Vaka - 01.04.1927, Blaðsíða 20
130
ÁRNI PÁLSSON:
v*ka]
ur!“ ()g nokkru síðar hrópaði annar þingmaður, að
i'orsætisráðherrann væri viðriðinn glæpinn.
Hér verður ekki rakin saga þessa hroðalega gla^pa-
niáls. Lögreglan þótti heldur tómlát í rannsókninni, en
inálið vakti svo mikla gremju og æsingu meðal almenn-
ings, þó að menn raunar væru orðnir mörgu vanir, að
það reyndist ókleift að bæla það niður. Enda urðu all-
ir málavextir hráðlega kunnir almenningi. Nokkrir
hinna nánustu vina og samverkamanna Mussolinis
höfðu lagt ráðin á uin glæpinn, en framkvæmdur hafði
hann verið af Dumini, einu nafnkunnusta leiguþýi fasc-
ista, sem áður hafði myrt menn og Unnið mörg önnur
óbótaverk í þjónustu flokksins. Matteotti hafði -verið
gripinn á götu um hábjartan dag, látinn inn í liifreið,
sem síðan hrunaði af stað með flughraða. Menn, sem
voru nærstaddir, heyrðu angistaróp út úr bifreiðinni og
tókst að sjá og settu á sig tölumerki hennar. Það varð til
þess, að bráðlega tókst að sanna, liverjir valdir væru að
glæpnum. Lögreglunni hafði að vísu verið skipað að liafa
gætur á Matteotti, því að allir vissu, að fascistar höfðu
þungan hug á honum, en þó vildi svo til, að enginn lög-
regluþjónn var á vettvangi, er morðið var framið, og
ekki fannst líkið fyr en eftir nálega 5 vikur. Hafði það
verið flutt alllangan spöl út fyrir horgina, og var höf-
uðið skilið frá bolnum, er það fannst.
Óbeilin og óróinn, sem þetta morðvíg vakti meðal
allra stétta á Ítalíu, komst á svo hátt stig, að Mussolini
varð hugfall í svip. Hann greip þá til þess úrræðis að
varpa útbyrðis nokkrum hinna vildustu vina sinna, sem
voru orðnir uppvísir að lilutdeild í glæpnum. Hafði hann
þó nokkru áður lýst því yfir um suma þessara inanna,
að þeir væru sínir nánustu samverkamenn. Einna
nafnkunnastir þeirra voru þeir F i n z i , háttsettur em-
bættismaður í innanríkisráðuneytinu, R o s s i , sem lengi
hafði verið hægri hönd Mussolinis og nú var forstjóri
blaðaskrifstofu hans, M a r i n e 1 1 i, gjaldkeri fascista-