Vaka - 01.04.1927, Síða 68
178
KRISTJÁN ALBIÍRTSON:
[vaka]
IV. Viðkvæmni íslendinga.
Það er altaf eðlilegt og aldrei minnkun að þvi, þótt
ádeila, sem er sannleikur, valdi þeim sársauka, er fyrir
henni verður. Annaðhvort opnar hún augu hans fyrir
brestum í fari hans, misráðnum skrefum í lífi hans, eða
minnir á og víðfrægir hvorttveggja. Og allar rökstuddar
ádeilur á málefni, hreyfingar eða ástand hljóta að hæfa
einstaka menn, beint eða óbeint, og valda því einnig
sársauka.
En svo virðist sem gera mætti ráð fyrir því, að með
fulltíða mönnum væri sársaukanum alla jafnan sam-
fara nokkur íhugun á réttmæti og sannleik ádeilunnar.
Sá þroski, það quantum satis af karlmennsku í lundar-
fari, sem til slíkrar íhugunar þarf, er furðu sjaldgæft —•
að minsta kosti á íslandi. Það vita allir, sem nokkuð
eru kunnir líðan og hegðun, jafnt bak við tjöld hins
opinbera lífs hér á landi, sem frammi á sviði þess.
Hver af lesendum mínum hefir vitað t. d. stjórnmála-
mann hugsa á þessa lund, eftir lestur árásar á skoðanir
sínar eða eitthvert verk sitt: „Ég er ósammála hverju
orði í þessari grein — en maðurinn er einlægur. Þetta
er sannfæring hans — hví skyldi hann ekki halda henni
fram? Ég sé enga ástæðu til þess að óvingast við liann?“
Hver af lesendum mínum hefir heyrt rithöfund taka
svo til orða, eftir að hafa lesið hallmæli um bók sína:
„Ritdómarinn hefir alveg rétt fyrir sér. Ég er ekki al-
fullkominn listamaður, það eru gallar á bók minni. Því
miður. Og úr því að ég gaf hana út, þá verð ég að sætta
mig við, að á þá sé bent?“
Það væri eðlilegast að hugsa sér, að þeir menn sem
inna þau störf af hendi, sem alþjóð manna hlýtur að
mynda sér skoðun um og s k y 11 er að dæma opinber-
lega, — að stjórnmálamenn og valdhafar, rithöfundar og
listamenn væru við því búnir að sitt sýndist hverjum
um verk þeirra. En þeir ættu nú ekki annað eftir, þessir