Vaka - 01.04.1927, Qupperneq 43
[vaka]
SILFRIÐ KOÐRANS.
1511
inn rauði. Þrándr hljóp upp við orð Gauts ok varð
málóði, veitti Jieim stórar átölur frænduin sínuni, en
at lyktum mælti hann at Leifr skyldi selja honum þat
silfr — ,,en tak hér við sjóð, er landbúar mínir hafa
fært mér heim í vár; en þótt ek sé óskyggn, þá er þö
sjálf hönd hoIlust“. Maðr reis upp við olnboga, er lá í
pallinuin; þat var Þórðr inn lági; hann mælti: „eigi
hljótum vér meðalorðaslcak af honum Mæra-Ivarl, olc
væri hann launa fyrir verðr“. Leifr tók við sjóðnum
ok bar enn íyrir Karl; sá þeir þat fé; mælti Leifr: „ekki
þarf lengi at sjá á þetta silfr; hér er hverr penningr
öðruin betri, ok viljum vér þetta fé hafa, fá þú til,
Þrándr, mann at sjá reizlur“. — Þetta endaði svo með
því að þeir Gautr rauði og Þórðr lági, förunautar og
frændur Þrándar, drápu Mæra-Karl meðan verið var
að vega silfrið.
Stighækkunin á frásögninni um gæði silfursins (vond-
ur, skárri, beztur) er hér alveg hin sama sem i Þor-
valds þætti, og frásögnin sýnir greinilega, að það silf-
ur, sem gekk manna í milli, var mjög misjafnt. Hún
sýnir og að menn höfðu fullan skilning á þessu, og
reyndu að koma lakasta silfrinu fyrst í greiðslur sín-
ai'. En í greiðslur til útlanda var lélega silfrið ekki tek-
ið gilt, i þær varð að Iáta brennt silfur.
Ástæðan til þess, að ég hefi gerzt svo margorður
um þetta er sú, að mér sýnasl ummæli Þórdisar spá-
konu varpa nokkurri birtu yfir það atriði, sem menn
hingað til hafa verið í vafa um, hvenær rýrnun silfurs-
ins var lögleidd, hvenær menn tóku upp bleika silfrið
sem lögsilfur.
Björn M. Ólsen hefir i áðurnefndri ritgerð sinni í
Skírni 1910 leitt athygli að sambandinu milli silfur-
reiknings og vaðmálareiknings. Verðnöfnin eyrir (27
grömm) og mörk (210 gr.) eru upphaflega þyngd-
arheiti, og verða snemma, á alveg eðlilegan hátt, verð-
einingar á silfurreikningi, af því að silfrið var ávalt