Vaka - 01.04.1927, Síða 25
i vaka]
MUSSOLINI.
135
þeim sýndist, en hin blöðin þorðu tæpast að stynja upp
einu orði. Það eitt er vist, að dagana 3. og 4. október
fóru fascistar vopnaðir um allan bæinn, rændu biiðir og
skrifstofur óvina sinna, brutu og brenndu húsgögn
þeirra, drápu menn og limlestu hópum saman. Lögreglu-
stjórnin í Florenz kannaðist við, að 4 menn hefðu verið
mvrtir og 46 særðir, eu enginn mun hafa efast um, að
þær tölur væru alltof lágar. Og það voru ekki frímúrarar
einir, sem l'ascistar tróðu illsakar við, jafnaðarmenn
og aðrir óvinir þeirra urðu ekki betur úti. Morðið á
jafnaðarmanninum P i 1 a t i var eitt viðbjóðslegasta
niðingsverkið, sem unnið var í Florenz þessa dagana.
Nokkrir fascistar skriðu inn urn opinn glugga á svefn-
berbergi hans, þar sem hann lá í fasta svefni við hlið
konu sinnar. Þeir skutu á hann mörgum skotuin, enda
lézt hann af sárum fám dögurn síðar. Morðingjarnir
hótuðu siðan konu hans, að þeir mundu drepa 14 ára
gamlan son þeirra, ef hún segði nokkrum, hverjir vígið
liefðu vegið, og loks stálu þeir 30,000 lírum áður en þeir
höfðu sig á brott. — Viðlika hryðjur gengu um sömu
mundir yfir marga aðra ítalska bæi. Stjórnin lct að
vísu hefja rannsóknir til inálamyndar, en ekki vita
menn með vissu, hvernig þeim lauk, því að nú gerist
all-torvelt að haí'a sönn tíðindi af þvi, sem við ber á
ítaliu. En að likindum hefir þeim, sem glæpina frömdu,
ekki verið gert lægra undir höfði en morðingjum
Matteottis.
Svo sem kunnugt er hefir Mussolini þrisvar sinnum
verið veitt banatilræði, og hafa þá fascistar ekki verið
mjúkhendir á óvinum sínum og margur saklaus orðið
að gjalda. Foringjar and-fascista hafa margsinnis lýst
yfir því, að þeir væru með öllu fráhverfir slíkum óráð-
um, enda munu þeir óska þess eins, að Mussolini 1 i f i
það að taka gjöld gerða sinna. Síðasta tilræðið var
Mussolini veitt í Bologna hinn 31. okt. l'. á., og sakaði
hann ekki. Svo virðist, sem engum hafi verið full-ljóst,