Vaka - 01.04.1927, Side 81

Vaka - 01.04.1927, Side 81
[vaka] BAUGABROT. Almúgagreind og tiginborið gáfnafar. Þegar tveir mikl- ir gáfumenn hittast og hafa áhuga á skyldum efnum, eru viðræður þeirra eftirtektarverðastar að því, hve fljótt og létt er farið yfir sögu. Þegar annar þeirra er í miðri setn- ingu, veit hinn hvað fyrir honum vakir og svarar. Þessi snildarlegi leikur með þungvæg efni, hin snöggu leiftur sem fyrirhafnarlaust er brugðið yfir miklar víðáttur, þetta háborna hirðuleysi um allt ryk og reifar, sem venju- lega lykja um efnin og virðast samofin kjarna þeirra, gerir slíkt samtal að goðasumbli fyrir þann, sem á annað borð er nógu vel að sér til þess að skilja það. Sál hans andar dýpra í andrúmslofti, sem er víðara og voldugra en hann er vanur. Hins vegar er það jafn furðulegt og það er leiðinlegt fyrir fluggáfaðan mann á að hlýða, hve venjulegt fólk er óhóflega nákvæmt og andstutt. En það þarf ekki fluggáfaðan mann til. Það nægir að minna á venjuleg samtöl manna á meðal. Unaðsemd þeirra er í beinu hlutfalli við hæfileikann til að draga saman og fella úr, en í öfugu hlutfalli við þörfina á nákvæmni i skýringum og frásögn. Meðal gamalla vina nægir eitt orð í stað heillar sögu eða langrar runu af skoðunum. En fyrir ókunnugum þarf að skýra allt út í æsar. Sumir hafa engan frið á sér nema þeir fái að skýra vendilega frá hverjum hlut, þeir verða að staldra við í hverju skrefi. Þetta eru hinir þrautleiðinlegustu menn í umgengni, og þó að andlegur kraftur þeirra kunni að vera mikill á sinn hátt, þá virðast oss þeir allt af máttlitlir hálfdrætt- ingar. í stuttu máli, aðaleinkenni almúgagreindarinnar, það sem skilur milli hennar og tiginborins gáfna- fars, er ef til vill síður vöntun en óhóf, hin stöðuga þörf til þess að beina huganum að efnum, sein höfðings- lundin lítur ekki við fremur en þau væru ekki til. Aðals- mark genileman’s-ins er að vita ekki af, að forsmá alla umhugsun, að horfa út yfir. Oft meira en góðu hófi gegnir; því að siðferðilegt gildi þeirra hluta, sem hann vill ekki af vita, getur skift miklu. En þegar hann er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Vaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.