Fréttablaðið - 05.11.2009, Side 65

Fréttablaðið - 05.11.2009, Side 65
FIMMTUDAGUR 5. nóvember 2009 45 Milljarðamæringurinn og harð- jaxlinn 50 Cent lýsti nýlega yfir að hann eyddi rúmlega tveimur milljónum króna í öryggi sitt í hverri einustu viku. „Heimili mitt er umkringt myndbandsupptökuvélum,“ sagði hann. „Ég þarf eftirlit. Ekki aðeins til að líta eftir mér, held- ur einnig til að verja mig. Það er alltaf verið að kæra mig fyrir allan fjandann og ég þarf mynda- vélar til að fylgjast með hlutunum.“ 50 Cent hefur lög að mæla, en hann hefur ósjaldan verið fyrir rétti síðustu ár. Þá hefur oft verið skotið á hann svo að yfirdrifin öryggisgæsl- an er skilj- anleg. Eyðir millum í eigið öryggi MÚRAÐUR 50 Cent er annt um öryggi sitt. Hljómsveitin Múgsefjun kom firnasterkt inn í fyrra með frum- burð sinn, plötuna Skiptar skoð- anir. Nú er farið að heyrast nýtt lag með sveitinni, „Lesið í marm- arann“, þar sem Spilverks-legur Múgsefjunartónn er sleginn með ógn „ástandslegum“ texta. „Við erum að spá í að koma með plötu með vorinu,“ segir Brynjar Páll Björnsson, bassaleikari sveit- arinnar. „Við erum bara í hálfgerð- um dvala núna á meðan við semj- um ný lög og tökum þau upp. Við tökum svo eitt og eitt gigg til að halda okkur við spilalega.“ Björn segir tónlist Múgsefjun- ar vera í sífelldri endurskoðun. „Næsta plata verður ekki eins poppuð og hin, þó nýja lagið gefi það kannski ekki í skyn. Við erum að færast meira inn á rokkbraut- ir og flækja okkur pínulítið meira en áður. Þetta er bara skemmtileg framþróun, held ég,“ segir hann. Músefjun flækir sig PLATA MEÐ VORINU Múgsefjun á Airwa- ves í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Þetta er vefrit um íslenska list, allt frá tón- og myndlist til kvikmyndagerðar og arkitektúrs. Við höfum nú þegar gefið út þrjú blöð á heimasíðu okkar pdflistin.is, en þangað getur fólk sótt vefritin. Hvert rit er um þrjátíu til fjörutíu blaðsíður og hver lista- maður fær í það minnsta eina opnu undir verk sín og stutta umfjöllun,“ segir Heimir Gústafsson, einn aðstandenda vefritsins PDFlistin. Ritið er gefið út mánaðarlega og fjallar um íslenska neðanjarðarlist auk þess sem stefnt er að því að halda listasýningar í kjölfar hverrar útgáfu. „Ég held að þetta sé eina PDF-tímaritið sem gefið er út hér á enskri tungu. Þetta er góð auglýsing fyrir íslenska listamenn því það er hægt að nálg- ast vefritið um allan heim þannig það fær mjög víða dreifingu,“ segir Heimir, en hann og samstarfsfé- lagar hans stunda allir einhvers konar listnám og því er unnið að vefritinu í hjáverkum. „Við erum öll annað hvort í skóla eða vinnu og reynum að vinna að ritinu í frítíma okkar enn sem komið er.“ Áhugasamir listamenn geta fengið umfjöllun í vefritinu með því að senda póst á pdflistin.mag@ gmail.com. - sm Íslensk list á alheimsvefnum LISTRÆNT VEFRIT Heimir Gústafsson, Ásdís Gunnarsdóttir og Haraldur Ari Karlsson standa að útgáfu vefritsins PDFlistin sem fjallar um íslenska list. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Söngvarinn Robbie Williams hefur staðfest að hann ætli að starfa aftur með fyrrverandi félögum sínum í Take That. Robbie yfirgaf strákabandið árið 1995 og hóf eigin sólóferil sem hefur gengið vonum fram- ar. Í spjallþætti Jonathan Ross á BBC sagðist Robbie vonast til að bralla eitthvað nýtt með Take That. „Við höfum hist og gert hitt og þetta. Ég get ekki sagt mikið meira,“ sagði söngvarinn. Þátt- urinn verður sýndur í heild sinni á morgun. Take That lagði upp laupana árið 1996 en kom aftur saman 2005 án Robbie Williams, við frábærar undirtektir. Robbie aftur í Take That TAKE THAT Hljómsveitin Take That áður en Robbie Williams sagði skilið við hana.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.