Vaka - 01.04.1927, Page 7
[vaka]
MUSSOLINI.
117
arins og óðir ai' hatri til hinna ráðandi stétta og flykkt-
ust þeir nú hópum saman undir fána jafnaðarmanna,
hverja flokka sem þeir höfðu fyllt áður. Loks tók að
hrydda á megnum óróa meðal starfsmanna ríkisins, og
í janúarmánuði 1920 lýstu starfsmenn við póst, síma
og járnbrautir yfir almennu verkfalli. En það verkfall
lánaðist illa og varð hrátt að engu.
Nú gerðist um hrið hin mesta óöld víða á ítaliu,
en þó einkum í iðnaðarbæjum Norður-Ítalíu. Byltingar-
menn óðu uppi og veiltust bæði að yfirstéttum og mið-
stéttum landsins. Létu þeir um hríð sem þeir hefðu
ráð alls þjóðfélagsins í hendi sér og unnu margvísleg
hryðjuverk. Hreyfingin komst á hæsta stig síðari hluta
sumars 1920. Þá tók vinnulýðurinn viða verksmiðjurn-
ar á sitt vald. En nú voru fascistar komnir til sögunn-
ar og eigna þeir sér heiðurinn af því að hafa barið hylt-
inguna niður, en það eru tilhæfulaus ósannindi. Sann-
leikurinn er sá, að byltingin hjaðnaði niður af sjálfri
sér. Verkamenn skorti bæði fé og lánstraust og þvi stóðu
þeir ráðalausir uppi með verksmiðjurnar og vissu ekki
sitt rjúkanda ráð. Enda var þessi byltingartilraun þeirra
ekkert annað en fáhn út í loftið, því að þá hafði hrostið
þor eða mátt til þess að hrifsa landsstjórn og héraða-
stjórn í sínar hendur, og var þá ekki von að vel færi.
Brátt skiluðu þeir því verksmiðjunum aftur í hendur
hinna fyrri eiganda og gerðust nú miklu hófsamari og
rólegri en áður. En eftir þetta voru yfirstéttir — og jafn-
vel miðstéttir — Ítalíu nálega ærar af hræðslu og hatri
til byltingarmanna.
Horfurnar á Ítalíu árin 1919—1920 voru einkum ægi-
legar vegna þess, að almenningur hafði gjörglatað öllu
trausti á hinum drottnandi borgaralegu stjórnmála-
flokkum. Þeir voru að vísu margir, en þó allir af sama
súrdeigi. Foringjarnir tefldu í sífellu refskák um völd-
in, gerðu ýmist að styðja eða svíkja hvor annan, og
loks var svo komið, að allur verulegur greinarmunur