Vaka - 01.04.1927, Síða 9
[vaka]
MUSSOLINI.
119
aírið lausir á velli, þá er verkamannaóeirðirnar hófust,
og þorðu tæpast að bæra á sér. Og ekki reyndust þeir
skeleggari gagnvart d’Annunzio, þegar liann settist með
her manns í Fiume og virti orð þeirra og skipanir að
vettugi. En þó gegnir þar nokkuð öðru máli, því að
allir ítalir þóttust grátt leiknir, er þeim var synjað um
Fiume á Parisarfundinum.
Nýir flokkar.
Arið 1919 komu tveir nýir stjórnmálaflokkar til
sögunnar á Italíu. Annar flokkurinn nefndist hinn
í t a 1 s k i þ j óðvinaf lokkur og gaf hann lil
stefnuskrá sína í janúarinánuði. Höíuðatriði hennar
voru þau, að flokkurinn væri stofnaður á kristilegum
grundvelli, en væri andvígur klerkavaldinu, að hann
vildi af fremsta megni vernda friðinn hæði innanlands
og utan, að hann mundi veita örugt fylgi ýmsum þeim
kröfum jafnaðarmanna, sem hann teldi réttmætar, að
hann mundi styðja landakröfur bænda á Suður-ítaliu o.
s. frv. Hér var með öðrum orðum gerð tilraun til þess
að stofna kaþólskan i'lokk, frjálslyndan og að mörgu
leyti hlynntan jafnaðarmönnum, og höfðu slíkar tilraun-
ir verið gerðar annarstaðar löngu áður, t. d. í Austur-
ríki, og horið talsverðan ávöxt. Það kom og í ljós, að
þessum nýja flokki var vel tekið ineðal almennings,
einkum á Suður-Italíu, þvi að við kosningar þær, sem
fóru fram um haustið 1919, kom hann að 99 þingmönn-
um (af 508 alls). Stofnandi flokksins var klerkurinn
Luigi Sturzo, sem virðist vera hinn merkilegasti maður,
stefnufastur, framsýnn og ráðadrjúgur, enda mun
Mussolini telja hann einn sinn skæðasta andstæðing.
Hann er nú i útlegð, svo sem aðrir óvinir Mussolinis. En
nú í haust gaf hann út hók um viðburði hinna síðustu
ára á Ítalíu, sem vakið hefir hina mestu eftirtekt og að-
dáun í Evrópu, enda er hún rituð af frábærri þekkingu,
hhttleysi og karlmannlegri stillingu. Margt, sem hér seg-