Vaka - 01.04.1927, Page 75
[ VA KA]
UM BERSÖGLI.
185
arana með valdi og sigla þeim út á mið, þegar svo ber
undir, að útgerðarmenn vilja ekki senda þá til veiða.
í greininni segir, að ,,Alþýðublaðið“ hafi hvatt til slíkra
tiltekta, síðast er svo stóð á, og því er haldið fram, að ef
þannig væri farið að, myndi reynast ógerningur að fá
skipshafnirnar skrásettar, skipin vátryggð, fiskinn seld-
an o. s. frv.
Ólafur Friðriksson var þá ritstjóri Alþ.bl. og hann
svaraði þessari grein í hlaði sínu. Hann byrjaði á því
að segja ósatt frá því, hvað reynt var að sýna fram á i
grein Mbl., segir að hún sé „tilraun til þess að færa rök
gegn þjóðnýtingu togaranna“ — en á það mál var hvergi
minnst í greininni. Síðan svarar Ól. Fr. henni liði fyrir
lið með þeim hætti, að hann ræðir hverja einstaka á-
stæðu, sem þar er færð gegn ólöglegu eignarnámi tog-
aranna af háseta hálfu, eins og að henni hafi verið hald-
ið fram gegn því, að ríkið keypti þá og gerði út. Hann
sezt við það með ráðnum og rólegum hug að sni’ia út úr
hverju orði í greininni. „Válryggingarfélögunum er því
vitanlega sama, hvort það er þjóðin sem borgar iðgjöld-
in eða það er borgað með Ivveldúlfsgulli“, — slik er öll
röksemdafærslan í grein ÓI. Fr. „Mér er ómögulegt að
skilja hvers vegna ætti ekki að vera hægt að skrásetja
á skip, sem þjóðin ætti. Reyndar vita menn það, að auð-
valdið á ekki svo lítinn hluta í yfirvöldunum, en að þau
mundu taka sig saman um að neita að skrásetja á tog-
urunum, eftir að þeir væru orðnir þjóðareign, er auðvit-
að of mikil fjarstæða til að nokkur taki mark á. En þó
svo nú væri, ætli það væru ekki einhver ráð við þvi?
En ltannske að útgerðarmenn haldi, að sjómenn muni
ekki vilja vinna á togurunum, ef þeir séu þjóðareign".
Maðurinn, sem gat haft sig til þess að semja slíka
grein, var höfuðritstjóri eins af stjórnmálablöðunum og
ritaði svo að segja daglega í hlað sitt um landsmál.
Það er auðskilið mál, að ritdeilur hljóta að vera með
afbrigðum siðlausar í landi, þar sem það getur komið