Vaka - 01.04.1927, Page 59
[vaka]
FOKSANDUR.
16»
röksemdir, ekkert nema eðlissmekkur hvers einstakl-
ings, nær fullum tökum á þeim einkennum manna og
mannaverka, sem bezt skýra frá þeirra innsta eðli, af
því að ómögulegt er að falsa þau. Knútur Hamsun seg-
ir á einum stað í Mysterier: ,,Eg met ekki mann eftir
þeirri hreifingu, sem af honum stendur, eg met hann
eftir sjálfum mér, eftir bragðinu, sem eg fæ af honum
í munninn". Margt getur truflað þetta mat hjá samtíma-
mönnum. En framtíðin lætur aldrei hlekkjast i því efni.
Hún finnur á hragðinu einu, hvað ritað er af heilum
huga. Og einlægnin er það auðkenni, sem eitt er sam-
eiginlegt öllum þeim verkum, eftir burgeisa jafnt og
bersynduga, sem langs lífs hefur orðið auðið í bók-
menntum heimsins.
Sigurður Nordnl.