Vaka - 01.04.1927, Qupperneq 33
; YAKAJ
MUSSOLINI.
143
Þá hafa fascistar verið allháværir um, að útgjöldin til
umboðsstjórnarinnar hafi stórlækkað, síðan Mussolini
tók við stjórn. Andstæðingar þeirra þverneita, að nokk-
uð sé hæft í því. Þeir segja, að Mussolini hafi að vísu
rekið alla mótstöðumenn sína úr embættum, en veitt þau
jafnharðan flokksmönnum sínum og oft látið þá hafa
hærri laun en áður tíðkaðist. Staðhæfingar fascista um
það, að embættum hafi verið stórfækkað, séu lítilsvirði.
Prófessor Salvemini vitnar í blaðagrein eftir hinn fyrsta
fjármálaráðherra Mussolinis, þar sem segir, að hinn I.
okt. 1925 hafi alls verið lögð niður 8,279 embætti, og er
það ekki há tala, því að óviða mun vera slíkur urmull
einbætta sem á Ítalíu. Þar að auki er það víst, að Musso-
lini hefir skapað mörg ný embætti handa sínum mönn-
um, enda munu margir þeirra vera all-kröfuharðir, og
er það engin furða, þótt þeir vilji hafa sæmileg laun
fyrir þau óþrifaverk, sem þeir stundum eru látnir vinna.
Þá hrósa fascistar sér af því að hafa fært niður útgjöld
til hers og flota. En andstæðingar þeirra spyrja: hvað
kostar fascistaherinn? I honum eru nú 190,000 manna
og lúta þeir í raun og veru Mussolini einum, þó að hann
þyrði ekki annað en láta þá vinna konungi trúnaðar-
eiða, þá er æsingarnar voru sem mestar á Italíu eftir
inorðið á Matteotti. Enginn efast um, hvorum megin
þeir mundu standa, ef konungur gerði tilraun til að
reisa rönd við alræðismanninum. Fascistar segja, að öll
útgjöldin til hers þeirra nemi að eins 35 mill. líra, og
nær það vitanlega engri átt. — Þar að auki hefir verið
bent á, að ýmis útgjöld fari síhækkandi á Ítalíu. T. d.
hækkuðu xitgjöld innanríkisráðuneytisins um 300 mill.
árið 1920, og fóru 121 mill. af þeirri fjárhæð til þess
að koma nýju skipulagi á lögregluliðið og auka það. Gef-
ur sú fjárveiting vísbending um, hve vel ítalir uni
alræðisvaldinu. Loks er Mussolini sakaður um, að hann
berist mjög á við ýmis tækifæri og horfi þá ekki í skild-
inginn. T. d. kostaði ferð hans til Tripolis i fyrra 35