Vaka - 01.04.1927, Síða 64
174
KRISTJÁN ALBERTSON :
ívaka]
Svoiia er feðranna frægð
fallin í gleymsku og dá!
t sex hundruð ár hafði íslendingum verið að fara
aftur! Var það ekki að smána þjóðina að halda slíku
fram? Og Alþingi það, er til stóð að endurreisa i
Reykjavík, kallaði hann „hrafnaþing kolsvart í holti“!
Hann gat ekki beðið með að smána „þessa veglegustu
stofnun þjóðarinnar“ (orðalag S. E.), þangað til búið
var að endurreisa hana að nýju!
Þá tæki ekki betra við þegar S. E. kæmi að Bjarna
Thorarensen og vitnaði í þetta erindi:
En megnirðu’ ei börn þin frá vöndu að vara,
og vesöld með ódyggðum þróast þeim hjá,
aftur í legið þitt forna þá fara,
föðurland, áttu og hníga í sjá.
Eru það ekki „hugnæm orð“ að gera ráð fyrir því,
að vesöld og ódyggðir þróist svo með þessari þjóð, að
skaparinn sökkvi landinu með öllu sem á því lifir!
Er ekki eins og hér sé kominn „einhver andskoti
okkar þjóðar"!
Loks kæmi S. E. að vorum tímum og ætlaði að fara
að skrifa um „Bréf til Láru“. Honum hrysi hugur við
því, hvernig Þórbergur Þórðarson húðstrýkir íslenzka
bændastétt fyrir menningarleysi hennar — hann vílar
ekki fyrir sér að segja að heimska hennar og nirfils-
skapur hafi neytt frumherja „bændamenningarinnar“
til þess að flýja til sjóþorpanna!
S. E. myndi þrífa pennastöngina, hér væri efni í lag-
lega kafla í bókmenntasöguna. En þá myndi allt í einu
vakna hjá honum óþægileg minning.
Hafði hann ekki einu sinni lofsungið „Bréf til Láru“
í ræðu í Efri deild — á sama vettvangi þar sem hann
siðar réðist svo grimmilega á S. Þ. fyrir að gera litið
úr „öllu, sem íslenzkt er og okkur er kært“? ....
Hvernig gat slíkt hent hann? Honum hafði verið un-
un að að lesa ritið. Að visu var ráðizt þar óvægilega á