Vaka - 01.04.1927, Qupperneq 55
[vaka]
FOKSANDUR.
165
í eldi né brennisteini. En frá sálarfræðislegu sjónarmiði
geldur tilveran honum auga fyrir auga og tönn fyrir
tönn. Þroski hans, sem hann hefur þótzt vera að leita,
er stöðvaður. Hann glatar minninu, samhenginu í sál-
arlífi sínu. Hann hefur haft aðra menn að leikfangi. Nú
verður hann sjálfur leikfang stúlkunnar, sem hann yf-
irgaf, en gat ekki gleymt honum. En hann fær uppfyllta
innstu þrá sína: að lifa í andartakinu. Eg er nauðaókunn-
ugur hinum megin grafarinnar. Mér væri vel sæmandi
að þiggja um það efni fræðslu þeirra, sem betur \ita.
Eg get vel fallizt á, að tilveran sé miklu harðleiknari
en þetta. En eg hafði varla húizt við, að E. H. Kv. yrði
til þess að halda því að mér.
E. H. Kv. hefur marg-endurtekið það í síðustu grein-
um sinum, i Iðunni, Morgni og Verði, að hann hefði
Jitla trú á gagnsemi refsinga. Hann hælist um yfir því,
að hegningarlögum vorum sé slælega fram fylgt. En
þegar hann fer að dæma íslenzka þjóðveldið og styðst
við Víga-Styrs sögu, kemst hann að þeirri niðurstöðu,
að sjálft banamein þess hafi verið skorturinn á fram-
kvæmdarvaldi. Það er mikið til í þessu. Ekki skorti lög-
in. Þau voru bæði mörg og ströng. En þeim var ekki
fram fylgt. Hvað átti nú framkvæmdarvaldið að gera
við Styr, ef það hefði verið til? Hengja hann, segir E.
H. Kv. Allir munu sammála um, að hafi þurft að hegna
honum, þó að minna mætti gagn gera. En hvers vegna
á að finna fornöldinni það til foráttu, sem nútímanum
er talið til ágætis? Eg er viss um, að einstöku menn,
sem í eðli sínu eru meiri glæpamenn en Víga-Styrr,
fremja hér hvert ódæðið eftir annað, án þess að lög-
um sé komið yfir þá. En þeir vega ekki menn, myndi
mega svara. Jafnvel það rnunu nú vmsir telja vafasamt,
sem lesið hafa hina röksamlegu greinargerð Sigurðar
Þórðarsonar um Guðjónsmálið og rannsókn þess. Hún
er áreiðanlega betur til þess fallin að vekja vandlæting