Fréttablaðið - 05.11.2009, Síða 69
FIMMTUDAGUR 5. nóvember 2009 49
Söngkonan Rihanna ætlar að tjá
sig í fyrsta sinn um árás fyrrver-
andi kærasta síns, Chris Brown,
á sig í febrúar. Diane Sawyer hjá
sjónvarpsstöðinni ABC ætlar að
ræða við söngkonuna og verð-
ur viðtalið sýnt í kvöld og á
morgun. Í viðtalinu segir hin 21
árs Rihanna að Brown hafi verið
fyrsta ástin sín og að fyrst þetta
kom fyrir hana þá geti þetta
komið fyrir hvern sem er. Einn-
ig ræðir hún um uppvaxtarár
sín á Barbados-eyjum, fjölskyld-
una sína og hvernig henni hefur
liðið síðan árásin átti sér stað.
Chris Brown var dæmdur í fimm
ára skilorðsbundið fangelsi fyrir
árásina og til sex mánaða samfé-
lagsþjónustu.
Tjáir sig loks
um árásina
RIHANNA Söngkonan ætlar að tala um
árásina sem átti sér stað í febrúar.
Leikkonan Kate Hudson er á for-
síðu nýjasta heftis tímaritsins
Elle UK. Í viðtali við blaðið seg-
ist Hudson líta á karlmenn sem
drengi. „Þegar ég tala við stráka
þá finnst mér sem þeir heyri bara
sumt af því sem maður segir. Ef
það væri lítil talblaðra yfir höfð-
inu á þeim gæti maður séð að þeir
hugsuðu aðeins um íþróttir, kyn-
líf og mat,“ segir leikkonan sem
sjálf á fimm ára gamlan son.
„Ég elska stráka, en ég held
að þeir séu allir mjög einfaldir.
Sumir vilja halda því fram að
þeir séu flóknir persónuleikar, en
í raun er ofur einfalt að átta sig
á þeim.“ Hudson hefur átt í sam-
bandi við hafnaboltaleikmann-
inn Alex Rodriguez
síðustu mánuði, en
hann átti einnig
stutt ástarsam-
band með söng-
konunni Mad-
onnu fyrir ekki
svo margt löngu.
Finnst strák-
ar einfaldir
KANN Á KARLA
Kate Hudson
segir karlmenn
vera einfald-
ar sálir sem
auðvelt sé að
átta sig á.
Katie Holmes mun bæði fram-
leiða og leika í kvikmyndinni
Romantics ásamt Önnu Paquin úr
þáttunum True Blood. Upphaf-
lega átti leikkonan Liv Tyler að
fara með aðalhlutverkið í kvik-
myndinni en eftir að hún hætti
við var Holmes feng-
in í staðinn. Kvik-
myndin fjallar um
tvær háskólavin-
konur sem hittast
aftur síðar þegar
önnur þeirra giftir
sig. Tökur á mynd-
inni fara fram í
New York og hefjast í
næstu viku.
Framleiðir
kvikmynd
NÝTT HLUTVERK
Katie Holmes
framleiðir og fer
með aðalhlutverk-
ið í nýrri kvikmynd.
„Mér og samstarfskonu minni datt þetta
í hug þegar við vorum að vinna saman
því við höfðum báðar mikinn áhuga á lík-
amsrækt. Þegar kreppan skall á misstum
við báðar vinnuna og í stað þess að sitja
aðgerðarlausar heima ákváðum við að opna
okkar eigin líkamsræktar stöð. Við opnuðum
Studio Fitt saman í janúar en hin flutti út í
sumar og nú er ég ein eftir ásamt tveimur
þjálfurum,“ segir Elísabet Tanía Smáradótt-
ir, viðskiptafræðingur og Fit Pilates kenn-
ari sem rekur líkamsræktarstöðina Studio
Fitt við Seljaveg. Stöðin býður meðal annars
upp á tíma í Fit Pilates, boot camp fyrir
konur og jóga, svo fátt eitt sé nefnt.
Elísabet Tanía tók á leigu húsið á Selja-
vegi sem áður hýsti Sjúkraþjálfun Reykja-
víkur og fékk aðstoð frá vinum og vanda-
mönnum við endurbætur á húsnæðinu.
„Við reyndum að gera þetta á eins ódýran
máta og við mögulega gátum og fengum
því aðstoð frá vinum og vandamönnum
við að koma húsnæðinu í stand. Við þurft-
um að rífa niður nokkra veggi og byggja
aðra, pússa gólfin og koma upp betri sturtu-
aðstöðu og í kjölfarið þykir manni enn
vænna um staðinn.“ Hún kennir daglega í
Studio Fitt en hefur fengið tvo aðra þjálfara
til liðs við sig. „Ég kenni ekki morgun- eða
kvöldtímana því ég á lítið barn sem þarf
svolítið á mömmu sinni að halda.“
Aðspurð segist Elísabet Tanía hafa æft
ýmsar íþróttir frá barnsaldri og segir hún
íþróttaiðkun vera henni jafn nauðsynlega
og súrefni. „Í gegnum árin hef ég lesið
nánast allt sem viðkemur næringarfræði,
líkamsrækt og heilsu. Þess utan hef ég tekið
ýmis þjálfararéttindi, þannig að ég er án efa
komin í draumastarfið,“ segir hún og hlær.
- sm
Missti vinnuna og opnaði líkamsræktarstöð
KOMIN Í DRAUMASTARFIÐ Elísabet Tanía opnaði Studio
Fitt eftir að hafa misst vinnuna í kjölfar kreppunnar.
Hún segist nú vera komin í draumastarfið.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON