Vaka - 01.04.1927, Page 5

Vaka - 01.04.1927, Page 5
vaka] MUSSOLINI. 115 beinzt í þá átt að lagfæra hin hneykslanlegustu og háskalegustu afglöp þessa merkilega friðarþings. Svo sem kunnugt er, dæmdi Parísarfundurinn á Þjóðverja allar skaðabætur fyrir hinn lang-skaðvænasta ófrið, sem nokkru sinni hel’ir verið háður á þessari jörð, en svarf jafnframt svo fast að þýzku þjóðinni, hæði með Jandaránum og á annan hátt, að henni var ókleift að halda uppi jafnvel hóflegum og réttmætum bótum. Hins vegar töluðu handamenn ekkert um skuldaskifti sjálfra sín á fundinum, sem þó voru ærið margbrotin og reynzt hafa síðan allerfið viðfangs. En þau rök eru sögð til þessa, að Frakkar, ítalir og Belgar þorðu ekki að minnast á skuldir sínar, því að þeir ætluðu sér helzt að borga aldrei neitt, ef þeir gætu því við komið, en Englendingum og Ameríkumönnum leizt hins vegar ekki ráð að hreyfa skuldamálum á fundinum, því að þeir hirtu ekki að þau væru rædd þar í sambandi við ýmsar kröfur og kærur skuldunauta sinna. Af jiessu ó- heyrilega ráðlagi, að gera enga skynsamlega tilraun til þess að binda enda á þetta mikla vandamál, hafa marg- ar þjóðir síðan orðið að súpa seyðið, og ítalía að lík- indum einna mest, svo sem enn mun sagt verða. Þar að auki tókst Parísarfundinum engan veginn að verða við öllum þjóðerniskröfum ítala (Fiumc), og urðu af því miklar og viðsjárverðar afleiðingar á Ítalíu. Á ineðan á ófriðnum stóð var svo fastbundinn fé- lagsskapur með bandaþjóðunum, að heita mátti að þær hefðu eina sál og einn sjóð. En nú tók bróðurkærleik- urinn heldur að kólna, og Italía komst hrátt að raun um, að hi'in stóð ein uppi, rúin inn að skyrtunni og skuldum vafin. Fyrsta afleiðingin var sú, að líran tók að hríðfalla gagnvart erlendum gjaldeyri, en öll atvinnu- mál landsins komust í botnlausar ógöngur. Hér er þess vitanlega enginn kostur, að lýsa þeiin hörmungum, sem nú dundu yfir ítaliu, og verður hér að eins drepið á fá- ein höfuðatriði. Þá er líran féll, liækkuðu búsafurðir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Vaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.