Vaka - 01.04.1927, Qupperneq 73

Vaka - 01.04.1927, Qupperneq 73
Ívaka] UM BERSÖGU. 183 Aldrei eru þessi brígzl rökstudd með neinu öðru en því, að sá er fyrir þeim verður haldi fram öðrum skoð- unum en höfundur þeirra. Allir flokkar hafa í þjónustu sinni launaða ritstjóra. En fæstir þessara ritstjóra þykjast geta hugsað sér þann möguleika, að andstæðingar þeirra trúi fyrir blöðum sínum mönnum, sem séu sannfærðir flokksbræður þeirra. Þeir látast yfirieitt eklci trúa því, að til séu sann- færðir andstæðingar — menn, sem séu á annari skoðun en þeir, án þess að hafa l'engið peninga fyrir það. Það er jafnaðarlega erfitt að slcera úr því, að hve miklu leyti þessi brigzl stafa af raunverulegri tor- tryggni, en ekki eingöngu af áhrifum illra fordæma og landlægs ósiðar. Því eins og flestuin mönnum, er fyrir ámæli verða, er tamast að hugsa sér að höfundur þeirra sé óþokki, eins á töluverður hluti þeirra manna, sem fremst standa í pólitískum illdeilum, erfitt með að trúa því, að andstæðingi geti gengið gott eitt til. En hvað sem því líður, þá er hitt víst, að yfirleitt eru þessar aðdróttanir óhugsaður þvættingur. Ef t. d. su kenning Jónasar Jónssonar frá Hriflu væri rétt, að íhaldsflokkurinn sé hagsmunasamtök sérdrægra efna- manna, þá ætti svo sem helmingur íslendinga að vera ríkir menn. Þegar Jafnaðannenn fullyrða, að andstað- an gegn stefnu þeirra stafi aðallega af láglyndri um- hyggju fyrir eigin pyngju, þá sézt þeim yfir það, að 90 af 100 allra andstæðinga þeirra hafa einskis í að missa, þótt þjóðfélagshugmyndir jafnaðarmanna yrðu fram- kvæmdar — ef þeir á annað borð tryðu því, að þær gæf- ust eins vel fyrir þjóðarlniið í heild sinni og núverandi skipulag. Og þegar íhaldsmenn væna t. d. Héðinn Valdi- marsson um eigingjarnar hvatir, þá er þess ekki gætt, að minna liafi nokkurntiina látið stjórnast af hagsmunum sjálfs sín i afskiftum sinum af landsmálum. En sjálíur liefi ég að stað- aldri orðið fyrir slíkum aðdróttunum — eins og allir aðrir rit- stjórar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Vaka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.