Vaka - 01.04.1927, Page 74
384
KRISTJÁN ALBERTSON:
[vaka]
hann hefir sjálfsagt aldrei, fyr en hann kom á þing, haft
annað upp úr stjórnmálaafskiftum sinuin en útlát og
mikla ólaunaða vinnu, að ef honum hefði verið hug-
leikið að nota stjórnmálin til þess að afla sér virðinga
eða fjár, þá hefði verið óglæsilegra fyrir mann, með
hans prófi og starfshæfileikum, að skipa sér í þann
flokkinn, sem minnstur var að völdum.
Þessi fáu dæmi nægja til þess að lýsa höfuðeinkenn-
um hinna látlausu brígzla í stjórnmálablöðum landsins:
Þau eru yfirleitt óvandað fleipur.
III. Virðing fgrir sannleikanum, eða því sem maður
sjálfur veit sannast, skilyrðislaus hlýðni við rétta hugs-
un og rök staðreynda, er það bjarg, sem öll ádeila æðri
tegundar er á reist. Ég er hér kominn að því, sem mestri
gjörspilling veldur í íslenzkri bersögli, — tilhneiging-
unni til að ýkja og afbaka, ranghverfa málavöxtum,
snúa út úr orðum manna, beita óknyttum í rökfærslu.
Hvað er algengara í íslenzkum blaðadeilum en að alls
þessa sé neytt, til að ná þeim mun betri höggstað á and-
stæðingi, að fantatökum sé beitt jafnvel við þann, sem
hægt er að fella á löglegu bragði, — að eins til þess að
auka honum meiðsli?
Starf mitt við islenzkt blað í hálft þriðja ár heíir
að iniklu leyti verið í því fólgið að sanna með mýinörg-
um dæmum hina botnlausu óráðvendni í rökfærslu og
staðhæfingum, sem um langan aldur hefir verið höfuð-
svívirða blaðainennsku vorrar. Mér nægir að þessu sinni
eitt dæmi til þess að varpa Ijósi yfir það siðferðislega
volæði, sem ég geri hér enn að nýju að umtalsefni. Það
afbrot gegn velsæmi og sannleik, sem nú skal greint frá,
er þannig vaxið, að það væri óhugsandi í landi, þar sein
ritdeilur væru almennt háðar af heiðarleik og dreng-
skap.
9. febr. 1922 birtist grein í „Morgunblaðinu“, þar sem
reynt var að sýna fram á það, hverjar afleiðingar
það myndi hafa, ef hásetar gripu til þess að taka tog-