Vaka - 01.04.1927, Blaðsíða 76
186
KRISTJÁN ALBERTSON:
[vaka]
i' y r i r , a8 viðurkenndur trúnaðarmaður og fyrirsvars-
maður eins af flokkunum beiti svo skýlausri sviksemi
í röksemdafærslu.
Þannig er mikill liluti íslenzks bersöguls rnáls bjóðar-
sálinni illkynjuð ólyí'jan, sem sýkir hugsunarháttínn
ruddaskap og rangsleitni.
VI. Frjálsborinn hugur og drengskapur.
En það er trú mín, að því meir sem íslenzkan anda
réttir við eftir niðurníðslu liðinna alda, því sterkar
inuni til sín segja það sem í þjóðinni býr af hreinlyndi
og einurð frjálsborins hugar, að óttinn við ókarlmann-
lega viðkvæmni annara muni smáin saman mega sín
minna til þess að kúga til hálfvelgju og þagnar.
Það er ennfremur trú mín, að ineð vaxandi menn-
ingu muni liin íslenzka siðferðishugsjón drengskapar-
ins, hið fegursta í andlegri þjóðareign vorri, rísa til
þeirrar virðingar í almannavitund, að drottinvalds henn-
ar kenni í þeim lágmarkskröfum, sem gerðar verða í
framtíðinni til bersöguls máls og allra aðfara í opinber-
um deilum.
íslenzk framsókn má ekki án þess vera, að það sem
til er í þjóðinni vitsmuna, drenglyndis og frjálsmann-
legrar einurðar streymi fram sameinað í þeirri ber-
sögli, sem á að vera hinn hressandi svali, er stöðugt
endurnýi heilnæmi andrúmsloftsins í íslenzku þjóðlífi.
Kristján Albertson.