Vaka - 01.04.1927, Side 40
150
JÓN ÞORLÁKSSON:
[vaka]
hér silfr í allar stórskuldir, bleikt silfr ok skyldi
halda skor ok vera meiri luti silfrs“. Hér er auðsjáan-
lega átt við sama silfrið, sem var lögsilfr it forna. Af
öðrum stöðum í Grágás má sjá, að bleika silfrið eða
Iögsilfrið var talið hálfvirði, eða máske (á 11 öld)
V,5 móti brenndu silfri.
Það má nú telja efalaust, að Þórdisi hefir litizt
silfrið í fyrsta sjóðnum vera eingöngu bleikt silfur.
Hún dregur þegar þá skynsamlegu ályktun, að þar sé
saman komið fé það, er Koðrani hafði goldizt í sakeyri.
Hún átti heima í sama þingi og Koðran, hún hlaut að
vita ef Koðrani hafði goldizt sakeyrir, sektir voru yfir
höfuð talsvert háar upphæðir, og menn notuðu ákvæði
laganna um lögsilfur til hins ítrasta við greiðslur sak-
eyris. Hún notar svo tækifærið til þess að gefa vini
sínum áminningu fyrir það „afl og ofríki“, sem Koðran
vitanlega hafði beitt í þessum efnum, og leiddi beint
af þjóðfélagsskipulaginu, þar sem dómendur dæmdu,
en ættir og einstaklingar urðu að höfða málin, reka
þau og annast fullnustu dóma.
Það kynni nú að vera erfitt að sanna, að betra silfur
hafi verið í næsta sjóðnum, ef ummæli Þórdísar sjálfr-
ar gæfu þar ekki ákveðna vísbendingu. Ef Þórdís hefði
dæmt silfrið eingöngu eftir siðgæði, eða skorti á sið-
gæði, við öflun þess, þá væri hér slæmur brestur í list
frásagnarinnar, því að ágirnd og rangsleitni hafa bæði
í heiðnum sið og kristnum þótt verri ódyggðir en afl
og ofríki, og hefði söguritarinn þá átt að telja þann
sjóðinn verstan og því fyrstan. Athugum nú hvern veg
ágirndin gat visað Koðrani til þess að ná landskyldum
og fjárleigum meirum en réttligt var. Um fjárleigur
var það ákvæði, að „maðr skal eigi selja fé sitt dýrra
á leigu en tíu aurar sé Ieigðir eýri til jafnlengdar,
hvatki fé sem er“, þ. e. lögleigan mátti ekki fara fram
úr 10%. Það varðaði þriggja marka sekt, ef dýrra var
leigt, og átti leigusali eigi til meira heiinting en slíkra