Vaka - 01.04.1927, Qupperneq 58
SIGURflUR NORDAL:
vaka]
168
siðfræði verði nokkurn tíma aðskilin, þá vil eg játa,
að mér mun jafnan verða tamara að Iíta á siðfræðina
frá hókmenntanna sjónarmiði en dæma bókmenntirnar
eftir siðfræðinni. Ef E. H. Kv. hefði verið betri lista-
maður, hefði eg sjálfsagt gleymt öllu öðru. Mér varð
óhollusta lífsskoðunar hans fyrst ljós, þegar eg sá áhrif
hennar á list hans.
Mér hefur virzt E. H. Kv. glata því smám saman meir
og meir, sem hverju skáldi er nauðsynlegast: að geta
horfzt beint í augu við lífið og örðugleika þess. Það er
eins og efnishyggja og andahyggja hafi tekið höndum
saman ti) þess að má út fyrir honum hvern hreinan
drátt í svip örlaganna. En eins og geta má nærri um
jafnreyndan mann, ber hann þessa bjartsýni ekki fram
með einfeldni æskumannsins. Hann beitir fyrir hana
rökfærslu, sem er of ismeygileg til þess að vera sann-
færandi.
E. H. Kv. er meinilla við rómantíkina. Og það er von.
Það verður ný rómantík, sem sópar burt lífsstefnu hans.
Svo hefur það jafnan farið. Þegar bókmenntirnar hafa
verið farnar að gera sálarlífið að skug'galausri flat-
neskju borgaralegra makinda, hafa undirdjúpin opn-
ast og stormurinn rifið þokuna af fjöllunum. Róman-
tíkin á brýnt erindi í nútímalífið, ekki einungis bók-
inenntirnar, heldur búnað og iðnað, visindi og stjórn-
mál, trú og siðferði. Það mun sönnu nær, að mannkyn-
inu hafi á siðari tímiim farið frain í öllu, nema inann-
gildi, því sem eitt er nauðsynlegt. Nú liggur framsókn-
in ekki í áttina til aukinna þæginda, sem fást við meiri
tækni og tillátsseini, heldur nýrrar menningar, sem gerir
lífið heilla — og erfiðara.
Framtíðin ein getur séð, hvernig úr þessu rætist.
Framtiðin ein getur með fullu réttlæti skorið úr ágrein-
ingi okkar E. H. Kv. Hún mun þurka út það, sem eg
kann að hafa ofsagt. En einkum mun hún bæta úr því,
sem eg hef orðið að láta vansagt. Engar skýringar né