Vaka - 01.04.1927, Side 23
[vaka]
MUSSOLINI.
133
Mussolinis, prófessor Salvemini, sem hefir ritað
manna inest í ensk blöð um stjórnarfarið á ítaliu á
þessum síðustu árum, hat'ði nokkrum mánuðum áður
en þessi dómur var kveðinn upp sagt næstum því ná-
kvæmlega fyrir, hvernig hann mundi liljóða. En and-
stæðingar stjórnarinnar heima fyrir á Ítalíu áttu þess
engan kost að láta blöskrun sína og' andstyggð á þessu
hræðilega réttarmorði í Ijós. Nokkru eftir tiauða Matte-
ottis hafði Mussolini gert strangar ráðstafanir gegn rit-
frelsi ítaiskra blaða, og hefir framkvæmd þeirra ráð-
stafana farið harðnandi æ síðan, svo að nú er svo komið
fyrir löngu, að öll andmæli og öll gagnrýni á réttar-
fari og stjórnarfari er þögguð til fulls.
Um sömu mundir sem Matteotti-málið var loksins
til lykta leitt, dó hinn ítalski stjórnmálamaður A m e n -
d o 1 a í Cannes á Frakklandi. Þar áttu fascistar enn
sigri að hrósa. Amendola var hámenntaður maður, enda
hafði liann orðið prófessor í heimspeki við háskólann
í Pisa 1912 og stóð þá á þrítugu. Síðar snerist hann að
stjórnmálum og reyndist hinn nýtasti maður á þingi,
fjölfróður um landsmál, hófsamur, hreinlyndur og
stefnufastur. Á ófriðarárunum gerði hann sitt til að sefa
þann ólma þjóðernishroka, sem Mussolini og aðrir æstu
þó upp á Ítalíu. Hann varð tvisvar sinnum ráðherra
eftir ófriðarlokin og reyndist miklu einbeittari en em-
bættisbræður hans, hæði er verkamanna óeirðirnar geys-
uðu 1919—1920 og þá ekki síður er Mussolini hóf upp-
reisn sína í okt. 1922. í hvorugt skiftið tókst honum
að knýja stjórnina til framkvæmda, en hann var nú
orðinn þjóðkunnur maður og mikils metinn fyrir per-
sónlega yfirburði og flekklaust líferni. Hann var og
einn af fáum meðal stjórnmálamanna Italíu, sem al-
drei hafði sýnt Mussolini neitt tillæti. Þess var því
engin von, að fascistar litu hann hýru auga. Hinn 26.
dec. 1923 veittu nokkrir þeirra honum fyrirsát á götu
og létu bareflin dynja á honum þangað til hann leið í