Vaka - 01.04.1927, Qupperneq 28
138
ÁHNI PÁLSSON:
[vaka]
endingu stingur hinn heilagi i'aðir Mussolini þessa
sneið: „Svo virðist sem opinberar yfirlýsingar um áhuga
í trúarefnum séu ekki í fullu samræmi við slíka meðferð
á þjónum trúarbragðanna, sem er fullkoiniega ósam-
boðin vigsluskrúða þeirra og klerklegu embætti“.--------
ítalía er nú svo harðþrælkað iand sem fremst iná
verða. Enginn maður utan fascistaflokksins er frjáls
orða sinna né gerða. Öll blöð andstæðinga eru mýld,
bönnuð eða keypt af stjórnarflokknum. Yfirvöldin opna
póstbréf eftir vild sinni og eru þess mörg dæmi, að slík
bréf hafa verið birt i blöðum fascista, áður en þau koin-
ust í réttar hendur. Öll fundarhöld og allur telagsskap-
ur er bannaður. Mussolini hefir ofsótt og loks afnumið
ÖII verkflmannafélög, kaupfélög og samvinnufélög, nema
þau, sem fascistar stjórna. Það er eitt hið síðasta afrek
hans, að hann hefir forboðið öll „skátafélög“, enda hafa
fascistar frá upphafi gert sér mikið far um að ná tang-
arhaldi á hinni uppvaxandi kynslóð og vilja ekki þola
neina keppinauta í því efni fremur en á öðrum sviðum.
Hafa þeir því stofnað ungmennafélög um alla Ítalíu, þar
sem æskulýðurinn er alinn upp í herinannlegum hugs-
unarhætti og látinn syngja söngva, sem eru þrungnir af
heil't og hatri til útlendra og innlendra óvina. Þar eru
unglingarnir og fræddir um trúarbrögð fascista, því að
við og við látast þeir vera nýr trúarflokkur. Trúarjátn-
ing þeirra er í mörgum greinum og segir þar meðal ann-
ars, að Rómaborg sé æðsta goðið og Ítalía frumgetið barn
hennar, en Mussolini frelsari Ítalíu. — Mussolini hefir
ekki eingöngu tekið sér alræðisvald yfir rikinu, heldur
og yfir hverju hæjarfélagi, hverju héraði og hreppsfélagi
uin allt landið. Æðstu embættismenn bæja og héraða,
prefektarnir, fara nú með öll völdin, og má nærri geta,
af hvaða sauðahúsi þeir eru. Hin lýðkjörnu ráð, sem
stóðu áður þeim AÚð hlið og stjórnuðu með þeim, eru nú
nálega úr sögunni. Allir sjóðir landsins, bæði stórir og
smáir, eru í höndum fascista, og mega þeir reynast sam-