Vaka - 01.04.1927, Síða 36
SILFRIÐ KOÐRANS.
í 1. hei'ti þessa límarits rifjar Guðinundur lands-
bókavörður Finnbogason upp atvik eitt úr þætti af Þor-
valdi viðförla. Þórdís spákona á Spákonufelli þá heim-
boð að Koðrani vini sínuin að Giljá. Koðran átti tvo
sonu, Orm og Þorvabl. Unni hann Ormi mikið en Þor-
valdi lítið eða ekki, og var hann „klæddur lítt og gjörr
í hvívetna hornungur bróður síns“. Þórdís veitti þessu
eftirtekt, leizt vel á Þorvald og vildi koma honum til
manns. Spáði hún því að hann mundi verða ágætur
maður og bað Koðran fá honum kaupeyri og láta hann
lausan, ef nokkur yrði til að sjá um með honum meðan
hann væri ungur. Koðran sá að hún talaði slíkt af góð-
vilja og sagðist víst mundu fá honum nokkuð silfur.
Lét hann þá fram einn sjóð, en hún hafnaði ineð þess-
um ummælum: „Ekki skal hann hafa þetta fé, því
að þetta fé hefir þú tekið með afli og ofríki af
mönnum í sakeyri". Næsta sjóðnum hafnar hún
með þeim ummælum, að „þessa peninga hefir þú sam-
andregið fyrir ágirndar sakir i landskyldum og
fjárleigum meirum en réttligt er“. En af þriðja
sjóðnum tekur hún það, er henni þykir hæfa, „því að
þú hefir að þessum vel komizt, er þú hefir tekið í
arf eftir föður þinn“.
í meðferð landsbókavarðar fellur þjóðsögublær á
þessa frásögn, þvi að hann gjörir ráð fyrir að silfrið
hafi allt verið eins. Hann segir svo: „Og eflaust hefir
féð, sem hann sýndi Þórdísi, verið allt jafngott og gilt
fyrir almennings sjónum. Almenningur sér það ekki
á silfrinu, hvort þess er vel eða illa aflað. En Þórdís
sá það“ o. s. frv. Það er nú að vísu engin goðgá, að