Vaka - 01.04.1927, Page 6
ÁRNI PÁLSSON:
[vaka]
116
ííeysilega í verði og tóku þá ítalskir leiguliðar að ókyrr-
ast og heimta jarðir þær, er þcir bjuggu á, til eignar. Bar
margt til þess, að sú hreyfing gerði nú vart við sig. í
ófriðnum höfðu liðsforingjar og erindrekar stjórnarinn-
ar heitið bændum, að þeir skyldu fá lönd að launum að
ófriðnum loknum, og nú var komið að skuldadögunum.
Þar að auki gerði verðhækkun búsafurða og jarða
bændur miklu áfjáðari en ella mundi, og loks höfðu
komið fram ákveðnar og háværar kröfur meðan á ó-
friðnum stóð um að gerbreyta öllu búskaparlagi á Mið-
ítalíu, en þó einkum á Suður-ltalíu. Þar sitja víða stór-
eignamenn á víðlendum miklum, sem eru lítt ræktaðar,
og fundu menn sárt, hve illa þetta gegndi, er ríkið þurfti
að flytja inn korn frá útlöndum fvrir ógrynni fjár á
styrjaldartimunum. Tóku nú uppgjafahermenn víða slík
lönd með valdi, og sá stjórnin ekki annað ráð vænna en
að lögheimila slílc landnám, þar sem jarðir væru litt
eða ekki ræktaðar (sept. 1919). En af þessari lögheimil-
un leiddi vitanlega hinn mesta usla og óróa, og urðu þá
margir jarðeigendur, sem ekkert höfðu til sakar unnið,
fyrir hinum mestu rangindum og eignamissi, því að oft
var því enginn gaumur gefinn, hvort þeir höfðu setið
jarðir sínar vel eða illa.
Um þessar mundir ]>ótti mönnum ekki annað sýnna
en að Sovjet-bylting mundi hefjast á Ítalíu, enda spör-
uðu Rússar ekki ákafan undirróður þar í landi og varð
um eitt skeið mikið ágengt. Svo sem fyr sagði höfðu
italskir jafnaðarmenn upphaflega barizt eindregið á
móti hluttöku ítala í ófriðnum, og nú snerust þeir aft-
ur öndverðir gegn þeim, sem mest höfðu eggjað þjóð-
ina út í það háskalega glæfrafyrirtæki. Kjör verkamanna
voru og mjög bágborin um þessar mundir, og var því
ekki að furða, þólt þeir væru lusir á að trúa þeim post-
ulum, sem fluttu þeim þann fagnaðarboðskap, að nú
væri ný sól loksins runnin í austri (þ. e. í Moskva).
Margir hermenn voru hálftrylltir eftir þjáningar ófrið-