Vaka - 01.04.1927, Side 40

Vaka - 01.04.1927, Side 40
150 JÓN ÞORLÁKSSON: [vaka] hér silfr í allar stórskuldir, bleikt silfr ok skyldi halda skor ok vera meiri luti silfrs“. Hér er auðsjáan- lega átt við sama silfrið, sem var lögsilfr it forna. Af öðrum stöðum í Grágás má sjá, að bleika silfrið eða Iögsilfrið var talið hálfvirði, eða máske (á 11 öld) V,5 móti brenndu silfri. Það má nú telja efalaust, að Þórdisi hefir litizt silfrið í fyrsta sjóðnum vera eingöngu bleikt silfur. Hún dregur þegar þá skynsamlegu ályktun, að þar sé saman komið fé það, er Koðrani hafði goldizt í sakeyri. Hún átti heima í sama þingi og Koðran, hún hlaut að vita ef Koðrani hafði goldizt sakeyrir, sektir voru yfir höfuð talsvert háar upphæðir, og menn notuðu ákvæði laganna um lögsilfur til hins ítrasta við greiðslur sak- eyris. Hún notar svo tækifærið til þess að gefa vini sínum áminningu fyrir það „afl og ofríki“, sem Koðran vitanlega hafði beitt í þessum efnum, og leiddi beint af þjóðfélagsskipulaginu, þar sem dómendur dæmdu, en ættir og einstaklingar urðu að höfða málin, reka þau og annast fullnustu dóma. Það kynni nú að vera erfitt að sanna, að betra silfur hafi verið í næsta sjóðnum, ef ummæli Þórdísar sjálfr- ar gæfu þar ekki ákveðna vísbendingu. Ef Þórdís hefði dæmt silfrið eingöngu eftir siðgæði, eða skorti á sið- gæði, við öflun þess, þá væri hér slæmur brestur í list frásagnarinnar, því að ágirnd og rangsleitni hafa bæði í heiðnum sið og kristnum þótt verri ódyggðir en afl og ofríki, og hefði söguritarinn þá átt að telja þann sjóðinn verstan og því fyrstan. Athugum nú hvern veg ágirndin gat visað Koðrani til þess að ná landskyldum og fjárleigum meirum en réttligt var. Um fjárleigur var það ákvæði, að „maðr skal eigi selja fé sitt dýrra á leigu en tíu aurar sé Ieigðir eýri til jafnlengdar, hvatki fé sem er“, þ. e. lögleigan mátti ekki fara fram úr 10%. Það varðaði þriggja marka sekt, ef dýrra var leigt, og átti leigusali eigi til meira heiinting en slíkra
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Vaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.