Vaka - 01.11.1927, Side 7

Vaka - 01.11.1927, Side 7
[vaka] BÓLU-HJÁLMAR. 325 Og lán var það lubbum nyrðra, að lentirðu þenna stig, svo þeim varð ei kenndur sá klækur að krossfesta og grýta þig. VII. Stend ég hátt uj>p í hlíðum, horfi yfir firnindin breið. Fylgir harmþrunginn hugur Hjálmari alla leið. Að vita þann valda gæðing með viljans og fjörsins þor l’ara þar forgörðum vestra og falla seinast úr hor! Og þó er það helzti liæpið, og hálfgert í ætt við stuld, að leggja á eitt hérað leiguna’ af landsins allsherjarskuld. VIII. Stend ég hærra upp í hliðum. Hjálmar er löngu braut. Eru þó enn á flugi örvarnar, sem hann skaut. Geiga ekki frekar en forðum, finna sinn kjörna spón, skæðar og skeinuhættar, skarnið hann Maura-Jón.

x

Vaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.