Fréttablaðið - 05.11.2009, Page 66

Fréttablaðið - 05.11.2009, Page 66
46 5. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR Merkileg sýning á gíturum hófst í Tónlistarsafni Íslands, Hábraut 2 í Kópa- vogi, á þriðjudaginn. Margar kempur úr tónlistar- bransanum lögðu leið sína í safnið til að berja fagrar fjalirnar augum. Á þessari þriðju sýningu Tónlistar- safnsins eru sýndir nokkrir helstu djass-, rokk- og blúsgítarar lands- ins sem og helstu tegundir magn- ara. Sögufræg hljóðfæri eru til sýnis, sem mörg hver voru notuð þegar þekktustu lög Íslandssög- unnar voru spiluð inn á band. Þarna má líka sjá fyrsta íslenska rafmagnsgítarinn af tegundinni Strengir, sem Friðgeir Sigur- björnsson smíðaði á Akureyri árið 1957. Á veggjum hangir fróðleik- ur um hljóðfærin og eigendasaga þeirra og skein áhuginn úr augum gesta þegar þeir skoðuðu gersem- arnar. drgunni@frettabladid.is Kvikmyndir ★★★★ The Informant! Leikstjóri: Steven Soderbergh Aðalhlutverk: Matt Damon Glórulaus uppljóstrari Alríkislögreglan fær Mark Whitacre, rísandi stjörnu innan fyrirtækis sem framleiðir amínósýruna lýsín, til þess að aðstoða við að uppræta samráð innan lýsínsmarkaðarins. Þegar lögreglan fer að vinna nánar með Whitacre, kemst hún að því að hann er ekki allur þar sem hann er séður. The Informant! er leikstýrt af Steven Soderbergh, sem hefur meðal annars gert Traffic og Ocean’s-myndirnar. Soderbergh tekst ávallt að koma mér á óvart með fjölbreytilegum stíl sínum og er The Informant! engin undantekning þar á. Hér nálgast hann sannsögulegt viðfangsefni myndarinnar sem grátbroslegt gamandrama og tekst vel til. Handritið er áhugavert og ekki líður langt á milli bráðfyndinna samtala. Matt Damon neglir hlutverk uppljóstrarans Whitacre með prýði. Þrátt fyrir að hann sé djúpt sokkinn í skrifstofupólitík, spillingu og tugi aug- ljósra lögbrota getur maður ekki annað en fundið til með honum. Það skín í gegn að hann vill vel en er augljóslega með lausa skrúfu. Nálgun Soderberghs á efninu og góður leikur Damons gerir Informant! að skemmtilegri og áhuga- verðri kvikmynd. Ekki er annað hægt en að brosa yfir því að aðgerðir hins glórulausa Whitacres, í skjóli þess að bæta vinnustað sinn, hafi kostað hundruð fyrirtækja marga milljarða í sektir vegna verðsamráðs og breytt rekstri fyrirtækja um allan heim. Vignir Jón Vignisson Niðurstaða: Áhugaverð og fyndin mynd með góðum leikurum. ÞRJÚ GÍTARSÉNÍ Ólafur Gaukur bendir Birni Thoroddsen og Jóni Páli Bjarnasyni á eitthvað sniðugt. Kannski á forláta hvítan Les Paul Custom, sem hann notaði á Hótel Borg í kringum 1970 og er nú til sýnis í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Dóri Braga og Hreinn Valdimarsson ræða um svartan Fender Stratocaster. Óttar Felix Hauksson og Gunnar Örn Sigurðsson við rafmagnsgítar sem sá síðarnefndi smíðaði. Fermingargítar Rúnars Þórs af gerðinni Futurama. DÁÐST AÐ MERKUM GÍTURUM „Ég kalla þetta grúvgrúppuna,“ segir plötusnúðurinn Atli Rúnar sem hefur stofnað hljómsveit- ina A+. „Þetta er mitt hugarfóst- ur. Það tekur oft á taugarnar að vera popp-Dj, að hjakkast í sömu partíblöðrunum allar helgar. Popp- ið hefur eiginlega aldrei verið minn vettvangur. Þessi tegund af tónlist er nær mínu hjarta, svona house, soul, fönk, grúv og diskó,“ segir Atli Rúnar. Með honum í A+ eru þeir Stein- ar Sig, saxófónleikari, Jóhann Hjörleifsson, slagverksleik- ari og trommari Sálarinnar, og bassaleikarinn Davíð Sveins. Atli vill ekki meina að ætlunin hafi verið að fylla upp í gat á mark- aðnum með stofnun hjómsveitar- innar, þó svo að giggin séu strax farin að rúlla inn. „Mig langaði bara til að gera eitthvað skemmti- legt. Ég hef mikla trú á þessu og ég hef mjög góða menn með mér.“ Tónlistin sem A+ spilar er ætluð sem nokkurs konar bakgrunnstón- list og til að skapa þægilega stemn- ingu án þess að söngur komi við sögu. „Þetta eru svona kokkteil- boð og opnanir. Við tökum ekkert gargið frá miðnætti og fram eftir,“ útskýrir Atli. A+ kemur fyrst fram opinber- lega á Pósthúsinu í kvöld og spilar frá klukkan 22 til miðnættis. - fb Þægileg bakgrunnstónlist A+ ATLI RÚNAR Plötusnúðurinn knái hefur stofnað hljómsveitina A+, sem spilar á Pósthúsinu í fyrsta sinn í kvöld. MYND/AUÐUNN Leikkonan unga Mischa Barton var orsök slagsmála sem brutust út á öldurhúsi nokkru í New York-borg. „Ég stóð við hliðina á náunga við barinn þegar Bart- on gekk framhjá okkur. Áður en ég veit af er náunginn búinn að hella úr glasi sínu yfir Barton, hún sneri sér við og spurði hvort það hefði verið hann sem hellti yfir hana. Náunginn sagðist hafa gert það eftir að hún steig á tána á honum,“ sagði sjónarvottur. Barton svaraði fyrir sig með því að skvetta úr sínum drykk fram- an í manninn og gekk svo á brott. Stuttu seinna kom vinur leikkon- unnar til mannsins og bað hann um að eiga við sig orð fyrir utan barinn. „Þetta endaði með því að sá sem hvolfdi úr drykknum gekk haltrandi í burtu,“ sagði sjónar- votturinn. Fékk drykk yfir sig SVARAR FYRIR SIG Leikkonan Mischa Barton lenti í slagsmálum á öldurhúsi. Samband leikarans Mel Gibson við kærustu sína, hina rússnesku Oksönu, ku vera nokkuð stirt aðeins nokkrum dögum eftir að dóttir þeirra fæddist. „Mel áttaði sig á því að vegna Oksönu hefur hann lítið samband við börn sín. Auk þess er hún mjög upptekin af sjálfri sér, ferill hennar hefur for- gang, ekki sambandið,“ sagði vinur leikarans um málið. Að sögn vin- arins saknar Gibson fyrrverandi konu sinnar, Robyn, og sér mikið eftir því að hafa komið eins illa fram við hana og hann gerði. Vinurinn segir jafnframt að Gibson hafi hætt við væntanlegt brúðkaup sitt og Oksönu og að tví- sýnt sé hvort sambandið endist mikið lengur. Mel með bakþanka MEÐ BAKÞANKA Mel Gibson sér eftir fyrrverandi eiginkonu sinni og hefur hætt við brúðkaup sitt og nýju kærust- unnar. Opið mán - föst 11:30 - 14:30 Opnunartilboð Súpa, fi skur og kaffi aðeins 990 gildir 5.nóv - 1 1.des.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.