Vaka - 01.04.1927, Page 38
148
JÓN ÞORLÁKSSON:
[vaka]
fé með sér. Skipin voru of lítil til þess. En ýmsir þeirra
voru vel efnaðir í Noregi. Þeir urðu þá að selja mestan
hluta eigna sinna þar, og koma þeim í silfur, sem þeir
höfðu ineð sér út hingað. Á fyrri hluta landnámsaldar
hefir því verið mikið silfur manna á meðal, móts við
vörumagnið í landinu, þ. e. vöruverð hefir verið hátt
á móti silfri. Þegar leið á landnámsöldina má ætla að
þetta hafi farið að breytast nokkuð. Nýir landnáms-
menn gátu þá keypt búfé og vaðmál að þeim eldri, og
verðið hefir sennilega farið lækkandi, því að það má
sjá af ýmsu, að búfénu fjölgaði mjög ört, og er það
líka vel skiljanlegt þegar athugað er, að veiðiskapur
var ærinn til framfærslu meðan af nógu var að taka
og fólk l'átt. Þurftu menn því Jítt að verja búfé sínu til
frálags fyrri hluta landnámsaldar. Jafnframt því, sem
silfur hélt áfram að flytjast til landsins með nýjum
landnámsmönnum, hófst og straumur þess i gagnstæða
átt. Kaupskapur við útlönd hefir byrjað þegar á land-
námsöld, og meðan nóg silfur var til í landinu var það
handhægastur gjaldeyrir til kaupa á aðfluttum nauð-
synjum. Af öllu ]>essu liefir vöruverð lækkað móti
silfri, eða sill'urverð hækkað móti vörum, sem er hið
sama. Slegnir peningar voru þá eigi til, en silfrið var
vegið; þyngdarmálið var e y r i r , 27 grönim, og m ö r k ,
sem var 8 aurar eða 216 grömm, og má telja víst að
þessar einingar séu eldri en byggð landsins, eða hafi
verið notaðar í Noregi áður. En aðrar algengustu reikn-
ingseiningar í viðskiftum manna voru alin vaðmáls og
kýrin eða lcúgildið. Allt viðskiftalífið, þar á meðal fjár-
leigur og greiðslur selita, byggðust nú á því, að fast-
ákveðið hlutfall var milli verðmætanna. Fyrir utan
evri silfurs, sem var hreint þyngdarmál, var og talinn
eyrir vaðmála, venjulega 6 álnir, og annar gjaldgengur
varningur var lagður í álnir, aura, merkur og hundruð,
svo sem líðkast hel'ir lram á vora daga. Ef hlutfallið
milli verðmætanna tók miklum breytingum, frá því