Fréttablaðið - 05.11.2009, Síða 68
48 5. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR
Tónlist ★★★
Riceboy Sleeps
Jónsi og Alex
Afslappað og
fallegt
Riceboy Sleeps er fyrsta plata
Jónsa í Sigur Rós og kærasta hans
Alex Somers. Þetta er hálfgerð
ambient-tónlist þar sem áhersla er
lögð á að skapa töfrandi andrúms-
loft þar sem kórsöngur, fiðlur og
píanó koma helst við sögu. Lögin
svífa áfram og hljóma stundum
eins og inngangur að þessum
frægu, löngu Sigur Rósar-lögum
án þess að fara nokkurn tímann
á svakalegt flug, enda er ekkert
þarna sem grípur mann heljar-
tökum. Mest heyrist í Jónsa í hinu
níu mínútna Indian Summer, sem
er reyndar ansi fagurt. Platan er
mínimalísk, vel gerð og falleg á
köflum en ég efast um að Riceboy
verði oft á fóninum í framtíðinni,
nema þegar maður vill slaka vel á
og leita á slóðir töfrandi drauma-
heima.
Freyr Bjarnason
Niðurstaða: Falleg og mínimalísk
plata frá Jónsa og Alex.
Tímaritið Star Magazine heldur
því fram að Chris Martin, söngv-
ari hljómsveitarinnar Coldplay,
hafi haldið framhjá eiginkonu
sinni með Kate Bosworth. Mart-
in hefur verið giftur leikkonunni
Gwyneth Paltrow frá árinu 2003
og eiga þau saman tvö börn.
Samkvæmt heimildarmönnum
Star Magazine sást til Martins
og Bosworth á U2-tónleikum í
Las Vegas þar sem þau létu vel
að hvort öðru og virtist engu
máli skipta þótt fjöldi manns
yrði vitni að kossaflensi þeirra.
Talsmenn Bosworth og
Martins hafa þvertek-
ið fyrir að sögusagn-
irnar séu sannar, en
Bosworth var nýlega
sögð eiga í sambandi
við sænska leikarann
Alexander Skarsgård
úr þáttunum
True Blood.
Kossaflens á
almannafæri
FRAMHJÁHALD?
Chris Martin er
sagður hafa kysst
aðra konu en
eiginkonu sína.
„Lagið er algjörlega hefðbundið. Fyrsta hefð-
bundna lagið sem ég sem,“ segir Ingólfur Þórar-
insson – betur þekktur sem Ingó Veðurguð.
Ingó sendir frá sér lagið Jólakrakkar fyrir
jólin, en vefsíðan Monitor.is greindi frá þessu
í vikunni. Hann segir allar jólaklisjurnar fá
að njóta sín í laginu. „Allar jólaklisjurnar eru
þarna í einum kór og allir hressir. Jólasnjór og
ekkert vesen,“ segir Ingó, sem var staddur á
Austfjörðum í miðri hringferð þegar Fréttablaðið
náði á hann. „Það eru jólahljóðfæri, smá bjöllur
og svo mætir jólasveinn og tekur bakraddir.“
Ingó segist vera jólabarn, en þrátt fyrir það var
aldrei ætlunin að senda frá sér jólalag. „Ég ætlaði
aldrei að gera jólalag. Svo bað Húsasmiðjan um
stutt stef og ég sagði já og ákvað að klára lagið
fyrst ég var mættur í stúdíóið,“ segir hann. „Nú
er það tilbúið og það er alveg eins hægt að setja
það í spilun fyrir jól.“
- afb
Ingó gefur út jólalag
JÓLABARN Ingó sendir frá sér hefðbundið jólalag á næstunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ritgerð eftir leikkonuna Natalie
Portman birtist nýverið í dag-
blaðinu Huffington Post. Í
ritgerðinni fjallar hún um
heimssýn grænmetisæta, en
leikkonan er þekkt fyrir að
neyta ekki kjöts. Portman
þótti þó heldur harðorð
í garð þeirra sem kjósa
að borða kjöt þegar
hún líkti því við nauðg-
un. „Það þarf skynsama
hugsun til að geta tal-
ist manneskja og betri
útskýringu en „Mér
finnst þetta bragðgott
og þess vegna borða
ég kjöt“. Ég er andvíg
skoðunum Michaels
Pollan í bókinni The
Omnivore‘s Dilemma, sem fjall-
ar heldur um kurteisi en að
standa með trú sinni og skoð-
unum. Væri þessi hugsunar-
háttur yfirfærður á annað
dæmi mundi það hljóma fjar-
stæðukennt, til dæmis, Ég er
andvíg nauðgun en ég ætla
samt að fremja nauðgun
til að geðjast gestgjöf-
um mínum.“ Þessi skrif
leikkonunnar hafa farið
fyrir brjóstið á mörgum
og þykir mönnum hún
hafa gengið of langt með
samlíkingum sínum.
Of langt gengið
GEKK OF LANGT Leikkonan
þótti ganga of langt með sam-
líkingum sínum.