Vaka - 01.04.1927, Page 21
yaka]
MUSSOLINÍ.
131
flokksins, Filippelli, höfuðritstjóri eins af l)löð-
um þeirra og d e Bono, æðsti lögreglustjóri höfuð-
borgarinnar. Mussolini lét nú þessa menn segja af
sér embættum sínum og störfum í þjónustu flokks og
ríkis til þess að friða almenning. En er þeir skynjuðu,
að hann hafði svikið þá í tryggðum og ætlaði sér
að fórna þeim til þess að bjarga sjálfum sér, þá
brasl þá þolinmæðina og rituðu þá þeir Finzi, Fil-
ippelli og Rossi ítarlegar skýrslur um málið og báru
þær sakir á Mussolini, að glæpurinn hefði verið framinn
að hans undirlagi og væri hann því ráðbani Matteottis,
þó að hann reyndi nú að skella allri skuldinni á aðra.
Þessar skýrslnr fól'u þeir vinum sínum skömmu áður
en j)eir voru teknir fastir, og komust þær síðan i hend-
ur andstæðinga Mussolinis. í skýrslu Rossis er jjess m.
a. getið, að hann hal'i heimtað af Mussolini hinn 13.
júní, er lögreglan handsamaði Dumini, að öll rannsókn
málsins væri þegar stöðvuð, en Mussolini hafði þá svar-
að, að hann gæti við ekkert ráðið.
Andstæðingar fascista höfðu nú fengið skæð vopn i
hendur, en jieir þorðu ekki að neyta þeirra. Þrátt fyrir
æsingu almennings, treystu jjeir jiví ekki, að þjóðin
mundi hefjast handa, þó að j)eir birtu skýrslurnar. Þar
að auki uggðu j)eir um lif sitt og loks greindust þeir
i marga sundurþykka flokka og var enginn þeirra bú-
inn til þess að taka við völdum, ef Mussolini yrði steypt
af stóli. Það varð því fangaráð þeirra, að j)eir hurfn
af þingi til ])ess að gera lýðum Ijóst, að þar va>ri allt í
hers höndum og heiðarlegum mönnum ósæmilegt að sitja
])ar. Hins vegar létu þeir skýrslurnar um morðið á
Matteotli koma í hendur konungs nokkrum mánuð-
um síðar í þeirri von, að hann gerði einhverjar ráð-
stafanir til þess að losa sig og þjóðina undan alræðis-
valdi óaldarmannsins. En konungur hreyfði livorki
hönd né fót. Um afstöðu hans til Mussolinis er allt ó-
vist. Mussolini hefir oft fullyrt, að konungur og ættingj-