Vaka - 01.04.1927, Side 49
VA K A ]
FOKSANDUR.
Fáeinar athugasemdir við síðustu greinir
Einars H. Kvarans.
I.
Flestir íslendingar munu kannast við nafn Víga-Styrs
og vita nokkur deili á manninum. Hann hét réttu nafni
Arngrímur og var Þorgrímsson Kjallakssónar, hins
göfugasta manns. En vegna ofstopa síns og ójafnaðar
var hann kallaður Styrr, og enn var lengt nafn hans
og kallaður Víga-Styrr. Bera nafnagiftir þessar því ljós-
ast vitni, að samtímamönnum hefur fundizt mikið til
um ofsa hans og vígaferli. Þó verður líka vart dreng-
skapar í fari hans. Þegar hróðir hans, Vermundur
mjóvi, er orðinn ráðalaus með berserkina, er hann hafði
i'lutt út af Noregi, býður hann að gefa Styr þá til frænd-
semisbóta. En Styrr Iætur ekki blekkjast. Hann kveðst
’fúslega vilja láta batna frændsemina, en gjöfina vilji
hann launa Vermundi með því að gefa honum berserk-
ina aftur. Þá neyðist Verinundur til þess að segja allt
hið sanna, að hann treystist ekki að halda berserkina.
— Annað mál er það, segir Styrr. Vandræði þitt er engi
maður jafnskyldur að leysa sem eg.
Styrr er ekki vandskilinn. Hann er tápmikill ofsa-
maður, sem þjösnast áfram, án þess að staldra noklc-
urn tíma við til þess að hugsa um muninn á réttu og
röngu. Siðferði aldarinnar hrin ekki á honum, en hann
er laus við ýmsa mestu skaplesti manna. Hann er t. d.
ekki undirförull. Þegar hann vinnur eitt versta verk
sitt og svíkur berserkina, griðmenn sína, i tryggðum,
eru það ráð goðans á Helgafelli.