Vaka - 01.04.1927, Side 71
[vaka]
TM BERSÖGLI.
181
til manns, sem gexir sér leik að því að særa hann og
auðvirða á prenti.
Það sem aðallega er því til fyrirstöðu, að íslenzk ber-
sögli geti almennt hafizt í'x stig hinnar æðri ádeilu, er
tilhneiging manna til að beita xneiri harðýðgi en mála-
vextir geta réttlætt og það i því skyni, að valda
sem mestum sársauka. í þessu sambandi er einkum vert
að athuga þrennt, sem hvað mest lýtir íslenzka bersögli.
1. Tónn og orðaval í ádeilum litast auðvitað fyrst og
fx-emst af skapgerð einstaklingsins — en þó engan veg-
inn eingöngu. Hér á landi er það þjóðlegur ósiður, að
vera napuryrtur í ritdeilum og árásum, hvort sem ástæð-
ur knýja til þess eða ekki.
Tungan á mild orð og bitur, hún getur látið í Ijós
stillilegar aðfinnslur, vingjarnleg en ákveðin ámæli log-
heita gremju. Hvassyrt eða stórorð ádeila verður að rétt-
lætast af þeirri ástríðu, sem í henni býr, en ástríðan aft-
ur að eiga sér eðlilega orsök í málavöxtum — og mála-
vöxtum einum. Hin sterku orð, sem ástríðufull sann-
færing hlýtur að nota, verða að helgast af mikilvægi
þeirra Jífsgilda, sem varin eru spillingu, óhollustu þeirr-
ar stefnu, sem risið er gegn, ófegurð þeirra verka eða
fyrirlxrigða, sem dæmd eru.
En orðhákurinn er ofarlega í íslendingum. í ritdeil-
um þeim, er fram fara i blöðum landsins, kennir þess
áþreifanlegast, hve löndum vorum er gjarnt á að gerast
orðvondir og gífurmæltir. Það væri litt hugsandi hér á
landi, að tveir menn deildu svo á prenti, að báðir væru
í góðu skapi, meðan þeir íæddust við og kveddust að
lokum með vingjarnlegu handabandi. Hitt er aftur al-
gengt, að menn deila um eitthvað, sem hvorugan snert-
ir persónulega, t. d. um hvernig eigi að yrkja ferskeytl-
ur — og áður en varir eru þeir teknir að velja hvor öðr-
um hin háðuglegustu orð fyrir heimslai og hver veit
hvað. Og einn af höfuðstaðarritstjórum vorum hefir
blátt áfram lagt það í vana sinn, að hólgna upp af