Vaka - 01.04.1927, Page 85
[vaka]
ORÐABELGUR.
195
land, sem var algjörlega laust við slíkan efnislegan aum-
ingjaskap, sem er þó ekkert nema afleiðing andlegs aum-
ingjaskapar allra þeirra manna, sem eiga meira en að
eins til að lifa á, en þola þó að sjá þessa blindu menn
eða krypplinga standa á götum heilan dag í kuldum og
rigningum með bolla í hendinni. Slíkt gæti ekki átt sér
stað á íslandi nú á dögum. En þess konar mótsetningar
og samanburður færir í Ijós hinn göfgakennda brag yfir
íslenzku þjóðinni. Þó verða menn, því miður, að taka
eftir því, að betl og smásálarskapur, illgirni og illkvittni
virðist hafa fundið fylgsni í þeim skammarlega tón, sem
nú á íslandi ríkir í öllum blaðadeilum um opinber mál.
Mig tekur allt af sárt, þegar eg fer að segja frá íslandi,
að geta ekki þagað yfir þessari svivirðingu í islenzka
þjóðlífinu.
„Dagur“ flutti 23. des. f. á. ritstjóradóm um 1. hefti
„Vöku“. Sýnir hann vel, hvernig litilsigldum flokksfylg-
ismönnum muni lítast á stefnu tímaritsins og skal því
taka hið helzta af því sem hann segir uin hana:
„Af nöfnum útgefendanna sézt, að ritinu er ekki ætlað
að verða málsvari neinnar sérstakrar þjóðmálastefnu,
heldur verður þar háð allsherjarþing um allskonar skoð-
anir. Á hér að skammta í sömu skál mönnum með fjöl-
breytilegum lífsskoðunum og telja útgefendurnir það
vænlegast til andlegs þrifnaðar". --- — „Eins og vænta
má er ritið allt mjög læsilegt og vafalaust má telja, að
frá hendi sumra þessara inanna komi góðar ritgerðir
um ýms efni. En hver verður heildarárangurinn? Póli-
tí’kir andspyrnungar geta aldrei orkað sameiginlegu á-
taki. Andstæðurnar deyfa allar eggjar og taka vind úr
hverju segli. Langmið verður ekkert. Ritið verður, eins
og flest önnur tímarit okkar, safn af meira og minna
læsilegum ritgerðum, sniðlaust og stefnulaust. Þó ekki
bresti fyllstu góðgirni, er ekki unnt að vænta pólitískra
bjargráða úr þessari átt. Embættismenn og skrifstofu-
menn Reykjavíkur eru ineð litlum undantekningum
slitnir úr lífrænu sambandi við þjóð sína og málefni
hennar. Og þó einhverjir þeirra eigi, vegna yfirburða,
ráð á lífslofti og vorgróðri hugsjónamanna, mun jafnan
fylgja fúalykt úr andlegum gröfum höfuðstaðarins“.
Ritstjóranum lízt auðsjáanlega ekki á „að skammta i
söinu skál mönnum með fjölbreytilegum lífsskoðunum'*.