Vaka - 01.04.1927, Side 45
[ VAKA
SILFRIÍ) KOÐRANS.
155
Friðreki biskupi af Saxlandi árið 981 til þess að boða
kristna trú. En þegar Þórdis kom til sögunnar, var hann
ungur, sem sjá má af þættinum, naumast eldri en 12
vetra. Hann fór með henni til Spákonufells, var með
henni ,,um hríð“ og „þroskaðist mikið“. En er hann
var „vel frumvaxti" fór hann utan að ráði Þórdísar,
á fund Sveins tjúguskeggs, sem þá var i víkingu, því að
fátt var með honum og Haraldi Gormssyni konungi föð-
ur hans. Var Þorvaldur með honum „nokkur sumur í
hernaði fyrir vestan haf“. Og þar á eftir segir: „Þessu
næst, sein Þorvaldr hafði faril viða um lönd, tók hann
trú rétta, ok var skírðr af saxneskum biskupi er Frið-
rekr hét“ o. s. frv. í Kristni sögu stendur ekkert um
hermennsku Þorvalds fyrir vestan liaf, en þar segir:
„Þorvaldr fór víða um Suðurlönd; hann fann í Saxlandi
suðr biskup þann, er Friðrekr hét, ok tók af honuni
skírn ok trú rétta, ok var ineð honum um hríð“. Eftir
þessum frásögnum má ætla, að Þorvaldur hafi verið
kominn yfir þritugt þegar hann koin út hingað með
Friðreki; ef vér gerum hann 33 vetra árið 981, þá er
hann fæddur 948, og heimboðið að Giljá hefir þá ver-
ið um 960, hafi hann þar verið 12 vetra. En þá liggur
nærri að álykta megi, að lögleiðing bleika silfursins
hafi verið gerð ineð sjálfum Úli'ljótslögum, eða á næstu
árum þar eftir. Þegar Þórdís þorir að fullyrða, að sjóð-
ur brennds silfurs sé erfðagóss, þá bendir það beinlín-
is til þess, að bleika silfrið hafi verið einsamalt í um-
ferð manna milli síðasta mannsaldurinn, 25 til 30 ár.
Það sést líka af áðurnefndri ritgjörð B. M. Ó„ að
hann hefir verið í vafa um þá ályktun sína, að eyrir
brennds silfurs hafi jafngilt eyri vaðmála eftir Úlfljóts-
lögum. Frá reynslu seinni alda um breytingar á vöru-
verðlagi gagnvart peningagildi má líka finna mikinn
stuðning fyrir þá skoðun, að silfurverð hafi enganveg-
inn haldizt óbreytt alla landnámsöldina. Silfrið hefir á
landnámsöldinni verið notað að mestu sem gjaldeyrir,