Vaka - 01.04.1927, Page 72
182
KRISTJÁN ALBERTSON:
[vaka]
vonsku, fylla dálk eftir dálk með feitletruðum og stór-
skömmóttum hugvekjum og hrópa hástöfum um hnefa-
högg og endemi — hvenær sem einhverju er ráðið á
annan veg en hann hefði kosið, og það þótt um smá-
vægilegan ágreining sé að ræða, sem steingleymist öll-
úm á fáum dögum. (Ég á hér við Tryggva Þórhalls-
son og vil t. d. minna á neyðaróp hans fyrir hönd ísl.
bændastéttar, þegar Gunnar Viðar var gerður að gæzlu-
stjóra Ræktunarsjóðs íslands — maður með háu prófi í
hagfræði, sem sérstaklega hafði lagt stund á banka-
Vísindi).
Ég fæst ekki uin þótt húðstrýkt sé fyrir höfuðsyndir,
þótt talað sé með svipunni við hinar lægstu ódyggðir, sein
gera vart við sig í opinberu lífi.
Ég geri það sjálfur.
En yfirleitt gætu íslendingar sér að skaðlausu reynt
að hafa hemil á tilhneigingu'm sínum til geðvonsku og
fruntaskapar í opinberum skiftum.
Því má sízt gleyma, að virðulegur og ljúfmannlegur
tónn í ádeilu er alltaf áhrifamikill, þegar hann sómir
sér og honum er samfara full einbeittni.
11. Brigzl eru daglegt lirauð í deilum hér á laridi og
hámarki sínu nær þessi svívirða í stjórnmálagreinum
blaðanna: Jafnaðarmannaforingjarnir ætla sér að lifa
á því að æsa alþýðuna, fljóta á atkvæðum hennar til
vegs og virðingar o. s. frv. — Það er allt og sumt, sem
fyrir þeim vakir; Framsóknarforingjarnir stofnuðu
floklc sinn til þess að geta fitað sig á samvinnunni, not-
að bændafylgið til þess að lyfta sér til forráða og fjár;
og íhaldsflokkurinn er samtök efnamanna um að skara
eld að sinni köku, ritstjórar hans sannfæringarlaus
leig'uþý o. s. frv. Slík eru brígzlin í stjórnmálablöðum
landsins — ég held helzt öllum nema einu*).
*) Ég hefi aldrei í blaði mínu Verði gefið það í skyn með
einu orði, að nokkur íif ritstjórum eða foringjum andstæðinga