Vaka - 01.04.1927, Síða 98
'208
RITFREGNIH.
[vaka]
vantar ekki snögg umskifti og sterkar andstæður í lifi
söguhetjunnar! En hún er ekki mannvera úr holdi og
blóði, með rödd og augnaráð, — ekki nema örsjaldan.
Og skáldið hefir eltki treyst sér til þess að vera hjá
henni á mestu reynslutímum æfi hennar, fyrstu mán-
uðunurn, eða misserunum í Mýrarkoti. Hvorugt fær
inikið á lesandann, persónuleiki stúlkunnar né örlög
hennar.
Annaðhvort hrekkur gáfa höf. skammt, eða hann er
undir sömu syndina seldur og fjöldinn af skáldum vor-
um, þeim er óbundið mál rita — sjálfa höfuðsynd lista-
mannsins gegn verki sinu: Að láta undan lítilþægninni,
þegar reynir á þrekið og þolið í baráttunni við efnið,
að sætta sig við þær gjafir þess, sem auðfengnastar eru,
í stað þess að knýja það til að láta allt af hendi.
K. A.
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA. 7.
árg., 1925. Ritstj. Rögnvaldur Pétursson. Winnipeg 1925.
Tímarit þetta hefir jafnan verið inyndarlegt og félag-
inu og Vestur-íslendingum til sóma. Er það ágætur póst-
ur milli íslendinga vestan hafs og austan, enda hafa
hvorirtveggju jafnan ritað í það, og væri vel, að það færi
sem víðast, ekki síður hér á landi en vestra. Þessi ár-
gangur byrjar á spaklegum Ijóðum undir ibyggnum hátt-
um, eftir Stephan G. Stephansson. Guðm. Friðjónsson á
þar og dynjandi runhendu, og ættu yngri skáldin að
lesa hana sér til sálubótar. Margur mun lesa með athygli
Hugleiðingar Eggerts Jóhannssonar um Nýja ísland, og
um straum unga fólksins úr sveitunum í borgirnar, þar
eins og hér. Alltaf er notalegt að lesa J. Magnús Bjarna-
son, og Jóhannes J. Pálsson læknir á þarna dálítinn ein-
kennilegan sjónleik. Þá eiga Guðmundur Friðjónsson,
Steingr. Matthíasson og Sigurður Skúlason hver sinn
þáttinn, og ýmislegt er þarna fleira, svo að nóg er ástæða
til að kaupa ritið.
G. F.
LEIÐRÉTTINGAR:
Bls. 132, 22. 1. a. <>.: ræddu um, les: vörðuðu.
— 140, 3. 1. a. o.: Mussonlini’s, les: Mussolini’s.
— 145, 18. 1. a. o.: Marokku, les: Marokkó.