Vaka - 01.04.1927, Side 24
134
ÁRNI PÁLSSQN:
vaka]
ómegin og lá sein dauður væri. Eftir þessa meðferð Iá
hann lengi rúmfastur, en komst þó á fætur aftur. Hann
sat á þingi, er Matteotti var myrtur og gerðist þá eins
konar foringi allra stjórnarandstæðinga. En sumarið
1925 i-éðu læknar honum að „drekka brunnvatn“ norð-
ur i Toskana sér til heilsubótar. Þar náðu fascistar aftur
til hans og misþyrmdu honum nú svo hrottalega, að
hann beið þess aldrei hætur. Honum tólcst að vísu að
flýja úr landi og komst til Frakklands, en var svo illa
útleikinn, að læknar gátu honum engar bjargir veitt,
og þar dó hann í aprilmánuði árið eftir.
1 októhermánuði 1925 unnu fascisiar slík hermdar-
verk í Florenz, að jafnvel sumum þeim blöðum og hlaða-
mönnum í Evrópu, sem dyggilegast hafa dregið þeirra
taum, var nóg hoðið. Hinn síðari hluta septemhennán-
aðar J». á. fóru hlöð fascista hamförum gegn fríinúr-
urum, sem Jiau sökuðu um svik við föðurlandið og
Mussolini. Hinn 26. sept. tóku fascistar í Florenz til
bareíla sinna og hæði þann dag og daginn eftir fóru Jieir
ineð harsmiðum um borgina. Þar að auki rændu þeir
húðir og skrifstofur, sein frímúrarar áttu, og brutu allt
og hrömluðu fyrir eigendunum. Einmitt um sömu
mundir (27. sej>t.) hélt sjálfur forsætisráðherrann
hvatningarræðu til svartstakka sinna í Vercelli og eggjaði
Jiá lögeggjan. Hann komst þá svo að orði m. a.: „Ef
nauðsyn ber til, verðum við að nota barefli og lika stál!
Ný trúarhrögð geta ekki verið umhurðarlynd. Annað-
hvort er mín trú sönn eða þín; annaðhvort Jiín eða mín.
Ef ég á annað horð er Jieirrar skoðunar, að mín trú sé
sönn, Jiá get ég ekki Jxdað kurr eða lúaleg vélræði,
kvikindislegt kjaftæði eða ragra manna róg. Allt slíkt
verður að hverfa úr sögunni, það skal lagt að velli og
grafið“. — Fascistar í Florenz og vúðar létu sér Jiessi
orð að kenningu verða, en þvi miður eru öll tíðindi um
viðburðina í Florenz í upphafi októberni. mjög óljós
og óáreiðanleg, þvi að hlöð fascista sögðu það eitt, er