Vaka - 01.04.1927, Page 97
[vaka]
RITFREGNIR.
207
breyta æfi hennar. Hún á systur á Siglufirði, sem er
gift embættislausum lækni þar. Hún heimsækir þau hjón
og kemst að því, að læknirinn græðir á tá og fingri á
illræmdum dans- og vínveitingaskála, sem hann hefir
reist og aðallega er sóttur af fátæku verkafólki. Þegar
hún spyr systur sina, hvort maður hennar eigi ekki á
hættu að verða kærður fyrir vínsöluna, þá fær hún þetta
svar: „Ætli það só ekki búið að kæra hann nokkrum
sinnum. Líklega kann bæjarfógetinn betur við að borga
tíu þúsundirnar, sem hann fékk -Iánaðar hjá manninum
mínum, áður en hann hefur harða framgöngu í svo-
leiðis málum“.
Brynhildur (söguhetjan) fer nú heimleiðis með fyrstu
ferð. En nú kemst hún að raun um, að rausnin og í-
burðurinn á heimili foreldra hennar hefir steypt föður
hennar í stórskuldir og gert hann ánauðugan samvizku-
lausum fépúka og trúhræsnara, sein oft hefir gefið henm
fé til góðverka. Hún flýr nú heimili sitt eitthvað út i
buskann, ráðþrota og örvílnuð, og lendir í fátæktarkoti
austur í sveitum, giftist syninum þar og finnur loks fró-
un i því, að lifa sjálf í basli og við vanefni og helga
manni og börnum krafta sína.
Það er ýmislegt geðugt við þessa bók, hún er skrifuð
af alvöru og af einlægu hjartalagi. Auðfundið er að höf.
gerir sér far um að lýsa jafnt yfirstétt sem undirstétt
af réttsýni og mannúð, þótt það takist ekki allsstaðar.
(Sveinn útgerðarmaður, fépúkinn og hræsnarinn, er t.
d. reyfara-persóna, sem er ekki fulltrúi fyrir sína stétt
og yfirleitt ekki neitt í Reykjavíkurlífinu).
En mikið skáldverk hefir þessi bók ekki orðið. Það
er efni í höf. hennar, söguhugmyndin er fullgóð og mjög
víða snotrir drættir i frásögn og mannlýsingum. En yf-
irleitt verður honum lítið úr yrkisefni sínu, sagan er
tilfinnanlega miklu áhrifaminni en sá veruleiki, sem
reynt er að lýsa, er átakanlegur og að sumu leyti svi-
virðilegur.
Ung óhörðnuð stúlka, næmlynd og geðrík, horfir með
alopnum augum og einbeittum hug á eymd og spillingu
mannlífsins — hvilikt söguefni! Stúlka, sem alin er upp
í óhófi lifsþæginda og aldrei hefir þurft að neita sér um
neitt, flýr af heimili sínu fyrir fullt og allt, fer að strita
fyrir lifinu á koti uppi í sveit, þar sein bláfátækt, veik-
indi og sóðaskapur setja blæ sinn á heimilið — það