
ildarmynd um
upphafsár eins
ástsælasta körfu-
boltamanns
samtímans,
LeBron James.
Hann er yngsti
einstaklingurinn
til að prýða for-
síðu Sports Illustrated og er af
mörgum talinn arftaki sjálfs
Michaels Jordan. Myndin
segir frá uppvexti James í
borginni Akron í Ohio og
fjögurra félaga hans úr
körfuboltaliði menntaskól-
ans.
Kvikmyndin Desember eftir
Hilmar Oddsson verður
frumsýnd á morgun. Hún
fjallar á ljúfsáran hátt um
alvarlega hluti í íslensku
samfélagi.
Desember er ljúfsár gamanmynd
sem gerist í Reykjavík á jólun-
um. Hún fjallar um popparann
Jonna (Tómas Lemarquis) sem
snýr heim til Íslands eftir að hafa
flutt óvænt til Argentínu nokkr-
um árum áður. Hann dreymir um
að ná gömlu hljómsveitinni sinni
saman á ný, endurnýja kynnin við
kærustuna sína (Lay Low) og hlakk-
ar til að halda jól í faðmi fjölskyld-
unnar. Fljótlega uppgötvar hann
að allt hefur breyst og heimurinn
sem hann þekkti áður stendur á
haus. „Einhver sagði að þetta væri
„feelgood-mynd“ og kannski er hún
það. Það eru fáránlegar, broslegar
uppákomur í henni og þú ferð von-
andi út af henni með bros á vör,“
segir leikstjórinn Hilmar Odds-
son. „Þetta er jólamynd, örugglega
fyrsta íslenska jólamyndin og þótt
hún sé ekki Love Actually þá fer
hún í þann flokk. Hún var tekin um
síðustu jól og þau voru sérstök fyrir
margra hluta sakir. Það var enginn
snjór og engar skreytingar en samt
voru þetta jól.“
Hugmyndin að Desember kom í
miðju góðærinu og voru það Hilmar
og handritshöfundurinn Páll Krist-
inn Pálsson sem veltu henni á milli
sín. „Þetta var þegar allir voru í
brjálaðri útrás og einhverjum flott-
ræfilshætti. Á sama tíma var venju-
legt fólk í Reykjavík sem gat ekki
haldið jól vegna þess að fjárhagur-
inn var svo bágur. Hlutunum var
svo misskipt,“ segir Hilmar. „Við
ætluðum að gera mynd um alvar-
lega hluti á eins léttan hátt og hægt
væri. Þannig byrjaði þetta en svo
gerist það að það sem við vorum að
fjalla um og átti að vera ábending
með smá ádeilu var orðið að hlut-
skipti þorra almennings eftir að
allt hrundi.“
Hilmar og samstarfsfólk hans var
í fjögur ár að ljúka við myndina og
lítur hann á það sem kraftaverk að
hún hafi náð að klárast þrátt fyrir
erfiðar aðstæður. „Við erum að gera
mynd í fullri stærð án þess að slaka
á gæðakröfum. Þetta er töff og það
hlýtur að segja eitthvað um ástand
samfélagsins og kvikmyndagerðar-
manna að það hafa aldrei fleiri
myndir verið á leiðinni og meira en
helmingur þeirra fær ekki krónu úr
kvikmyndasjóði.“ Einnig er vert að
minnast þess að myndin er sú fyrsta
sem er alfarið unnin hér á landi
þegar öll hljóð- og myndvinnsla er
tekin með í reikninginn.
Hilmar segist hafa tekið mikla
áhættu með því að ráða Lovísu
Elísabetu Sigrúnardóttur, Lay
Low, í annað aðalhlutverkanna og
sér ekki eftir því. „Hún skilar þessu
eins og engill. Hún er með mjög
mikinn myndþokka og geislar af
hlýju og fegurð. Þegar hún skilar
þessu eins fallega og hún gerir er
maður bara stoltur og ánægður,“
segir hann og ber öðrum leikurum
einnig vel söguna: „Tommi er ynd-
islegur og ég er rosalega ánægður
með alla leikarana og eiginlega allt.
Þetta eru allt frábærar manneskjur
og miklir fagmenn.“
freyr@frettabladid.is
> MIRREN Í
NJÓSNATRYLLI
Breska leikkonan
Helen Mirren mun
leika í njósnatryll-
inum Red sem
er byggður á sam-
nefndum teiknimynda-
sögum. Áður höfðu Morgan Freeman
og Bruce Willis samþykkt að leika í
myndinni, sem fer í tökur í janúar.
Hryllingsmyndin Paranormal Acti-
vity, sem verður frumsýnd hérlendis á
morgun, hefur slegið rækilega í gegn í
Bandaríkjunum og Kanada síðan hún
var frumsýnd fyrir nokkrum vikum.
Hún hefur þénað rúmlega 85 milljónir
dala, eða um 10,6 milljarða króna, sem
er ótrúlegur árangur miðað við að hún
kostaði innan við tvær milljónir króna
í framleiðslu og var aðeins tekin upp á
einni viku.
Engin sjálfstætt framleidd mynd í
sögunni hefur þénað jafnmikið miðað
við framleiðslukostnað. Hefur hún þar
með slegið út The Blair Witch Project
sem rakaði inn tæpum 250 milljón-
um dala í miðasölunni víðs vegar um
heiminn, eða rúmum þrjátíu milljörð-
um króna. Hún kostaði aftur á móti 7,5
milljónir króna í framleiðslu.
Paranormal Activity var tekin upp
á gömlu heimili leikstjórans og hand-
ritshöfundarins Oren Peli í San Diego
í Kaliforníu. Peli, sem er fyrrverandi
tölvuleikjahönnuður, eyddi heilu ári í að
innrétta húsið sérstaklega fyrir tökurn-
ar. Til að auka hræðsluáhrifin var not-
ast við handhelda upptökuvél, rétt eins
og gert var í The Blair Witch Project
með góðum árangri.
Myndin er tekin upp í heimildar-
myndastíl og fjallar um ungt par, Katie
og Micah. Katie heldur því fram að yfir-
náttúruleg vera hafi ásótt sig alla sína
ævi, þar á meðal á heimili þeirra. Micah
kaupir sér þá upptökuvél í von um að
festa óskapnaðinn á filmu.
Viðtökurnar við myndinni hafa eins
og áður sagði verið rosalegar og hafa
margir gengið út af henni af hræðslu.
Eins og gefur að skilja er framhalds-
mynd nú þegar í undirbúningi.
Óhemjuvinsæll hryllingur
PARANORMAL ACTIVITY Hryllingsmyndin
Paranormal Activity verður frumsýnd hérlendis
á morgun.
HILMAR ODDSSON Nýjasta mynd Hilmars nefnist Desember og fjallar á ljúfsáran hátt
um alvarlega hluti í íslensku samfélagi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LEIKSTJÓRINN HILMAR:
Kallakaffi (Sjónvarp-2005)
Kaldaljós (2004)
Sporlaust (1998)
Tár úr steini (1995)
Eins og skepnan deyr (1986)
LJÚFSÁR, ALÍSLENSK JÓLAMYND
Steve Martin og Alec Baldwin
verða kynnar á næstu Óskars-
verðlaunahátíð. Síðast þegar
kynnar voru fleiri en einn var
árið 1987 en þá fóru Chevy
Chase, Goldie Hawn og Paul
Hogan með gamanmál. Vanga-
veltur eru uppi um að Tina
Fey, sem leikur á móti Baldwin
í sjónvarpsþáttunum 30 Rock,
muni taka þátt í að semja grín-
efni fyrir hátíðina.
Steve Martin hefur áður
verið kynnir við afhendingu
Óskarsverðlauna, árin 2001 og
2003. Hann og Baldwin leika
einmitt saman í gamanmynd-
inni It´s Complicated sem
verður frumsýnd vestanhafs
á jóladag. Myndin fær vænt-
anlega álíka mikið umtal og
Australia fékk í kringum síð-
ustu Óskarshátíð þegar aðal-
leikari hennar, Hugh Jackman,
var kynnir. Hann þótti standa
sig vel og átti þátt í því að auka
áhorfið á hátíðina.
Tveir kynnar
á Óskarnum
KYNNARNIR Steve Martin verður kynnir
á Óskarshátíðinni í þriðja sinn á næsta
ári og Alec Baldwin í fyrsta sinn.
Hefndarþorsti og
körfuboltahetja
LAW ABIDING CITIZEN Clyde Shelton
gerir allt sem hann getur til að hefna
fyrir morðin á dóttur sinni og eiginkonu.
LEBRON
JAMES
Heimildar-
mynd um
körfubolta-
snillinginn
verður
frumsýnd á
morgun.
Ást vid fyrstu syn